Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 10
10 21. júní 2019FRÉTTIR „Ég gerði þetta því ég hafði ekki um annað að velja“ Borghildur Guðmundsdóttir barðist fyrir forræði yfir börnum sínum við bandarískan hermann og hafði betur - Fékk morðhótanir - Glímir við afleiðingarnar ævilangt Þ etta hefur litað allt okkar líf og mun gera að eilífu. Ég og börnin mín vorum allt ann- að fólk fyrir þetta. Við erum í dag, að mér finnst, miklu betra fólk. Ég hefði ekki viljað sleppa þessari reynslu, þó hún hafi haft í för með sér gífurlegan andlegan kostnað,“ segir Borghildur Guð- mundsdóttir, ávallt kölluð Bogga. Bogga vakti athygli fjölmiðla hér heima og vestan hafs fyrir rúmum áratug þegar hatrömm forræðis- deila hennar við bandarískan barnsföður hófst. Í þrjú og hálft ár barðist Bogga fyrir sonum sínum tveimur, Brian og Andy, bæði fyr- ir dómstólum á Íslandi og í Banda- ríkjunum. Örlögin leiddu þau saman Bogga kynntist bandaríska her- manninum, Richard Colby Busching, sem í daglegu tali er kallaður Colby, árið 1998. Þau hitt- ust fyrst á Íslandi, nánar tiltekið á skemmtistaðnum Dubliner í mið- bæ Reykjavíkur. Í raun má segja að örlögin hafi leitt Boggu og Col- by saman því Bogga ætlaði alls ekkert að fara inn á þennan bar þetta kalda kvöld í marsmánuði. Svo fór að Bogga rak inn nefið og var kynnt fyrir bandarískum vin- um vinkonunnar. Í þessum vina- hópi var Colby. Bogga var alls ekki að leita að ástinni en fann hana al- gjörlega óvænt í örmum Colbys. Herinn kallaði en turtildúfurnar gátu ekki hugsað sér að vera að- skilin. Því gengu Bogga og Colby í það heilaga í september árið 1998 og stuttu síðar varð Bogga ólétt af eldri syni þeirra, Brian, sem verð- ur tvítugur á þessu ári. Í kjölfar- ið fluttu þau til Bandaríkjanna, Þýskalands og svo aftur til Banda- ríkjanna. Yngri sonur Boggu og Colbys, Andy, fæddist síðan í lok árs 2004. Colby var sendur í herþjónustu til Íraks og varð aldrei samur eftir það. Hann kom til baka breyttur maður – uppstökkur, áhugalaus og skapstór. Ekki bætti úr skák að líf Boggu sem eiginkonu hermanns var ekki dans á rósum. Hún var að mestu ein með börnin, flutti oft á milli staða vegna vinnu Col- by og náði því illa að festa ræt- ur. Colby byrjaði einnig að sýna Boggu hliðar á sér sem hún hafði aldrei séð áður. Hann eyddi um- fram efni, laug að henni og var far- inn að sýna af sér ofbeldishegðun. Kornið sem fyllti mælinn var þegar Bogga komst að því að Colby hafði búið sér til MySpace-síðu þar sem hann sagðist vera einhleypur og virtist vera kominn í einhvers kon- ar samband við aðra konu. Hjóna- bandi þeirra Boggu og Colbys lauk loks árið 2007. Við skilnaðinn ákváðu þau í sameiningu að Bogga myndi hugsa um börnin. Því var það sem fylgdi á eftir eins og blaut tuska í andlitið. Snemma árs 2008, þegar Bogga var nýlent í Bandaríkjunum eftir jólafrí á Íslandi og á leiðinni til að fá drengina sína í fangið eftir dvöl þeirra hjá ömmu sinni og afa yfir hátíðirnar, hringdi Colby í hana. Hann óð áfram að hennar sögn, sagðist ætla að hafa af henni allt – þar á meðal drengina. Í óðagoti, al- ein í landi þar sem hún hafði aldrei almennilega fest rætur, ákvað Bogga að fljúga með drengina sína til Íslands til að finna öruggt skjól. Í framhaldinu fór fram löng og ströng forræðisdeila, fyrst fyr- ir íslenskum dómstólum og síð- an fyrir bandarískum, sem end- aði með fullnaðarsigri Boggu árið 2011. Bogga leitaði heim til Íslands því hún átti möguleika á gjafsókn hér heima til að heyja þessa bar- áttu um forræðið. Íslenskir dóm- stólar dæmdu hana hins vegar til að snúa aftur til Bandaríkjanna, án dvalar- og atvinnuleyfis. Þar átti hún að verja sitt mál. Með hjálp góðs fólks náði hún að safna næg- um pening til að ráða bandarísk- an lögfræðing sem að lokum vann málið fyrir hana. Áfallastreituröskun á háu stigi Í dag hefur Bogga komið sér vel fyrir á Kársnesinu í Kópavogi. Auk Andy og Brian á hún son úr fyrra samband, hann Gumma, sem er uppkominn og býr í Finnlandi. Andy og Brian búa hjá henni og sambýlismanni hennar, Ey- þóri Österby. Hann á sjálfur þrjú börn og saman hafa þau náð að skapa sér gott líf saman síðustu ár. DV fylgdist vel með forræðis- deilu Boggu á sínum tíma og var það undirritaður blaðamaður sem skrifaði einna mest um hana. Á þessum áratug sem liðinn er hef- ur Bogga lítið breyst á yfirborðinu. Það er ansi stutt í húmorinn, hún er ákveðin, liggur ekki á skoðun- um sínum en tekur jafnframt á móti blaðamanni með mikilli hlýju og kærleika. Það sem hefur breyst undir yfirborðinu er síðan önnur saga. Sú Bogga sem blaða- maður kynntist fyrir öllum þess- um árum óð áfram, algjörlega ein- beitt í sinni baráttu, og náði oft varla andanum. Bogga er í dag umlukin ró. En hún játar það fús- lega að þessi barátta og allt sem henni fylgdi tók sinn toll. „Ég er með áfallastreiturösk- un á frekar háu stigi, sem ég mun kljást við að eilífu. En ég hef lært að takast á við hana, og það vel. Ég hef farið á fullt af námskeiðum og talaði mikið við sálfræðinga. Brian þjáist af miklum kvíða sem hann gerði ekki áður. Hann þol- ir illa áreiti. Hvað varðar Andy þá hefur hann blessunarlega svolítið sloppið. Hann var lítið að pæla í því að það væri eitthvað athuga- vert í gangi. Svo lengi sem ég var nálægt þá var allt í góðu. Hann var svo ungur en Brian var á við- kvæmum aldri,“ segir Bogga. Hún sjálf fær einnig regulega kvíðaköst ef eitthvað er ekki eins og það á „Hann er þakk- látur fyrir það að ég barðist fyrir strákunum“ MYND: EYÞÓR/DV Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.