Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 21. júní 2019
„Ég er þung og mikil en ég
er fullkomlega heilsuhraust“
Ragnheiður Ósk er sterkasta kona Íslands - Lætur gagnrýni um holdarfar sitt ekki hafa áhrif á sig
R
agnheiður Ósk Jónasdóttir
aflraunakona hefur heillast
af því að vera sterk frá unga
aldri. Þegar hún var orðin
eldri rakst hún á viðtal við sterk-
ustu konu Íslands þar sem einnig
var verið að sýna frá keppninni.
Það var á þá sem Ragnheiður átt-
aði sig á því að þetta sport væri
eitthvað fyrir hana. Það var þó ekki
fyrr en nokkrum árum síðar sem
hún tók þátt í sínu fyrsta móti þar
sem hún lenti í 9. sæti af 14. Segir
Ragnheiður þá keppni hafa mark-
að tímamót í lífi hennar og eftir
það varð ekki aftur snúið.
Í dag ber Ragnheiður titilinn
Sterkasta kona Íslands og æfir
hún aflraunir af kappi auk þess
að stunda kraftlyftingar. Ragn-
heiður ræddi við blaðamann um
lífið sem kona í aflraunum, hvað
íþróttin hefur gert fyrir hana og þá
fordóma og gagnrýni sem konur í
kraftsporti hafa þurft að mæta.
Hafði aldrei æft kraftasport
„Ég man að í viðtalinu sem ég sá
var sýnt frá mótinu og ég hugs-
aði hvað ég væri mikið til í að gera
einmitt þetta. Sportið var mjög
spennandi og ég vissi strax að ég
hefði gaman af því. Það að sjá kon-
ur líka stunda þetta en ekki bara
karlmenn var æðislegt, en það var
ekki fyrr en mörgum árum seinna
sem ég tók þátt. Þá sá ég auglýst
eftir þátttöku í Sterkustu konu Ís-
lands og á þeim tíma hafði ég ekki
æft neitt kraftasport en var byrjuð
að taka mig á í ræktinni eftir barns-
burð. Ég ákvað í algjöru flippi að
láta vaða og eftir það varð ekki aft-
ur snúið,“ segir Ragnheiður.
Ragnheiður er í dag tuttugu og
átta ára gömul, búsett í Hafnarfirði
ásamt unnusta sínum og fjögurra
ára gömlum syni þeirra. Ragn-
heiður æfir aflraunir að minnsta
kosti fimm sinum í viku og stund-
um oftar. Segir hún muninn á
kraftlyftingum og aflraunum oft
vera misskilinn meðal fólks og
þrátt fyrir að hún stundi gjarnan
báðar íþróttirnar þá séu aflraunir
hennar sterkasta hlið.
„Aflraunir snúast um að vera
sterkust eða sterkastur og að koma
hlutum frá A til B. Kraftlyftingar
snúast hins vegar um þrjár stórar
og tæknilegar lyftur, bæði flokkast
þetta þó undir kraftasport. Æfingar
mínar er rosalega fjölbreyttar en í
grunninn geri ég styrktaræfingar
ásamt tæknilegum lyftum.“
Ótrúleg upplifun að sigra
Segir Ragnheiður aflraunirnar
gera mikið fyrir sig bæði andlega
og líkamlega.
„Maður setur sér markmið og
vinnur eins og maður getur til þess
að ná þeim, síðan uppsker mað-
ur. Þetta hefur hjálpað mér að sjá
hvers ég er megnug og hefur það
komið sjálfstrausti mínu á þann
stað að í dag veit ég hver ég er og
hvað ég hef að bjóða.“
Á síðasta ári tók Ragnheið-
ur þátt í keppninni um titilinn
Sterkasta kona Íslands í fjórða
skiptið og bar hún þá sigur úr být-
um í fyrsta sinn síðan hún hóf að
taka þátt.
„Ég ber titilinn fram að næsta
móti sem verður haldið 27. júlí
næstkomandi. Þá kemur í ljós
hvort ég haldi honum eða hvort
önnur kona sigri og taki hann. Það
var ótrúlegt að sigra þessa keppni.
Ég var svo glöð að öll vinnan sem
ég hafði lagt á mig skilaði sér.“
Konur eiga bara að vera sætar
og sexí
Aðspurð út í fordóma eða gagnrýni
á konur í íþrótt sem lengi hefur ver-
ið kennd við karlmenn segist Ragn-
heiður ekki beint hafa fundið fyrir
því persónulega en að mjög aug-
ljóst sé að viðhorf margra sé enn
úrelt.
„Konur eiga bara að vera sætar
og sexí á brennslutækjunum. Það
er ekkert að því ef að konum finnst
skemmtilegt að æfa svoleiðis, alveg
alls ekki en þessi forræðishyggja
varðandi það að allar konur skuli
vera eins, og það að konur eigi ekki
að vera stórbyggðar eða sterkar er
mikil. Maður sér gagnrýni á miðl-
um, í samfélaginu og úti í heimi.“
Telur Ragnheiður tímana sem
betur fer vera að breytast en viður-
kennir að hlutirnir gerist ekki nema
að konur sjálfar breyti þeim.
