Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 41
FÓKUS - VIÐTAL 4114. júní 2019 gleymdir í kerfinu. Fólk sé vissu- lega þakklátt fyrir að hafa húsnæði og að geta eldað en þau upplifi gríðarlega einangrun. Aðstæðurn- ar minni um margt á fangelsi. „Það er dýrt að taka strætó til Reykjavíkur þegar þú ert að lifa á 7 til 8 þúsund krónum á viku. Þannig að þau eru þarna í marga mánuði að gera ekki neitt. Börn- in geta heldur ekki farið í skóla á meðan þau eru að bíða.“ Leyfa sér ekki að dreyma Karítas segir flesta hælisleitendur upplifa gríðarlegt vonleysi. „Sér- staklega karlmennirnir. Þeir eru orðnir svo vanir því að einhver í húsinu sé vakinn upp um miðja nótt og sendur úr landi. Þeir eru allir að reyna eins og þeir geta að halda í vonina.“ Karítas segist ekki hafa orðið vör við að fólkið hafi upplifað fordóma hér á landi. „Viðhorfið þeirra var frekar þannig að Íslendingar væru mjög opnir og hlýlegir. Gagnrýn- in beinist að stjórnvöldum, að það sé verið að framfylgja Dyflinnar- reglugerðinni og halda mönnum í einangrun á meðan.“ Einn af karlmönnunum sem Karítas ræddi við á sér þann draum heitastan að fá atvinnuleyfi á Íslandi og verða leikskóla- kennari. „Það er mikilvægt að hafa í huga að hælisleitendur eru fyrst og fremst fólk, ólíkir einstaklingar með ólíkar þarfir og væntingar. Sumir eru með stóra drauma varð- andi framtíðina en aðrir leyfa sér það ekki, fyrir þeim er nóg í bili að hafa stað að búa á.“ Meirihluti einstaklinganna sem Karítas ræddi við voru haldn- ir áfallastreituröskun og margir að glíma við þunglyndi og kvíða. „Einn þeirra sagði við mig að hann væri að berjast við mikið þung- lyndi og að honum liði margfalt verr með því að vera einangrað- ur á þennan hátt. Þegar ég spurði einn úr hópnum af hverju hann hefði flúið heimalandið þá svaraði hann: „Ég man það ekki.“ Hann treysti sér ekki einu sinni í að rifja það upp.“ Viðbrögðin við verkefninu létu ekki á sér standa á útskriftarsýn- ingu Ljósmyndaskólans. „Það voru margir sem sögðu mér eftir á að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir hversu alvarleg staðan væri hjá þessum hópi,“ segir Karítas en hún segist vel geta hugsað sér að fara lengra með verkefnið og jafn- vel nýta þá aðra miðla. „Það er að mörgu leyti búið að afmennska þennan hóp og þess vegna er svo auðvelt að ráðast gegn þeim. Við verðum að hafa í huga að þetta eru manneskjur og þau eiga rétt á öruggu lífi í öruggu umhverfi eins og við öll.“ n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Karítas myndaði hælisleitendur á Ásbrú n Hælisleitendur lýstu vonleysi, þunglyndi og einangrun n Upplifa sig gleymda og afskiptalausa í kerfinu „Það er að mörgu leyti búið að af- mennska þennan hóp KAJASIGVALDA KAJASIGVALDA KAJASIGVALDA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.