Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 40
40 FÓKUS 21. júní 2019 Manu Bennett 49 ára Nýsjálenski maórinn og leikarinn er heillað- ur af Íslandi og dvelur hér löngum stundum. Hann má oft sjá á kaffihúsi í miðborginni þar sem hann skrifar handrit að kvikmynd byggðri á sögunni um Axlar-Björn. Hann er forvitinn um menn og málefni og uppfullur af sögum og fróðleik, enda víðlesinn um fjölda þjóða. Björn Boði Björnsson 20 ára Erfingi World Class starfar í fjöl- skyldufyrirtæk- inu, og nýtur þess að ferðast og njóta lífsins. Hann hefur áhuga á heilsu og tónlist og hefur meðal annars farið á Coachella síðastliðinn tvö ár. 12 einhleypir og eftirsóttir Það er engin frétt að íslenskir karlmenn eru fram úr hófi fríðir, skemmtilegir og hæfileikaríkir. Það er engin ástæða að leita langt yfir skammt vilji maður kynnast einhleypum karlmanni, því nóg úrval er af íslensku víkingunum. Fókus leitaði til nokkurra álitsgjafa kvenþjóðarinnar um hvaða karlmenn ættu heima á listanum og kom fjöldi nafna upp. Þessir 12 eiga það sammerkt að vera einhleypir, menn sem eru hæfileikaríkir hver á sínu sviði, en misáberandi og misþekktir. Sigurður Þorri Gunnarsson 30 ára Siggi Gunnars út- varpsmaður er einn sá skemmti- legasti sem fyrir- finnst. Yndislegur gleði- og orkubangsi, sem kennir troðfulla spinningstíma milli þess sem hann stjórn- ar þáttum í útvarpi og ferðast til útlanda, helst sólarlanda eins og borgarinnar Sitges. Örvar Helgason 44 ára Fulltrúi sjómannastéttarinnar er þessi skemmtilegi hafnfirski stuðbolti, sem er ófeiminn við að fækka fötum fyrir myndavélarnar. Örvar er jafn handlaginn á láði og legi, netið á sjó og hamarinn í Hafnarfirði, en honum fellur aldrei verk úr hendi þó hann sé í fríi frá togaranum. Bjarni Jóhann Þórðarson 47 ára Bjarni er hávaxinn herramaður með græna fingur enda eigandi garð- vinnufyrirtækisins Garðar best. Sálaraðdáandi og tennisleikari sem fer létt með að glæða gleði hvert sem hann fer. Stefán Máni Sigþórsson 49 ára Einn sá allra besti á ritvellin- um, dökkur og drungalegur yf- irlitum með fullt af flúrum, en ljúfur og næs strákur. Stefán færi létt með að skrifa og lesa sögur fyrir þig. Guðmundur Fylkisson 53 ára Gummi er laganna vörður, einstaklega fær í sínu starfi og virtur bæði af félögum og þjóð- inni. Ljúfur og skemmtileg- ur bangsi, sem þykir vænt um menn sem og málleysingja, en hann sér um Project Henry, verkefni sem annast fugla í Læknum í Hafnarf- irði. Pétur Örn Guðmundsson 47 ára Pétur er skemmtikraftur af guðs náð, eins og sjá má á snappinu hans Grameðlan, þar sem hann gantast með daglega lífið og starfið. Tónlistarmaður og leikari, ljúfur og skemmti- legur kattavinur og nörd með gríðarlegan áhuga á Star Wars og því tilvalið að ræða mynda- bálkinn saman. Gunnþór Sigurðsson 58 ára Gunnþór er bassaleik- ari pönkbandsins Q4U, einn harðasti KR-ing- ur sem landið hefur alið og starfsmaður Pönk- safnsins í Bankastræti 0, þar sem hann miðlar fróðleik til erlendra sem innlendra gesta. Kolbeinn Óttarsson Proppé 46 ára Kolbeinn situr á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna-grænt framboð, sagn- og íslensku- fræðingur með einlægan áhuga á mönnum, málefn- um og stjórnmálum. Utan þings grípur Kolbeinn í gít- ar sem hljómborð, auk þess að vera mikill náttúruunn- andi og dýravinur. Birkir Bjarnason 31 árs Birkir er leikmaður ís- lenska landliðsins í fót- bolta og Aston Villa, ljós- hærður og litfríður og heillar innan sem utan vallar. Oft nefndur „þessi með fallega hárið“. Páll Óskar Hjálmtýsson 49 ára Þjóðargersemi og einn vin- sælasti „performer“ lands- ins. Ljúfur, myndarlegur, hæfileikaríkur, með gríðar- legan áhuga á „splatter“ kvikmyndum og því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þú ættir annað líf, betra líf með Palla þér við hlið. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Bjarni er lengst til hægri á myndinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.