Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 48
21. júní 2019 25. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Do, re, mý... Lítt þekkt ættartengsl: Rapparinn og stjörnutálgarinn T ónlistarmanninn og leikstjórann Ágúst Bent Sigbertsson þarf vart að kynna, en hann sló fyrst í gegn á Íslandi í hljóm- sveitinni XXX Rottweiler- hundar upp úr aldamótunum síðustu. Undanfarin ár hef- ur hann einnig gert garðinn frægan í sjónvarpsheiminum og lék til að mynda í Ófærð og leikstýrði Steypustöðinni auk þess sem hann vann náið með Steinda Jr. þegar hann var með sína eigin grínþætti. Ágúst er litli bróðir stjörnutálgarans Svövu Sigbertsdóttur sem hef- ur verið búsett í Bretlandi síðan árið 2004. Svava hefur lagt hart að sér síðustu ár til að koma þjálfunaraðferð sinni The Vik- ing Method á framfæri. Hún gaf nýverið út sína fyrstu bók um aðferðina og þjálfar stór- stjörnur á borð við söngkon- una Nicole Scherzin- ger og Amöndu Holden, dómara í hæfileika- þættinum Britain’s Got Talent. Hleypur 12 kíló- metra hvert kvöld N ýlega var næsta leik- ár Borgarleikhússins kynnt og kennir þar ým- issa grasa. Meðal sýn- inga sem settar verða upp er Ég hleyp, sem er úr smiðju danska leikskáldsins Line Mørkeby. Verkið fjallar um mann sem byrjar að hlaupa eftir barnsmissi og höndlar þannig sorgina sem fylgir þess- um harmleik. Um einleik er að ræða og fer leikarinn Gísli Örn Garðarsson með hlutverk mannsins, en tekjur hans af sýningunni renna til samtak- anna Nýrrar Dögunar, Bergs- ins, Ljónshjarta og Dropans. Á vef Borgarleikhússins kem- ur fram að Gísli sé algjörlega óvanur hlaupari og finnist fátt leiðinlegra eða erfiðara. Það mun líklega breytast í æfinga- ferlinu því Gísla reiknast til að hann hlaupi tíu til tólf kíló- metra á hverri einustu sýningu. Illskeytt innflutningsgjöf T ónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdótt- ir er flutt í einbýlishús í Hveragerði, en Þórunn leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með flutningunum um síðustu helgi. Þórunn hefur síðustu ár hreiðrað um sig í snoturri íbúð í miðbæ Reykjavíkur en er þó ekki ókunnug í Hveragerði þar sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmunds- son og eiginkona hans Jenný Borgedóttir leikskóla- kennari, hafa búið sér til fallegt heimili þar undanfar- in ár. Þórunn er gengin 33 vikur með sitt annað barn og náði að koma sér fyrir í húsinu í Hveragerði á mettíma. Hins vegar fékk Þórunn frekar kuldalega innflutn- ingsgjöf þegar hún var búin að hreiðra um sig í blóma- bænum. Plágan sem hefur breitt úr sér í Hveragerði, sjálft lúsmýið margfræga, tók á móti Þórunni og lét til skarar skríða með tilheyrandi bitum, kláða og óþægind- um. Var Þórunn svo illa farin af bitum að hún þurfti að leita sér læknisþjónustu seint um kvöld í hinum nýja heimabæ sínum til að fá bót sinna meina. Þórunn náði sér samt fljótlega aftur á strik og hélt kyrru fyrir í kjölfar læknisheimsóknarinnar. Alþekkt er að óléttar konur eigi að forðast sterk lyf og því vont að lenda í þessum vá- gesti svo seint á meðgöngunni. Lúsmýið, þessar örsmáu flugur sem bíta allt sem fyrirfinnst, virðast einkar hrifnar af tónlistarmönnum. Áður hafa verið sagðar af því fréttir að tónlistarmennirnir Karl Tómasson og Bubbi Morthens, sem búa báðir við Meðafellsvatn, hafi kvartað undan bit- um flugunnar. Stóra spurning er þá: Hvaða tónlistarmaður verður næst fyrir barðinu á lúsmýinu ógurlega?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.