Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐA Sandkorn 21. júní 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Foreldrar í fangelsi S vokallað tálmunarfrumvarp hefur reglulega skotið upp kollinum í umræðunni síð- ustu misserin. Í stuttu máli felst það í því að foreldri sem tálm- ar umgengni hins foreldrisins við barn geti verið sektað eða fang- elsað í allt að fimm ár. Frumvarp- ið hefur verið harðlega gagnrýnt af stofnunum og samtökum sem vinna með börnum. Hópurinn Aktívistar gegn nauðgunarmenn- ingu segir til að mynda í umsögn um frumvarpið að ef þetta frum- varp yrði að lögum yrði það kúg- unartæki ofbeldismanna. Samtök um kvennaathvarf, Umboðsmað- ur barna og Barnavernd draga í efa að það að fangelsa annað foreldrið fyrir tálmun geri illt verra þar sem með því sé verið að takmarka um- gengni þess foreldris við barnið. Þeir sem styðja frumvarpið grípa ávallt til þeirra raka að nú- verandi fyrirkomulag sé ekki nógu gott og tryggi ekki að barn njóti samvista við báða foreldra sína eins og kveðið er á um í barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Mér finnst hins vegar langt frá því að vera nóg að taka aðeins þá grein í sáttmálanum út fyrir sviga, því þessi sáttmáli, sem Íslendingar hafa ákveðið margoft að beinlín- is hundsa, inniheldur svo mikið, mikið meira. Jú, vissulega á barn rétt á að umgangast báða foreldra sína nema, og það er stórt NEMA, það stríði gegn hagsmunum barnsins. Það eru nefnilega ekki allir foreldr- ar góðir, því miður. Sumar mæð- ur eru vondar og sumir feður eru vondir. Sumir foreldrar eru góðir en ekki hæfir til að ala upp börn, til dæmis vegna geðraskana eða fíknar. Sumir foreldrar nota börn sem vopn í forræðisdeilum því það er tap að glata barni. Og það vill enginn tapa og vera lúser. Eitt sinn kom maður að máli við mig sem átti börn með konu sem beitti hann ofbeldi. Hann gat ekki fært sönnur á ofbeldið því það var mestmegnis andlegt. Hún hafði lagt hendur á hann einu sinni en honum fannst ummerkin ekki réttlæta læknisheimsókn, hvað þá áverkavottorð. Hann var þjakað- ur af skömm. Við skilnaðinn lét hann hafa sig út í að gera forsjár- samning við barnsmóðurina sem þýddi að börnin nutu jafnra sam- vista við báða foreldra. Börnin fóru að sýna fleiri og fleiri merki þess að ekki væri allt með felldu á heimili móðurinnar þannig að maðurinn leitaði sér ráðgjafar um hvort hann gæti farið í gegnum sýslumann og fengið að minnka umgengni hennar við börnin. Ráðgjafinn hlustaði af athygli og samúð en réði honum hins vegar frá því að reyna að fá börnin alfarið til sín. Af hverju? Barnsmóðirin leit betur út á pappírum. Börnin voru tekin út fyrir sviga. Þetta er bara ein saga af mörg- um um hvernig börnum er í sífellu kippt út fyrir sviga þegar verið er að gambla með velferð þeirra og framtíð. Nema náttúrulega þegar um er að ræða agnarsmá fóstur í móðurkviði. Þá verður líf barns allt í einu það mikilvægasta í heim- inum meðal ráðamanna þjóðar- innar. Ljóst er að núverandi fyr- irkomulag er ekki nógu gott en nákvæmlega hvaða vanda leysir það að fangelsa foreldri sem tálm- ar umgengni? Þessi vandi og deil- ur þar sem börn koma við sögu eru svo miklu flóknari en svo að hægt sé að veifa töfrasprota og leysa málin með þessum hætti. Nú væri því ráð að henda þessum sviga í ruslið, hlúa að börnum sem virð- ast missa volduga talsmenn sína um leið og þau þrýstast út úr móð- urkviði og setja kraft í að bjarga börnunum sem geta ekki bjargað sér sjálf. n Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Misheppnuð aðferð Þegar Miðflokkurinn hóf sitt málþóf um þriðja orkupakkann virtist tiltækið ætla að virka. Hreyfing myndaðist í kring- um andstöðuna, fylgið reis og það sem mestu máli skipti, það fennti hratt yfir Klaustursmálið. Miðflokksmenn voru vígreifir og gerðu sig líklega til að beita sömu aðferð í öðrum málum; kjötmálinu, sameiningu Seðla- bankans og Fjármálaeftirlits- ins, jafnvel málinu um kynrænt sjálfræði. Öll mál skyldi stoppa með leiðindum og ofbeldi. En sverðið reyndist tvíeggja. Umræðan varð stöðugt nei- kvæðari og að lokum byrjaði fylgið að síga. Almenningur kann ekki við þessi vinnubrögð og Miðflokksmenn sáu fram á að sogast ofan í hyldýpi í sum- arhitanum. Stjórnarliðar unnu störukeppnina og nú þurfa Miðflokksmenn að finna sér nýtt vopn. Vafasöm fjöl- miðlanefnd Fjölmiðlanefnd hefur nú úr- skurðað að frétt sem birtist á Vísi hafi brotið í bága við lög um fjöl- miðla. Í téðri frétt voru höfð eftir ummæli sem höfðu áður birst opinber- lega, það er að segja á samfé- lagsmiðlum. Verður þessi vegferð nefndar- innar að teljast undarleg í besta falli og hættuleg í versta. Að nefnd á vegum ríkisins taki sér þetta vald og setjist í sæti dóm- ara. Þeir sem telja á sér brotið hafa aðrar færar leiðir til að leita réttar síns. Það er að kæra til siðanefndar Blaðamannafé- lagsins eða til dómstóla. Eftir þennan úrskurð munu væntan- lega margir telja þessa leið bet- ur færa til þess að fá þá niður- stöðu sem þeir óska og mun kærum til fjölmiðlanefndar að öllum líkindum rigna inn. Fyr- ir nefndarmenn sjálfa er þetta góð leið til þess að halda sér á fjárlögum. Spurning vikunnar Hefur þú áhyggjur af loftslagsbreytingum? „Já, maður er náttúrulega að hugsa um þær.“ Margrét Þorkelsdóttir „Ekkert stórvægilegar, nei.“ Dagný Kristinsdóttir „Já.“ Friðrik Jónsson „Já.“ Heiðar Arnkelsson MYND: EYÞÓR ÁRNASON Sumarsólstöður Hér sést sólin kyssa sjón- deildarhring með útsýni yfir Faxaflóa og Akrafjall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.