Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 25
Toppurinn 21. júní 2019 KYNNINGARBLAÐ Náttúrulækningar og lífstílsbreytingar reynast vel gegn mörgum kvillum Heiða Björk Sturludóttir hafði frá unglingsárum haft mikinn áhuga á náttúru, náttúru- lækningum og mataræði og drakk í sig bækur um austurlenska heimspeki og lækningajurtir. Þegar upp komu veikindi hjá syni hennar, leitaði hún í þennan reynsluheim eftir lækningu og meðferð og varð ekki fyrir von- brigðum. Einkennin hurfu á einum og hálfum mánuði „Sonur minn greindist níu ára gamall (2006) með Tourette‘s taugaröskun sem er talin ólæknandi. Þetta var farið að há honum mikið; kippirnir, kækirnir, sérkennilegu hljóðin sem fylgja og síðan þráhyggjan. Vinirnir fuku og sorgin var mikil. Lyf geta ekki læknað Tourette‘s en halda aðeins einkennum niðri og með mjög misjöfnum árangri. Við leituðum því til náttúrulækninga og með breyttu mataræði, bætiefnum, hreyfingu og lífsstílsbreytingu s.s. skertu skjáglápi o.fl. hurfu einkennin á um 1,5 mánuðum,“ segir Heiða Björk. Nánar má lesa um aðferð Heiðu við að fjarlægja einkennin af Tourette‘s, á vef hennar heidabjork.com undir Fræðslu. Fór í frekara nám til að hjálpa öðrum Eftir þennan góða árangur byrjuðu aðr- ir að leita ráða hjá Heiðu svo hún vatt sér í þriggja ára nám í næringarþerapíu til Bretlands, til að verða hæfari til að veita ráðgjöf um næringu og heilsu. „Til að svala enn frekar þorstanum í aukna þekkingu á austurlenskum vísindum skellti ég mér síðan í kennaranám í Kundalini-jóga. Þetta tvennt, nær- ingarþerapían og jógað vinnur ljómandi vel saman, þar sem öndunaræfingar, hugleiðsla og vissar æfingar styrkja mjög ónæmiskerfi, innkirtlakerfi og taugakerfi.“ Jók við sig þekkingu í Ayurveda „Ég hef einnig verið að bæta við mig þekkingu á indversku Ayurveda-heilsu- vísindunum, til að geta betur skoðað einstaklinginn og hvað hentar hverjum og einum. Samkvæmt Ayurveda erum við samsett úr þremur mismunandi orkulíkamsgerðum þar sem ein til tvær eru vanalega ríkjandi hjá hverjum og einum. Orkulíkamsgerðirnar flokkast síðan í undirorkugerðir og samsetn- ingarmöguleikarnir eru óendanlegir, enda eru engir tveir einstaklingar eins. Þá er mismunandi hvaða mataræði og lífstíll hentar hverjum og einum eftir því hver grunngerðin er. Ayurveda-fræðin geyma risavaxið kerfi utan um þessar grunngerðir og hvað skal gera til að halda þeim í jafnvægi og stuðla að góðri heilsu. Ég byrjaði að nota sérstak- an Ayurveda-heilsugreini fyrir nokkrum mánuðum síðan sem mælir grunnorku- líkamsgerðirnar út frá púlsi. Með tækinu mæli ég einnig streitu í líkamanum og heildarorku. Þetta er aðferð sem hefur verið notuð í Rússlandi til að fylgjast með líkamsástandi geimfara sem er ótrúlega spennandi!“ Mælir með að slaka ærlega á kerfinu Heiða lærði ennfremur yoga nidra- -tæknina sem þýðir jógískur svefn, en þar er fólk leitt inná við og djúpt niður í undirvitundina til að ná fullkominni slökun. Aðferðin losar um taugaspennu og rannsóknir hafa sýnt fram á mikil áhrif á flæði hormóna, taugaboðefna og vöðvaslökun. Hún segir fólk finna mikinn mun á verkjum og svefni, svo ekki sé minnst á jákvæðu áhrifin á konur sem eiga við vandamál að stríða á breytingarskeiði. Í þeim tilfellum segir hún að vissar jurtir virki eins og galdur í bland við reglulega ástundun á jóga nidra-djúpslökun. „Ég hef fundið miklar jákvæðar breytingar á sjálfri mér þar sem ég sjálf er á þessu stórkostlega breytingarskeiði sem getur verið hinn æsilegasti rússibani. Ég hef líka fund- ið á eigin heilsu hversu jákvæð áhrif það hefur á mig og minn sjúkdóm (lungnaslagæðarháþrýstingur) að slaka ærlega á kerfinu.