Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 24
Toppurinn 21. júní 2019KYNNINGARBLAÐ Róaðu þig með Kajakferðum Að sigla í kajak er ein skemmtilegasta afþreying sem hugsast getur og er á nær allra færi að taka í árina og róa eins og vindurinn. Kayakferð- ir var fyrst stofnað árið 1995 og árið 2013 tóku þeir félagar, Gunn- ar Valberg og Magnús Ragnar við árinni. „Þetta hefur gengið vonum framar. Við erum með um 60-70 kajaka á okkar vegum og getum tekið allt að 60 manns í einni ferð. Við erum allajafna 4 sem sjáum um ferðirnar hjá fyrirtækinu. Þetta er hörkuhreyfing og alveg gífurlega skemmtileg,“ segir Magnús. Finnur ró í því að róa „Þetta eru mestmegnis eða um 75-80% Íslendingar sem koma í ferðir hjá okkur, og mér finnst þetta bara vera að aukast. Það er enda fátt sem jafnast á við það að vera einn með náttúrunni úti á hafi eða í fenjunum. Á góðum degi er þetta eins og andlegt jóga. Því fylgir svo mikil ró að róa með hafgoluna í andlitinu. Maður verður alveg endurnærður eftir svona túr. Fólk er líka himinlifandi eftir svona ferðir og þetta er komið inn á samfélags- miðlana nær samstundis. Við höf- um því lítið þurft að auglýsa okkur.“ Einstaklingar og hópar Kayakferðir bjóða upp á fjölbreytt- ar ferðir sem henta einstakling- um, vinahópum, fjölskylduhóp- um, gæsa- og steggjahópum, vinnustaðasamhristingum eða langtum stærri hópum. „Við höf- um verið með allt að 350 manna hópa. Þegar um svo stóra hópa er að ræða þá skiptum við þeim upp í minni hópa og skipuleggjum afþreyingarstöðvar með þrauta- brautum, sundi, leikjum, búbblu- bolta, ásamt kajakróðri, að sjálf- sögðu. Svo hrókerum við á milli og það fá allir að prófa allt.“ Vinsælustu ferðirnar hjá fjöl- skylduhópum eru án efa Róbinson Krúsó ævintýraferðirnar. Þá fer fjölskyldan af stað í leiðangur um fenjasvæði Stokkseyrar. Hópurinn er á eigin spýtum og fær kort til þess að rata eftir. „Það myndast alltaf stórskemmtileg stemning í þessum ferðum enda er fólk að kanna saman skemmtilega skurði og tjarnir með stórbrotnu fuglalífi. Sefið eru sumsstaðar svo hátt að það er næstum eins og maður sé kominn til Amazon. Það geta allir tekið þátt í Róbinson Krúsó ferðinni og þeir allra yngstu geta setið með eldri fjölskyldumeðlimi á tveggja manna kajak.“ Önnur vinsæl hópaferð er Power Challenge ferðin. Þá er róið bæði á vatni og sjó með leiðsögumanni. Aldurstakmark í ferðina er 14 ára. „Ferðin byrjar á því að róa eftir Löngudæl inn í þröngar rásir fenja- svæðisins. Þaðan er farið niður að Hraunsá og svo stoppað stutt áður en haldið er til sjávar. Siglt er á milli skerjagarðanna með sínum falleg- um lónum þar sem gestir komast oft í tæri við seli og fjölskrúðugt fuglalíf. Svo endum við í hinni sögu- legu Stokkseyrarhöfn.“ „Vindurinn er mesti óvinur kajaksins og er fyllsta öryggis gætts í öllum okkar ferðum. En ef vindur- inn er of mikill þá neyðumst við til þess að endurbóka eða aflýsa ferð- um. Við höfum sem betur fer ekki þurft að aflýsa mörgum ferðum, enda hefur veðrið verið algerlega óviðjafnanlega gott til kajakferða núna upp á síðkastið.“ Fjöldi tækifæra til afþreyingar á Stokkseyri „Við erum með aðgang að sund- lauginni hér á Stokkseyri svo að allir okkar gestir geta skellt sér í sund fyrir eða eftir kajakferð, sér að kostnaðarlausu, á opnunartíma sundlaugarinnar. Einnig getum við opnað laugina fyrir gesti gegn vægu gjaldi ef þeir vilja nýta sér aðstöðuna utan opnunartíma. Stokkseyri er frábær áfangastaður fyrir hópa til þess að eyða heilum degi. Að sjálfsögðu er skylda að koma í kajakferð, en svo er einn af rómuðustu veitingastöðum Íslands, Fjöruborðið í göngufæri. Einnig er gaman að kíkja í Draugasetrið eða líta við hjá Björgvini Tómassyni í Orgelsmiðjunni, en hann hefur smíðað orgel í fjölda kirkna á Ís- landi,“ segir Magnús. Hvað varðar sérferðir, þá erum við opnir og sveigjanlegir fyrir ýms- um fyrirspurnum og þess háttar og er um að gera að hafa samband við okkur á kayakferdir@gmail.com og skipuleggja eitthvert skemmti- legt ævintýri með okkur. Nánari upplýsingar um ferðir og fleira á kajak.is Fylgstu með á Facebook: Kayak- ferðir Stokkseyri Sími: 868-9046 og 695-2058 n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.