Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 30
Toppurinn 21. júní 2019KYNNINGARBLAÐ ÁFERÐ ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU: Aurum skartgripir eru umhverfisvænir og fallegir Í Bankastræti 4 býr sannkallað-ur eðalsteinn, en þar er til húsa skartgripaverslunin Aurum. Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir er hönnuður þessara fallegu skart- gripalína, sem sækir innblástur sinn til íslenskrar náttúru. Verslun- ina Aurum eiga þau Guðbjörg og Karl Jóhann Jóannsson saman. Aurum um allan heim Skartið frá Aurum hefur vakið heimsathygli, og hlotið lofsamlega dóma hjá ferðavísum á borð við Condé Nast Traveler, Lonely Planet og tískutímaritunum Elle og Vouge. Þá má fylgjast með framgangi Aurum í tískuheiminum á sérstöku bloggi á heimasíðu verslunarinnar. Allir gripir Aurum eru handsmíð- aðir á Íslandi, en um 50 sölustaðir víða um heim hafa á boðstólum skart frá fyrirtækinu. Meðal þeirra landa þar sem hægt er að nálg- ast vörur frá Aurum eru Bretland, Bandaríkin, Ástralía og Kína auk Norðurlandanna, en lista yfir sölu- aðila má finna á aurum.is. Þar er að auki rekin vönduð vefverslun sem sendir vörur um allan heim í vönduðum umhverfisvænum gjafaumbúðum. Alúð, Umhyggja, Raunsæi, Umhyggja og Metnaður Aurum er latneska orðið yfir gull. Gildi fyrirtækisins, Ambition, Und- erstanding, Responsibility, Unity and Mindfulness mynda síðan orðið með upphafsstöfum sínum. Á íslensku gætu þau útlagst sem Alúð, Umhyggja, Raunsæi, Um- hyggja og Metnaður. Þessi gildi hafa verið leiðarljós hönnuðarins, Guðbjargar, frá upphafi, en hún stofnaði fyrirtækið árið 1999. Guðbjörg segir starf Aurum einkennast af markvissri vöruþró- un með áherslu á umhverfisvernd. Einungis endurunnir góðmálm- ar eru notaðir í skartgripina frá Aurum auk vottaðra eðalsteina. Þá hefur Guðbjörg gert tilraunir með náttúruleg efni sem annars færu í glatkistuna, og meðal annars unnið með hreindýraklaufir í hönnun sinni. Þá eru allar gjafaumbúðir fyr- irtækisins unnar úr blöðum mór- berjatrjáa, sem ekki þarf að fella til pappírsvinnslu. Áferð íslenskrar náttúru Hönnun skartgripanna hjá Aurum hefur frá upphafi sótt innblástur til íslenskrar náttúru. Guðbjörg segir að með árunum hafi hún fengið meiri áhuga á áferð málmanna, og þess sjáist merki í skartinu. Hver ný lína sé einstök og löng hönnunarvinna liggur að baki. Nýjasta línan, RÁN, en innblás- in af norrænu sjávargyðjunni og einkennist af mjúkum formum, hvössum línum, ljósi og skuggum. Þá býður Aurum uppá einstaklega fallega brúðkaupslínu, auk mik- ils úrvals af alhliða handgerðum skartgripum, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Aurum by Guðbjörg www.aurum.is Bankastræti 4, 101 Reykjavík. Sími: 551-2770 Netfang: info@aurum.is eða á facebookmessenger. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.