Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 31
21. júní 2019 FRÉTTIR 31 A rnar Pétursson, mara- þonhlaupari flakkar í sumar á milli hlaupa- hópa um allt land í sam- starfi við Íslandsbanka. Arnar er 28 ára og hefur æft hlaup í átta ár. Hann hefur 25 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupi og árið 2017 varð hann Íslandsmeist- ari í níu mismunandi hlaupa- greinum. Arnar er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttar dægurmála- deildar DV, föstudagsþáttar- ins Fókus, þar sem hann gefur góð ráð þeim sem vilja byrja að hlaupa eða bæta sig í íþróttinni. Arnar æfir hlaup sem at- vinnumaður í dag og er með- fram því að skrifa hlaupabók sem mun heita Hlaupahand- bókin. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur bókin alls kyns fróðleik er varðar hlaup. Arnar æfði bæði körfu- og fót- bolta á yngri árum, en hvers vegna skipti hann úr hópíþrótt yfir í hlaup? „Það er skemmtileg saga. Þegar ég var sextán ára hljóp pabbi minn maraþon. Hann er enginn sérstakur hlaup- ari þannig séð, samt flottur. Ég ætlaði þá að hlaupa sjálfur en komst að því að ég varð að vera átján ára til að hlaupa mara- þon í Reykjavíkurmaraþoninu. Þegar ég var átján ára hafði ég tíma til að fara og ég skráði mig með tveggja vikna fyrirvara. Ég hafði aldrei hlaupið lengra en tíu kílómetra. Ég hugsaði að þetta gæti ekki orðið það erfitt fyrst pabbi gat gert þetta. Þegar ég sagði fjölskyldunni frá því fór allt í panikk. Það var eins og ég væri að fara í fallhlífarstökk án fallhlífar. Ég hljóp í þessu hlaupi og endaði á því að vera í öðru sæti af Íslendingum og slá eitthvað þrjátíu ára gam- alt Íslandsmet. Tveimur árum seinna prófaði ég að æfa heilt sumar fyrir þetta og þá endaði ég á að vinna Reykjavíkurmara- þonið. Þá var ekki aftur snúið.“ Arnar segist hafa verið haldinn miklum fordómum gagnvart hlaupi, talið þetta ein- hæfasta og leiðinlegasta sport veraldar – þá sérstaklega út af sárum æskuminningum þar sem hlaup voru notuð sem refs- ing á æfingum í hópíþróttum. „En vá, þetta er svo miklu fjölbreyttara en ég hélt og hund- rað sinnum meira gefandi en ég gat ímyndað mér. Þetta er líka svo einfalt því maður þarf í raun bara hlaupaskó til að fara af stað.“ n Góð uppbygging „Ef þú ætlar að byrja að hlaupa núna og æfa fyrir hlaup, byrjaðu þá á tveimur vikum þar sem þú ert bara að taka rólegt skokk og þegar þú ert að taka rólegt skokk, hægðu þá á þér þó þér finnist þú vera að fara of hægt. Farðu eins hægt og þú mögulega getur fyrstu tvær vikurnar. Ef þér líður vel geturðu farið oftar út að hlaupa og síðan geturðu sett meira inn í prógrammið.“ Ekki hægt að fara of hægt „Rólegt skokk er hægara en þú heldur. Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt. Stór lykill í velgengni er að hlaupa nógu rólega því það er erfitt að hlaupa nógu hægt. Þó þú sért skrefi fyrir ofan labb ertu að gera ótrúlega mikið fyrir líkamann,“ segir Arnar, en í hlaupaprógrömmum er oft talað um að taka daga inná milli þar sem á að skokka rólega. Hann mælir því alls ekki með því að hlaupa alltaf á sniglahraða. Hlaupastíllinn „Allur líkaminn tekur þátt í hlaupinu. Þú vilt helst vera með einhvern sem þekkir til til að sjá hvernig þú ert að beita þér og sem getur gefið þér ráð. Síðan viltu vinna alltaf í einum hlut í einu. Nota fjóra til sex mánuði til að hugsa um einn hlut til að bæta því þú vilt að þessi hlutur verði ósjálfráður.“ Andlega hliðin „Á erfiðum æfingum koma alls konar veggir. Það verður erfitt. Hvernig ætlarðu að bregðast við mótlætinu? Stór partur af því hvernig við aukum þraut- seigjuna er að átta okkur á því að það verði mótlæti. Ef þú áttar þig á því kemur ekkert á óvart. Til dæmis ef þú veist að það er brekka í hlaupinu þá ætt- irðu að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar mótlætið kemur. Þegar brekkan kemur ætlarðu að hugsa um að taka fleiri skref, því ef við tökum færri skref þá erum við að festast í brekkunni.“ Hlaupahópar „Hafðu einhvern með þér í því sem þú ert að gera, það hjálpar þér út úr dyrunum.“ Matarræði „Það sem er erfitt með svona ráðleggingar með mataræði er að þetta er oft svo einstak- lingsbundið. Sumir þurfa að borða fjórum tímum fyrir hlaup, aðrir þurfa að borða 45 mínútum fyrir hlaup. Nokkrar matartegundir eru slæmar. Að fá sér steik eða rautt kjöt er ekki gott rétt fyrir hlaup. Oft er ekki gott að fá sér mikið grænmeti rétt fyrir hlaup, en eftir hlaup er það mjög gott. Kolvetni er grunnorkugjafinn í hlaupum. Þú ert ekki að fara að ná langt og verða góður langhlaupari á ketó. Það er bara bull, því miður.“ „Það var eins og ég væri að fara í fallhlífarstökk án fallhlífar.“ „Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt“ Góð ráð um hvernig á að verða góður hlaupari n Kemst ekki langt á ketó Góð ráð fyrir hlaupara A thafnakonan og versl- unareigandinn Gerð- ur Huld Arinbjarnadótt- ir er um þessar mundir stödd á flakki um heiminn ásamt kærasta sínum Jakobi Fannari Hansen. Parið hefur í dágóðan tíma heillast af markþjálfanum Tony Robbins og hafa þau setið nokkur námskeið hjá honum víðsvegar um heiminn. Á dögunum fékk parið boð um að mæta í viðburð í Amsterdam sem einungis hundrað manns á vegum Tony Robbins fengu boð í. Viðburðurinn var haldinn til styrktar samtökunum „Free a Girl“ sem var stofnað árið 2008 með það að markmiði að frelsa ungar stúlkur sem hafa verið hnepptar í kynferðislegt þrælahald. „Þetta er sem sagt viðburð- ur sem er haldinn fyrir plat- ínummeðlimi hjá Tony Robbins. Hundrað manns var boðið að mæta og fengum við tækifæri til þess að styrkja þetta málefni og hjálpa til við að bjarga konum úr kynlífsþrælkun. Það kostar þús- und dollara að bjarga einni konu og sjá henni fyrir menntun til þess að geta hafið nýtt líf,“ segir Gerður í samtali við blaða- mann. Samkvæmt gengi eru þús- und dollar- ar tæplega 125 þúsund krónur. Mark- mið samtakan- anna er að opna augu fólks fyr- ir því hversu algeng kynlífsþrælkun barna er, bjarga þeim úr erfið- um aðstæðum og sjá þeim fyrir menntun og almennilegum lífs- gæðum. n Hjálpa til við að bjarga konum úr kynlífsþrælkun Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Gerður og Jakob ferðast um heiminn og gera góðverk Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.