„We are the change, eins og ein
góð vinkona mín segir. Ég reyni mitt
besta til að fá fleiri tækifæri fyrir
okkur konurnar að koma sportinu
á framfæri og ég sé að fleiri kon-
ur eru að bætast við. Það er svo
æðislegt að kynnast þeim konum
sem taka þátt og það er svo góður
andi á milli allra. Það besta í þessu
er að við hvetjum allar hvor aðra
sama þótt við séum andstæðingar.
Maður vonar alltaf að hinum takist
það sem þær eru að gera. Smátt og
smátt er viðhorfið að breytast.“
Sagt að hún ætti að grenna sig
Á dögunum fékk Ragnheiður gagn-
rýni á holdafar sitt þar sem henni
var tjáð að hún væri slæm fyrir-
mynd og að hún ætti að grenna sig.
„Fyrir ári síðan hefði ég tekið
þessu illa og farið í vörn, en í dag
veit ég hver ég er og ég læt ekki fólk
með sínar skoðanir á mér hafa áhrif
á mig. Ég er þung og mikil en ég er
fullkomlega heilsuhraust fyrir utan
smá bakverki sem ég er löngu orðin
vön enda glímt við þá síðan ég var
krakki. Ég borða í takt við það sem
ég er að gera og er með þjálfara sem
mælir mig og tekur stöðuna á mér.
Blóðþrýstingur og almenn heilsa
hefur alltaf verið tipp topp og bara
til þess að koma með dæmi, til
þess að sýna fólki að kílóafjöldi eða
stærð segi ekki neitt til um heilsu
manneskjunnar eða það hvern-
ig hún er byggð að innan, þá er ég
130 kíló en af þeim eru aðeins 35
kíló fita.
Það að horfa á einhvern einstak-
ling gerir fólk ekki að heilsufars-
löggum og það að þykjast hafa
„áhyggjur“ af heilsu fólks er bara til
þess að fela fitu- og líkamsfordóma.
Fólk á að geta verið til án þess
að ókunnugir skipti sér af heilsu
þeirra, vitandi ekkert um lífshætti
manneskjunnar. Við eigum öll skil-
ið að vera til og vera hamingju-
söm í okkar skinni. Við deyjum jú
öll á endanum og ég ætla ekki að
vera gellan sem allir muna eftir af
því að hún var vel vaxin, sæt og fín
fyrir samfélagið. Nei, fólk man eft-
ir okkur vegna þess sem við ger-
um í lífinu, hvernig manneskjur við
erum að innan og hvernig við kom-
um fram við aðra. Ég ætla því ekki
að láta svona skoðanir hafa áhrif á
mig. „You do you,“ og ég reyni mitt
besta að bera boðskap þess að elska
sjálfan sig og hugsa vel um sig.“
Ætlar að reyna að verja titilinn
Þann 17. júní síðastliðinn tók
Ragnheiður þátt í keppni sem heit-
ir Stálkonan og landaði hún þriðja
sætinu í þeirri keppni.
„Stigin skiptust rosalega jafnt
á milli okkar allt mótið en ég end-
aði í þriðja sæti. Þetta var sjúk-
lega skemmtilegur dagur og því-
líka blíðan sem við fengum. Það
var líka rosalega mikið af fólki að
horfa og góð stemning. Ég tek næst
þátt í mótinu Valkyrja og Víking-
ur Hornafjarðar sem haldin verð-
ur á Humarhátíðinni á Höfn og svo
mun ég reyna að verja titilinn um
Sterkustu konu Íslands þann 27.
júlí. Þetta er það skemmtilegasta
sem ég geri og ég hvet konur sem
hafa áhuga á svona sporti að láta
vaða og prófa. Hugsið vel um ykk-
ur og gerið það sem þið viljið, ekki
leyfa skoðunum annarra hafa áhrif
á ykkar hamingju. Ef ykkur vant-
ar stuðning til þess að byrja þá er
ég, ásamt fleiri konum, alltaf til í að
hjálpa öðrum að komast af stað.“ n
Jón Páll Sigmarsson:
Karakterinn og manneskjan sem
hann hafði að geyma var æðisleg
og það er það sem hann er þekkt-
astur fyrir í aflraunaheiminum
fyrir utan styrkinn auðvitað.
Lilja B. Jónsdóttir:
Hún er hörkudugleg, jákvæð og
góð manneskja út í eitt. Hún er
mín fyrsta fyrirmynd í aflraunum
kvenna á Íslandi.
Donna Moore:
Hún er bara svo flott og hrikaleg.
Enda sterkasta kona heims!
Karen Skalvoll:
Ég kynntist henni árið 2017 þar
sem við kepptum á sama móti
en hún í flokki fatlaðra. Hún er
með lungnasjúkdóm sem mun
einn daginn draga hana niður
sex fetin en hún lætur það ekki
stoppa sig í því að gera það sem
hún vill og elskar. Hún er einstök
og hún á hjarta mitt.
Ellen Lind Ísaksdóttir:
Hún er besta vinkona mín, er
með sinn eigin rekstur og er
hörkudugleg að æfa og keppa
með mér. Svo er hún líka æðisleg
góð manneskja.
Fimm fyrirmyndir Ragnheiðar:
Aníta Estíva Harðardóttir
anita@dv.is
Karen Skalvoll
„Fólk á að geta
verið til án þess
að ókunnugir
skipti sér af
heilsu þeirra“
M
Y
N
D
: D
V/
EY
Þ
Ó
R