Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 46
 14. júní 201946 Bækur A ðalpersónur spennu- sögunnar Þar sem ekkert ógnar þér eru tvær konur sem þekkjast ekki. Önn- ur er fangi á heimili sínu ásamt veikri dóttur sinni þar sem stór- hættulegur morðingi á flótta und- an lögreglu heldur þeim í gíslingu. Hin konan lendir í slysi og missir við það minnið, þ.e. minni í kring- um það atvik. Rétt áður en hún lenti í slysinu varð hún áskynja um ástandið á heimili konunnar sem haldið er í gíslingu. Höfundur sögunnar, Simone van de Vlugt, er í káputexta sögð vera þekktasti glæpasagnahöf- undur Hollands. Athygli þessa lesanda vekur hvað höfund- ur hefur góðan stíl auk þess sem þýðandinn, Ragna Sigurðardótt- ir, hlýtur þar með að fá hrós fyr- ir að skila frá sér afskaplega lipr- um, hitmiðuðum og lifandi texta. Vlugt hefur sálrænt innsæi á pari við prísaðar fagurbókmenntir og lýsing hennar á umbreytingu konunnar sem lendir í slysinu við það áfall er afskaplega næm og viturleg. Sem spennusaga er bókin hins vegar ekki nægilega áhugaverð. Hún er fyrirsjáan- leg og endirinn minnir á blóð- uga og slappa B-mynd. Sagan er þó vissulega spennandi og aldrei leiðinleg aflestrar en af einhverj- um ástæðum er söguþráðurinn á mun lægra plani en ritstíllinn. Þessu mati skal þó tekið með þeim fyrirvara að þetta er ein vinsælasta bók höfundar og hef- ur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga. En sínum augum lítur hver á silfrið. n F yrir 20 árum hefði ég getað sagt að nútímamaðurinn yrði fyrir mörgu og marg- víslegu áreiti. Líklega hefði ég getað sagt það sama fyrir 30, jafnvel 40 árum, og fólk hefði kinkað kolli. En áreiti samfélags- miðla og snjallsímaforrita sam- tímans, margbreytileiki og hraði samfélagsumræðunnar, fals- fréttir og raunfréttir, heiftarleg pólarísering, rafræn fjandsemi og ofstopi, endalaus skrásetning daglegrar tilveru – þetta og fleira til hefur gert tilveru margra nú- tímamanna að lífi undir stans- lausu áreiti sem ekki er sambæri- legt við nýliðna fortíð. Sumir hafa fengið nóg og af- tengt sig netheimum. Rithöfund- ar loka Facebook-reikningnum sínum, dusta rykið af gömlu rit- vélinni, hreiðra um sig í bóka- herbergi með gömlum skræðum, tékka kannski á tölvupósti einu sinni í viku en láta netið annars í friði. Fjölskyldufólk fer í sumar- bústaðinn og skilur snjallsímana eftir heima. Tengir sig við náttúr- una og spreytir sig á uppbyggi- legum samræðum – í eina helgi – ja, eða að minnsta kosti í nokkrar klukkustundir. Sumir vilja losa sig úr netheim- um og tengja sig aftur við „raun- veruleikann“. En það er ekki lausn. Því hvað er raunveruleiki? Raunveruleikinn og lífið sjálft er að sjálfsögðu líka á netinu og samfélagsmiðlunum, þar er lífi okkar líka lifað. Nýtt smásagnasafn eftir Her- mann Stefánsson, Dyr opn- ast, er bók sem má nálgast á margan hátt. Ég upplifi hana sem vel heppnaða tilraun til að takast við þennan ofannefnda nýja veruleika. Hún gerir það á vissan hátt með því að vera „eins og“ þessi veruleiki: óendanlega margbreytileg, stútfull af áreiti sem þó ekki ærir mann né ræn- ir sálarrónni heldur er róandi og sefandi. Þessar tæplega tvö hundruð blaðsíður af stuttum sögum, athugunum og pæling- um er merkileg og margbrotin kvika. Sögurnar eru afar ófyrir- sjáanlegar, sumar einkennast af heimspekilegri nálgun, aðrar eru í senn gróteskar og afskaplega fyndnar. Það virðist betra og skemmti- legra að lesa bókina frá upphafi til enda en að tína út eina og eina sögu. Lesandinn fær tilfinningu fyrir heild sem hver getur túlkað með sínum hætti. Upphafssagan er titilsagan Dyr opnast og fjall- ar um dreng sem virðist ekki vera til og sagan vekur skemmtilegar spurningar um eðli tilvistarinnar. Lokasagan heitir Dyr liggja norð- ur og er fantasía sem býður upp á flótta úr okkar menningarheimi ofgnóttarinnar, tækninnar og áreitisins og inn í menningu 18. aldar. Víða fær lesandinn tilfinn- ingu fyrir einhvers konar sam- hengi eða samfellu. Það er til dæmis væntanlega engin tilvilj- un að sögurnar Óumflýjanlega, Póstsending og Vitaverðir rjúfa þögnina, eru hver á eftir annarri. Sú fyrstnefnda minnir á gam- anþættina Klovn og lýsir óendanlega seinheppnum manni sem er við það að verða sterklega grunaður um barnaníð, alsaklaus. Póstsending lýsir hins vegar siðblindu hugarfari raun- verulegs barnaníðings. Vitaverð- ir rjúfa þögnina hefur hins vegar vakið áhuga æsifréttamanna því túlka má hana sem hæðnisá- deilu á #metoo byltinguna, sem hún vissulega er, en að lesa hana í samhengi allrar bókarinnar er samt öðruvísi en að lesa hana eina og þá virðist hún ekki eins ögrandi, vegna þess að tónninn í allri bókinni er svo fullkomlega laus við skoðanir, eða siðferðis- mat. Engu er hlíft án þess að þó að reynt sé að gera sér far um að hjóla í einhverja. Tónn bókarinn- ar virkar blindur á móðgunar- girni, en kannar, gaumgæfir, lýsir og afhjúpar án tillitssemi, án þess að vita hvað tillitssemi er. Dyr opnast er afskaplega skemmtileg upplifun fyrir les- anda með opinn huga. Djúp, margræð og margbrotin, bráð- fyndin og flugbeitt. Bók sem er skrifuð beint inn í okkar skrýtna og margbrotna samtíma og tekst á við hann á fádæma frumlegan hátt. n PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Dyr opnast Höfundur: Hermann Stefánsson Útgefandi: Sæmundur 195 bls. Smásagnasafn Ritdómur um Dyr opnast: Skrifað inn í áreitið og út úr því Ritdómur um Þar sem ekkert ógnar þér: Stíllinn betri en sagan Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Þar sem ekkert ógnar þér Höfundur: Simone van der Vlugt: Útgefandi: Veröld 214 bls. Spennusaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.