Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 17
FÓKUS - VIÐTAL 1714. júní 2019 klukkutíma. Hann beitti mig of- beldi og gerði viðbjóðslega hluti. Á einum tímapunkti hélt hann hníf upp að hálsinum á mér og sjálf- um sér. Í einhverri geðveiki skildi hann óvart eftir símann minn á borðinu. Ég náði að laumast í sím- ann og senda vinkonum mínum sms þar sem ég bað þær um að hr- ingja á lögregluna.“ Hún segir lögregluna hafa mætt á staðinn á örskotsstundu. Em- ilíana var í kjölfarið borin út af heimilinu og vafin í handklæði þar sem hún var nakin. Var hún að eigin sögn í áfalli, verkjuð um allan líkama, marin og blóðug. Þá var hár hennar og líkami útat- aður í áfengi sem hellt hafði verið yfir hana á meðan hún lá á gólfinu. Blóð var á víð og dreif í íbúðinni. „Lögreglukona bar mig út í handklæðinu á meðan hinir hlupu inn á móti honum. Þeir voru í klukkutíma að handtaka hann inni á heimilinu vegna þess hann vildi ekki sleppa hnífnum.“ Emilíana var í kjölfarið flutt á bráðamóttöku. Barnsfaðir henn- ar var fluttur í fangageymlsu og sleppt eftir sólarhring í haldi. Vegna alvarleika árásarinnar fór lögreglan fram á nálgunarbann á hendur honum en það féll úr gildi í nóvember síðastliðnum. Barnsfaðir hennar var síðar kærður fyrir frelsissviptingu, lík- amsárás og fleiri brot en ákæran var alls í sjö liðum. Fyrirtaka í mál- inu fór fram í Héraðsdómi Norður- lands eystra síðastliðinn þriðjudag og þar játaði barnsfaðir Emilíönu á sig sök samkvæmt öllum liðum ákærunnar. Hún segist ekki eiga von á öðru en að barnsfaðir hennar verði sak- felldur, enda liggur fyrir játning í málinu, auk sönnunargagna. Hún hefur fengið þær upplýsingar að ákæruvaldið fari einungis fram á sex mánaða fangelsisdóm. Hún segir það „stingandi sárt“ að ekki sé farið fram á þyngri refsingu. „Það er viðbjóðslega lítið mið- að við alvarleika málsins, ofbeldið sem hefur staðið yfir síðustu ár. Maðurinn hefur reynt að drepa mig oftar en ég get talið á báðum fingrum,“ segir hún og bætir við að vitað sé um fleiri stúlkur sem hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu barns- föður hennar. Á meðal gagna sem lögð eru fram í málinu er myndbandsupp- taka þar sem barnsfaðir Emilíönu heyrist meðal annars segja: „Ég er að fara í fjögurra ára fangelsi, missa allt.“ Emilíana bendir á að á upp- tökunni komi greinilega fram að barnsfaðir hennar viðurkenni að hafa brotið á henni og geri sér grein fyrir alvarleika málsins. Martraðir og svefnleysi Emilíana segist í dag sitja uppi með sár sem hún viti ekki hvort eða hvenær muni gróa. Fyrstu mánuðina eftir frelsissviptinguna hafi hún glímt við svefnleysi og ótta og fengið stöðugar martrað- ir. Martröðunum hefur fækkað, en hún fær þær enn. „Ég get ekki verið ein heima hjá mér. Vinir mínir og fjölskylda hafa skipst á að vera hjá mér svo ég upplifi mig örugga.“ Emilíana bætir við að það hafi reynst henni um megn að kljást við minningar af ofbeldinu og leit- aði hún þess vegna í áfengi til að deyfa sársaukann. „Áfengisneysla mín jókst mikið og ég þurfti í fyrsta skipti að fara inn á Vog núna í janúar síðastliðnum. Ég er núna byrjuð í prógrammi fyr- ir fólk sem hefur orðið fyrir heim- ilisofbeldi. Það hefur hingað til gengið vel. Ég er þakklát fyrir alla þá aðstoð sem mér hefur boðist. Ég hef líka fengið að kynnast því hvað það er til mikið af góðu fólki þarna úti, sem er í sjálfboðavinnu við að hjálpa öðrum að vinna úr erfiðum áföllum.“ Hún ráðleggur öðrum brota- þolum heimilisofbeldis að halda í vonina og þiggja aðstoð og hjálp til að komast úr aðstæðunum. „Af því að aðstæðurnar verða alltaf verri og verri. Ef einhver er í þessari stöðu, þá eru til athvörf, aðstoð og leiðir til þess að fá hjálp. Það er enginn einn í þessum að- stæðum og það er alltaf einhver sem hægt er að leita til og treysta. En það er til skammar hversu vægt er tekið á heimilisofbeldi hér á landi. Það er eins og það skipti engu máli þó að einstaklingar brjóti af sér aftur og aftur, þeir fá að ganga um lausir í samfélaginu eins og ekkert sé. Á meðan eru mörg þúsund konur, menn og börn föst í þessum aðstæðum.“ Emilíana leggur áherslu á það að hún vilji fyrst og fremst beina athygli fólks að brotalöm kerfis- ins, sem hún segir algjörlega hafa brugðist. „Hann er búinn að brjóta af sér, hann er búinn að sýna fram á sið- blindu og ljóta hegðun. Kerfið á ekki að gera það með honum eða líta fram hjá því. Kerfið á að standa með mér og öllum þolendum. Og bregðast við þegar brotið er á okk- ur. Kerfið á að standa með þolend- um, af því að hver á annars að gera það? Eiga ofbeldismenn alltaf bara að fá einhvern „götudóm“ og svo ekkert meir? Það þarf að viður- kenna betur alvarleika ofbeldis, hvort sem það er heimilisofbeldi, andlegt, líkamlegt eða kynferð- isofbeldi. Réttarkerfið okkar á að vernda okkur og passa að við fáum einhverju réttlæti framgengt og að þeir sem brjóti af sér fái viðeigandi refsingu.“ n Sundaborg 3 - 104 Reykjavík - 777 2700 - xprent@xprent.is SKILTAGERÐ BÍLAMERKINGAR BANNER-UP SÓLARFILMUR Ráðgjöf Hönnun Framleiðsla Uppsetning Hann lof- aði líka alltaf öllu fögru eftir á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.