“ Fólk kemur í ráðgjöf til Heiðu vegna mismunandi heilsufarsvandamála; sumir leita aðstoðar vegna meltingar- vanda og aðrir vegna orkuleysis, húð- vanda eða háþrýstings. Margir glíma við afleiðingar mikillar, langvarandi streitu sem getur valdið þunglyndi, orkuleysi og kvíða. „Fólk þarf að huga að því að veita líkamanum þau efni sem oft skortir eftir langvarandi streitutímabil, s.s. magnesium, B-fjölvítamín og C-vítamín. Vissar jurtir geta stutt nýrnahetturn- ar til að þola álag betur, en það eru þær sem eru undir mestu álagi vegna streitu, því þær þurfa þá að framleiða streituhormónin adrenalín og cortisol í stórum skömmtum og oft til lengri tíma. Langvarandi streita hefur einnig mjög neikvæð áhrif á skjaldkirtil og ýmis efni sem við fáum í okkur úr mat og drykk geta skaðað hann. Þetta er allt hægt að skoða með aðferðum næringar- þerapíu og gera æfingar sem styrkja nýrnahettur og skjaldkirtil. Ráðgjöf mín felur ekki bara í sér næringarráðgjöf og jurta- og bætiefnanotkun, heldur mæli ég einnig með vissum lífsstíls- breytingum, æfingum, hugleiðslu og öndunaræfingum. Svo mæli ég oft með vissum ilmkjarnaolíum til að ná fram ákveðnum áhrifum. Áhrifin af matar- æði, bætiefnum, jurtum, jóga og slökun eru svo stórkostleg á heilsu okkar að helst vildi ég að allir prufuðu á sjálfum sér, sérstaklega þeir sem þjást af ein- hverjum heilsufarskvillum.“ Heilsudekursferðir til Malaga Heiða er nú byrjuð að bjóða upp á heilsudekursferðir til Malagahéraðsins á Spáni. „Ég vildi sameina áhuga minn á náttúru, heilsugeiranum og spænskri menningu og leyfa öðrum að njóta með mér. Fyrsta ferðin var núna í byrjun júní og tókst frábærlega. Við stunduðum jóga, hugleiðslu og slökun úti í guðsgrænni náttúrunni, umvafin náttúruhljóðum og frísku lofti í fjöllum Malagahéraðs. Við fórum í gönguferðir, böðuðum okkur í tæru uppsprettu- vatni og nutum góðs félagsskapar. Við slepptum örvandi drykkjum s.s. áfengi og kaffi á meðan á dvölinni stóð og borðuðum næringarríka grænmetis- fæðu að miklu leyti lífrænt ræktaða úr héraði. Maturinn var dásamlega bragð- góður og nærandi og laus við gluten, kúamjólk og viðbættan sykur. Það þurfti enginn að hafa áhyggjur af stífluðum meltingarvegi eins og svo oft er þegar fólk fer erlendis í frí. Þetta verður klár- lega endurtekið aftur næsta ár í júní og aftur í október. Þeir sem vilja skrá sig mega hafa samband við mig í vefpósti, heida@heidabjork.com.“ Námskeið í Heillandi hug og Systrasamlaginu Heiða hefur haldið námskeið í heilsu- og fræðslusetrinu Heillandi hug í Hlíðasmára í Kópavogi. „Ég reyni að samræma jóga og næringarráðgjöf á námskeiðunum mínum og býð því upp á hreinsandi og uppbyggjandi safa eða aðra hollustu í bland við stutta fræðslufyrirlestra, jóga, hugleiðslu og slökun. Eitt slíkt námskeið hefst 24. júní og stendur yfir í viku og annað þann 1. júlí. Einnig hef ég verið með stutt kvöldnámskeið hjá Systrasamlaginu um áhrif næringar og lífstíls á andlega og líkamlega heilsu eða um gerð kefirs og kombucha sem eru stórkostlega heilsu- eflandi góðgerladrykkir,“ segir Heiða og býður alla velkomna á námskeið hjá sér. Nánari upplýsingar má nálgast á heidabjork.com n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.