Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Blaðsíða 40
40 FÓKUS - VIÐTAL 14. júní 2019 F ólk skilur oft ekki frá hvaða aðstæðum þetta fólk er að flýja og hvað blasir við þeim ef þeim er skipað að snúa til baka. Þetta er spurning um líf eða dauða,“ segir Karítas Sigvaldadótt- ir, mannfræðingur og ljósmyndari, en hún myndaði hælisleitend- ur á Ásbrú og fékk að heyra sögur þeirra í tengslum við lokaverkefni sitt úr Ljósmyndaskólanum. Einsleitur fréttaflutningur af hælisleitendum „Ég útskrifaðist með BA-gráðu úr mannfræði í fyrra en ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á málefn- um minnihlutahópa,“ segir Karít- as aðspurð um hver kveikjan hafi verið að verkefninu. Hún segir fréttaflutning af málefnum hæl- isleitenda oft vera frekar einsleit- an. „Það hefur lítið verið greint frá því hvernig ástandið er raunveru- lega hjá þessu fólki. Hvað þau hafa gengið í gegnum og hvað þau eru að upplifa. Mig langaði að veita innsýn inn í þeirra upplifun og líð- an.“ Karítas byrjaði á því að hafa samband við hælisleitendur sem höfðu áður verið í viðtölum við fjölmiðla og komst þá í kynni við Ali Alameri og Milad Waskout frá Írak. Hún mætti síðan upp á Ás- brú til að fá viðtöl við fólk en það reyndist erfitt í fyrstu. „Margir voru tortyggnir og spurðu til dæmis hvort ég væri blaðakona. Þá voru sumir þeirra hræddir um að hægt yrði að rekja upplýsingarnar til þeirra og að stjórnvöld myndu nota það gegn þeim. Það var eiginlega ekki fyrr en ég kynntist Ali að boltinn fór að rúlla. Hann var alveg yndislegur, hann hafði samband við fólk fyrir mig og var síðan túlkur,“ segir Kar- ítas. Ali var vísað úr landi í síðustu viku, í flóttamannabúðir í Grikk- landi. Lýstu hræðilegum aðstæðum Karlmenn sem koma einir til landsins dvelja saman í húsnæði að Ásbrú þar sem óviðkomandi er bannaður aðgangur og öryggis- verðir beina fólki burt. Karítas þurfti því að hitta mennina fyrir utan húsið, á kaffihúsum eða úti í bíl. Hún ræddi við hátt í 30 manns í tengslum við verkefnið. Sumir af þeim voru búnir að dvelja á Ásbrú í nærri því heilt ár. „Sumir deildu mjög litlu með mér, aðrir voru opnari. Sumir höfðu fengið höfnun við umsókn sinni um hæli og voru að bíða eft- ir niðurstöðu úr áfrýjun, aðrir voru að bíða eftir fyrsta svarinu. Það er rétt hægt að ímynda sér hvern- ig það er að reyna að byggja upp líf og mynda tengsl hér á landi og vera svo sendur út í óvissuna og jafnvel dauðann,“ segir Karítas en titill verkefnisins er Banvæn brott- vísun. Fjölskyldur á Ásbrú búa í íbúð- um í öðru húsnæði. Auk karl- mannanna ræddi Karítas við þrjár barnafjölskyldur. „Þau tóku mér ofboðslega vel, voru yndisleg og gestrisin og buðu mig velkomna. En það var átakan- legt að heyra sögur þeirra og sjá myndir af aðstæðunum sem þau höfðu búið við.“ Ein fjölskyldan samanstóð af hjónum og tveimur ungum börn- um en elsti sonur þeirra hafði verið myrtur af talíbönum sem síðan hótuðu að myrða alla fjöl- skylduna. Fjölskyldan þurfti því að leggja á flótta. „Eiginkonan vildi ekki láta taka mynd af sér og eiginmaðurinn vildi ekki að andlit hans myndi þekkjast á myndinni vegna þess að hann vildi ekki að neinn vissi af því að þau væru á Íslandi. Þau lýstu meðal annars hræðilegum aðstæðum í Grikklandi. Börnin þurftu að flakka á milli tjaldbúða og jafnvel sofa á götunni. Þau urðu líka vitni að miklu ofbeldi og eit- urlyfjanotkun.“ Aðstæður fjölskyldufólksins eru að sögn Karítasar afar fábrotnar og lítið sem minnir á heimili. Engar bækur, listaverk eða skreytingar á veggjum; lítið er um afþreyingu og hjá einni fjölskyldunni var sjón- varpið bilað. Þá voru nær engin leikföng fyrir börnin. Hún segir hælisleitendur upplifa að þeir séu PINNAMATUR V e i s l u r e r u o k k a r l i s t ! Bjóðum uppá fjölda tegunda PINNAMATS OG TAPASRÉTTA Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Afgreitt á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluna HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Karítas myndaði hælisleitendur á Ásbrú n Hælisleitendur lýstu vonleysi, þunglyndi og einangrun n Upplifa sig gleymda og afskiptalausa í kerfinu „Þau eru þarna í marga mánuði að gera ekki neitt Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Karítas Sigvaldadóttir. KAJASIGVALDA KAJASIGVALDA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.