Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 32
32 PRESSAN 14. júní 2019 H ún var ekki dæmigerður raðmorðingi í þeim skiln- ingi að hún hafi notið þess að drepa eða að sjá fólk þjást. Fyrir henni jafngilti hvert barn sem hún drap peningum í kassann.“ Þessi saga hefst eins og margar aðrar. Brynhild Paulsdatter Stør- seth fæddist við bágar aðstæður á litlum bóndabæ, þann 11. nóvem- ber 1859. Bærinn, sem hét Stør- sethgjerdet, tilheyrði stórbýlinu Størseth í Noregi. Brynhild var yngst átta barna. Þegar hún var unglingur varð hún þunguð eftir ríkan bóndason frá einu stórbýl- anna í nágrenninu. Kvöld eitt þegar Brynhild var á dansleik var hún slegin svo fast í magann að hún missti fóstrið. Maðurinn sem sló hana mun hafa verið faðir barnsins, en hann var aldrei ákærður fyrir verknaðinn. Stuttu síðar lést hann af því sem var lýst sem krabbameini í maga, fólkið í þorpinu velti því þó fyrir sér hvað hefði komið fyrir manninn. Skipti um nafn, Brynhild varð Belle Eftir fósturmissinn á Brynhild að hafa breyst mikið. Eins og margt ungt fólk á þessum tíma ákvað hún að freista gæfunnar hinum megin Atlantshafsins og vann sem þjón- ustustúlka í þrjú ár til þess að safna fyrir farmiðanum. Árið 1881 settist hún að í Chicago og giftist fljótlega Norð- manninum Mads Ditlev Anton Sørensen. Hún skipti um nafn og varð Belle Sørensen. Saman ráku hjónin verslun en reksturinn gekk ekki sem skyldi. Dag einn brann verslunin og hjónin fengu greiddar tryggingabætur. Samkvæmt manntali (United States Census) sem gert var árið 1900 áttu Belle og Mads fjög- ur börn, Caroline, Axel, Myrtle og Lucy. Caroline og Axel létust bæði við grunsamlegar aðstæður (árin 1896 og 1898), eftir dauða barn- anna fékk Belle greiddar bætur frá tryggingunum. Það hefur aldrei verið sannað að Belle hafi í raun verið líffræðileg móðir barnanna fjögurra, talið er að hjónin hafi tek- ið börnin að sér þegar foreldrarn- ir gátu ekki séð um þau. Þau báru einnig ábyrgð á hinni tíu ára gömlu Jenny Olsen, en faðir hennar er talinn hafa verið norskur sjómaður. Eiginmennirnir létust skyndi- lega 30. júlí árið 1900 lést Mads einnig Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Svo drap hún 40 menn og fjölda barna Hin norska Brynhild flutti til Ameríku Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Skipti um nafn Brynhild varð að Belle.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.