Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 38
38 21. júní 2019
Sagt er að hinn vallakínski prins, Vlad Tepes, hafi verið fyrirmynd írska rithöfundarins
Bram Stoker að greifanum Drakúla.
Tepes varð frægur fyrir það að
beita óvægnum aðgerðum gegn
andstæðingum sínum, Tyrkjum, og
stjaksetja þá í stórum stíl. Senni-
legast er þó að hin raunverulega
fyrirmynd hafi verið önnur.
Elísabet Bathory, 1560-1614, var
SAKAMÁL
A
ndrei Chikatilo var kall-
aður „slátrarinn frá Ro-
stov“ og var hann einn af-
kastamesti raðmorðingi
sögunnar. Hann var dæmdur til
dauða árið 1992 fyrir 52 morð á
konum og stúlkum á öllum aldri.
Talið er þó að fórnarlömb hans
séu mun fleiri. Andrei var kynferð-
islega brenglaður og fékk aðeins
örvun við það að meiða, drepa og
afskræma fórnarlömb sín. Hann
náðist í eitt skipti en slapp þá fyr-
ir tilviljun og hélt morðæði sínu
áfram. Þegar hann loks náðist, eft-
ir tólf ár, hófust einhver skrautleg-
ustu réttarhöld í sögu Rússlands.
Hungursneyð og stríð
Andrei Romanovich Chikatilo
var fæddur árið 1936 í þorpinu
Yabluchne í Sovétríkjunum, nú
Úkraínu. Í æsku hans geisaði mik-
il hungursneyð af mannavöld-
um, eftir misheppnaða landbún-
aðartilraun Jósefs Stalín. Milljónir
Úkraínumanna dóu vegna henn-
ar. Fjölskylda Chikatilo var svo illa
haldin að þau átu laufblöð og gras
til að reyna að fylla magann. Móðir
Andrei sýndi honum mikla hörku
og barði hann stöðugt. Sérstaklega
eftir að hann meig undir en þau
sváfu í sama herbergi.
Stríðsárin og hernám Þjóðverja
voru engu skárri tími í þorpinu
þar sem Chikatilo fjölskyldan bjó.
Daglega sá Andrei lík á götum úti
og varð vitni að nauðgunum her-
manna. Þar að auki var faðir hans
handtekinn og sendur í þrælk-
unarbúðir. Á meðan var kveikt í
húsi fjölskyldunnar.
Afbrigðileg kynhvöt
Andrei sjálfur var afbragðs náms-
maður. Hann var feiminn og fyrir
vikið fyrirlitinn af samnemendum
sínum og lagður í einelti. Hann
þorði lítt að tjá sig, sérstaklega ekki
við stúlkur og konur. En hann vissi
af gáfum sínum og taldi sjálfan sig
æðri öðrum.
Kynferðisleg brenglun ein-
kenndi líf Andrei Chikatilo. Hann
leit á kynlíf sem skammarlegan
og skítugan hlut en á sama tíma
öfundaðist hann út í þá sem áttu
í góðum samböndum við konur.
Í þau fáu skipti sem hann sjálfur
varð náinn með kvenmanni átti
hann erfitt með að fá örvun nema
með því að meiða viðkomandi.
Þegar Andrei var aðeins fimmt-
án ára gamall sást þessi afbrigði-
lega hegðun hans fyrst. Þá reyndi
hann að nauðga ellefu ára gamalli
stúlku. Hún slapp í burtu en ótti
hennar kveikti í honum.
Áreitti nemendur
Árið 1954 sótti Andrei um að kom-
ast í lögfræðinám við Moskvuhá-
skóla og hélt að það yrði létt verk.
Hann féll hins vegar á inntöku-
prófinu og gekk þess í stað í Rauða
herinn. Hann lærði njósnir, starf-
aði fyrir KGB í Berlín og gekk í
Kommúnistaflokkinn.
Andrei vildi stofna fjölskyldu og
árið 1963 giftist hann ungri konu
að nafni Feodosia Odnacheva.
Það var aðeins tveimur vikum eftir
að systir hans hafði kynnt þau fyr-
ir hvort öðru. Árið 1965 eignuð-
ust þau dótturina Ludmilu og fjór-
um árum síðar soninn Yuri. Um
þetta leyti nam hann bókmenntir
og gerðist síðar kennari. En nem-
endurnir sáu hversu veiklundaður
maður hann var og hæddu hann
stanslaust í skólastofunni. And-
rei hafði enga stjórn á nemendum
sínum og sjálfsálitinu hrakaði enn
frekar.
Hin brenglaða kynhneigð hans
komst aftur upp á yfirborðið þegar
hann varð uppvís að því að ráðast
á fimmtán ára gamlan nemanda
og káfa á henni. Skólayfirvöld
gerðu hins vegar ekkert í mál-
inu. Seinna sást hann fitla við sig í
skólastofunni og njósna um stúlk-
ur á heimavistinni. Eftir margar
kvartanir var honum loks gert
að segja upp eða verða rekinn úr
skólanum. Hann fékk vinnu í öðr-
um skóla og hélt iðju sinni áfram.
Fyrsta morðið
Árið 1978, þegar Andrei var 42 ára
gamall, fannst honum sem dráp
væru eina leiðin til þess að hann
fengi kynferðislega örvun. Þetta
ár tældi hann hina níu ára gömlu
Yelenu Zakotnova út í kofa. Hann
reyndi að nauðga henni en gat það
ekki. Þess í stað tók hann upp hníf
og stakk hana margsinnis og kæfði
síðan með höndunum. Andrei
kastaði líki Yelenu í nálægt fljót og
fannst það tveimur dögum síðar.
Blóðslóð lá að vistarverum And-
rei og hann var yfirheyrður vegna
morðsins.
Andrei var hins vegar ekki
ákærður heldur annar maður,
Aleksandr Kravchenko, sem hafði
áður setið í fangelsi fyrir morð
og nauðgun á unglingsstúlku.
Kravchenko var fundinn sekur um
morðið á Zakotnovu og tekinn af
lífi árið 1983. Þetta gaf Andrei inn-
blástur. Hann taldi sig ósnertan-
legan og að hann gæti komist upp
með fleiri ódæði.
Afskræmingar
Næsta morð framdi hann árið
1981. Þá var hann hættur að
kenna og starfaði í stórri verk-
smiðju. Hann beið við strætis-
vagnastöð eftir fórnarlambi og
sá hina sautján ára gömlu Larisu
Tkachenko koma. Hann bauð
ALLAR ALMENNAR
FATAVIÐGERÐIR
TÖKUM AÐ OKKUR
Malarhöfða 2
8941825
Erum á
LOST.IS
SLÁTRARINN FRÁ ROSTOV
n Andrei Chikatilo myrti tugi stúlkna og kvenna n Afbrigðileg kynhvöt
Andrei Chikatilo Í stálbúri í
réttarhöldunum.