Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 46
46 FÓKUS - VIÐTAL 21. júní 2019 PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI YFIRHEYRSLAN Lexi Lexi er 24 ára rappari úr Vesturbænum í Reykjavík og þekktur sem meistari í lífinu – en einnig undir listamannsnafninu Drengur. Hann hefur nýlega fengið meiri og meiri athygli innan reykvísks tónlistarlífs, er nýkominn frá Berlín úr landvinningum og útrás og kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sunndaginn 23. júní. Hann hefur nú þegar gefið út 2 plötur: „Tæpur Ungur Drengur“ og „Tengdur Drengur“ sem eru á Spotify núna og er með tvær plötur á leiðinni sem er mixtapeið „Kútarnir mínir“ og stúdíóplatan „Ekki lengur Drengur“. Hjúskaparstaða og börn? Ég á 2 kúta, kæró og hvutta. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki? Leeeeeexxxxxi! Skemmtilegast að gera? Vera ég! En leiðinlegast? Ímynda mér að það sé leiðinlegt að vera einhver annar. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er alltaf bestur. Versta ráð sem þú hefur fengið? Frá sjálfum mér eða öðrum? Hver er fyrsta minningin þín? Óljós. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert? Að grafa bróður minn. En mest gefandi? Herkúles Kútur Kútason voffinn minn. Hver myndi skrifa ævisögu þína? Ég. Hver annar? Hefur þú fallið á prófi? Fékk gráðu þótt ég mætti ekki í próf. Uppáhaldshljómsveit og af hverju? Drengur vegna þess að hann er Tengdur. Stærsta stund þín í lífinu? Ég ætla að vona að hún sé ekki kominn ennþá. Ertu trúaður eða trúir þú á æðri mátt? Ég hugsa ekki. Mannkostir þínir? Ég skokka hratt og er rosa röskur. En lestir? Ég er mínir eigin lestir. Skrýtnasta lífsreynslan í tónlist- arbransanum? Að hitta Martein BNGRBOY, vera plataður í að rappa og allt sem er í gangi núna. Eitthvað að lokum? Vinnum í bænum langt eftir lokun. Réttlætisgyðjan heillar rapparann R apparinn Herra Hnet- usmjör bætti glænýju húðflúri í safnið í vik- unni hjá húðflúrmeist- aranum Chip Baskin á stof- unni Reykjavík Ink. Rapparinn valdi sér táknrænt flúr af Lady Justice, eða réttlætisgyðjunni, á vinstri handlegg, en auk þess að vera notað yfir kven- kyns dómara í Bandaríkjunum, er gyðjan sterkt tákn réttlæt- is. Styttur af réttlætisgyðjunni er að finna fyrir utan fjölmörg dómshús víðs vegar um heim, þar á meðal hæstaréttinn í Kanada og við inngang hæsta- réttarins í Róm á Ítalíu. Þá er gyðjan vinsælt viðfangsefni í myndlist og dægurmenningu og prýddi til að mynda plötu- umslag And Justice For All með Metallica. Ýmsar útgáfur eru til af gyðj- unni en herrann ákvað að fá sér gyðjuna þar sem hún held- ur bæði á sverði og vog með bundið fyrir augun. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og því á gyðjan ekki að sjá neitt, sverðið táknar hefnd réttlæt- is og vogin táknar að allir eiga að fá það sem þeir eiga skilið, hvorki minna né meira. Rétt- lætisgyðjan bætist í hóp fjöl- margra húðflúra rapparans, en hann er til að mynda með hjarta og áletrunina Mamma á hægri framhandlegg, póst- númerið 203 við hægri úlnlið og einkennisorð sín Kóp Boi yfir sig miðjan. Herra Hnetusmjör í stólnum. Réttlætisgyðjan bætist í safnið. Sendir Whoopi Goldberg tóninn A ktívistinn og rithöf- undurinn Þórdís Elva Þorvaldsdóttir læt- ur leikkonuna Whoopi Goldberg heyra það í sögu sinni á Instagram, eftir um- mæli þeirrar síðarnefndu um leikkonuna Bellu Thorne eft- ir að óprúttinn aðili hótaði að leka nektarmyndum af henni á netið. Whoopi sagði það Bellu sjálfri að kenna að hakk- ari hafi nælt í myndir af henni og smánaði hana fyrir að taka af sér nekt- armynd- ir. Þórdís Elva hefur barist öt- ullega fyrir þolendur kynferðis- brota og segir ummæli Whoopi líkt og að segja við fórnarlamb nauðgunar að það hefði ekki átt að vera í svo stuttu pilsi. Þórdís Elva segist standa með Bellu og að skömmin sé ekki hennar. „Þú gerðir ekkert rangt. Þú og konur um allan heim mega taka myndir af líkama sínum á hvern þann hátt sem þeim sýnist og senda til þeirra sem þær vilja svo lengi sem það er sam- þykkt af báð- um aðilum. Og Whoopi má fokka sér.“ MYND: DV/EYÞÓR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.