Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 32
32 21. júní 2019
Tímavélin
S
á orðrómur að Ronald
Reagan hafi verið af ís-
lenskum ættum, eða nán-
ar tiltekið af skagfirsk-
um ættum, komst reglulega í
umræðuna á síðustu öld. Til
dæmis í kringum leiðtogafund-
inn í Höfða árið 1986. En ekk-
ert fékkst staðfest í þeim efnum.
Orðrómurinn var ekki úr lausu
lofti gripinn heldur sneri hann
að faðerni Reagan. Það er að
hann væri hugsanlega launson-
ur Íslendings sem flutti vestur og
lék í Hollywood-vestrum, líkt og
Reagan sjálfur gerði.
Leikarinn sem varð forseti
Ronald Reagan þarf varla að
kynna. Hann var einn af áhrifa-
mestu forsetum Bandaríkj-
anna á síðustu öld og sat í emb-
ætti árin 1981 til 1989. Hann
er talinn helsti hvatamaður að
nýfrjálshyggjubylgjunni á ní-
unda áratugnum ásamt Margréti
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands. Haft var á orði að hann
hafi síðustu embættisár sín ver-
ið með Alzheimer’s sjúkdóminn
og aðrir í raun stjórnað bak við
tjöldin.
Áður en Reagan var kjörinn
forseti var hann ríkisstjóri Kali-
forníufylkis, árin 1967 til 1975.
Þar áður var hann Hollywood-
-leikari um áratuga skeið. Hann
lék í mörgum svokölluðum
B-kvikmyndum og vestrum og
þótti sjálfur ekki besti leikarinn
en hann náði samt töluverðri
frægð á því sviði. Auk þess var
hann giftur Óskarsverðlauna-
leikkonunni Jane Wyman, áður
en hann giftist Nancy Reagan
sem sat sem fyrsta frú.
Bill Cody
Faðir Ronalds Reagan, að
minnsta kosti á pappírunum,
var maður að nafni Jack Reagan.
Hann var farandssölumaður og
starfaði einnig í verslun í bæn-
um Tampico í Illinois-fylki. Jack
lést aðeins 57 ára gamall árið
1941 úr hjartaáfalli. Móðir Ron-
ald hét Nelle Wilson, kirkjuræk-
in húsmóðir, sem lést árið 1962.
Jack, Nelle og synir þeirra þrír
fluttu oft vegna starfa Jack og
voru ekki mjög efnuð. Þau voru
bæði af írskum ættum.
Inn í söguna kemur mað-
ur að nafni Bill Cody. Nánar til-
tekið William Joseph Cody Jr.
Enn nánar tiltekið Páll Pálsson
Walters. Cody var líkt og Rona-
ld B-myndaleikari í Hollywood.
Hann hóf feril sinn árið 1922
sem áhættuleikari og fékk
fastan samning hjá fyrirtækinu
Independent Pictures árið 1924.
Cody lék mestmegnis í vestr-
um, bæði þöglum og eftir að
hljóðmyndir komu til sögunnar.
Á fjórða áratugnum hóf hann að
ferðast um og skemmta á ródeó-
hátíðum víðs vegar um Ameríku.
Ekki er mikið vitað um æsku
Cody en hann var sonur hjón-
anna Páls Valdimars Eiríks-
sonar og Bjargar Jónsdóttur úr
Skagafirði. Þau fluttu til Kanada
árið 1887 eins og svo margir Ís-
Gamla
auglýsingin
Vísir 16. ágúst 1966
aðrir útsölustaðir
Epal - Laugavegi 70
EPAL - Harpa
Airport fashion - Leifsstöð
Reykjavik Raincoats
LAUGAVEGUR 62, 101 RVK
www.reykjavikraincoats.com
Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com
Bill Cody Vestur-íslensk Hollywoodstjarna.
SKAGFIRSKAR RÆTUR
RONALDS REAGAN
Launsyni komið í fóstur n Kirkjubækur lokaðar
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is