Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 29
Toppurinn 21. júní 2019 KYNNINGARBLAÐ Íslenska Flatbakan er fjöl-skyldurekinn veitingastaður sem var stofnaður árið 2015. Íslendingar eru greinilega komn- ir á bragðið því fyrirtækið opnaði nýverið nýtt útibú í Mathöllinni á Höfða og hefur verið nóg að gera hjá pizzugerðarmeisturum Íslensku Flatbökunnar í bæði Bæjarlind og Bíldshöfða. „Það hefur farið vel af stað hjá okkur í Mathöll Höfða. Stemningin er frábær og er húsið venjulega fullt í hádeginu og stöðugur straumur á kvöldin. Við finnum að fólk er að fíla að geta komið og sumir fá sér pizzur á meðan aðrir eru skella sér á ann- an stað,“ segir Guðmundur Gunn- laugsson, meðeigandi á Íslensku Flatbökunni. Íslenska Flatbakan: Allur skalinn í hollustu Pizzur þurfa ekki að vera óhollar og á Íslensku Flatbökunni er boðið upp á mikið úrval af hollum pizz- um. Allar pizzurnar eru úr súrdegi og eru einstaklega léttar í maga. Í Bæjarlindinni er einnig í boði glúteinskertur pizzubotn fyrir þá sem eru með glúteinóþol. En þeir sem vilja halda sínum pizzum vel hlöðnum af alls konar áleggjum geta alltaf treyst því að þeir verða ekki fyrir vonbrigðum því flestar pizzurnar á matseðlinum eru vel útilátnar. Tvær vinsælustu pizzurnar eru: Sú Döðlaða: Súrdeig, pizzasósa, ostur, pepperoni, beikon, döðl- ur, rauðlaukur og rjómaostur og svartur pipar. Sú Kjötaða: Súrdeig, pizzasósa, ostur, skinka, pepperoni, hakk, pip- arostur, rjómaostur, oregano og svartur pipar. Geggjuð tilboð í hádeginu: Pizza með 2 áleggjum og gos á aðeins 1.990 kr. Pizza af matseðli á aðeins 2.200 kr. Íslenska Flatbakan er til húsa að Bæjarlind 2 í Kópavogi og í Mathöll á Höfða, Bíldshöfða 9, 109 Reykjavík. Matseðil og fleiri upplýsingar er að finna á vefsíðunni flatbakan.is. Sjá einnig Facebook-síðuna: Íslenska Flatbakan. n Íslenska Flatbakan í Mathöll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.