Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 26
Toppurinn 21. júní 2019KYNNINGARBLAÐ Heiðarlegt handverk og náttúrulúxus frá Marokkó NÚS/NÚS: Ein skemmtilegasta verslun á Íslandi, NúsNús, býður upp á gullfallegar vörur frá Marokkó og er staðsett á Höfðanum í Reykja- vík. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu. „Við fórum af stað með þessa verslun í samstarfi við dóttur okkar, Birtu og Othman, mann- inn hennar. Þau búa núna í Marokkó með sína tvenna tvíbura til þess að geta sinnt innkaupum. Við kynntumst handverki Marokkómanna í gegnum þau og okkur datt í hug að Íslendingar kynnu einnig að meta þessa fallegu muni,“ segir Sigríður Þóra. Með tvíburana á bakinu Undirbúningurinn byrjaði fyrir þremur árum þegar Birta og Othman ferð- uðust um Marokkó þvera og endi- langa með eldri tvíburastelpurnar á bakinu. Þau fóru á milli framleiðenda og listamanna og fylgdust með þeim búa til fallega handgerða muni, sem einkenna marokkóska menningu. „Við kolféllum fyrir handbragðinu, gerðum bein viðskipti við framleiðendurna og hófum innflutning á þessum dásam- legu vörum.“ Hamingjuverð! „Allar vörur í versluninni eru handunn- ar úr náttúruefnum og það er ekki leiðinlegt að vera umkringdur svona einstökum vörum alla daga,“ segir Sigríður Þóra. „Okkar metnaður liggur í því að versla beint við framleiðend- ur. Það tryggir að handverksfólkið fái sanngjarnt verð fyrir vöruna. Þar sem við verslum flestallt milliliðalaust og leggjum eins lítið á og hægt er, þá náum við að halda verðinu sann- gjörnu. Við köllum þetta „hamingju- verð“ því það er enginn að okra á neinum.“ 100% náttúrulegar snyrtivörur „Við flytjum einnig inn náttúrulegar olí- ur og krem frá Marokkó. Til að mynda 100% hreina arganolíu (Argania spin- osa). Sjálf nota ég hana óspart enda má skipta henni út fyrir svo margar aðrar snyrtivörur. Hún kemur í staðinn fyrir andlitshreinsi, hárnæringu, and- litskrem, líkamskrem og margt ann- að. Einnig erum við með 100% hreint sheasmjör frá Malí, unnið úr hnetu sheatrésins (Vitellaria paradoxa). Hrein guðsgjöf fyrir þurra húð og exem. Hana nota ég líka í hárið.“ Að vökva húðina með kaktusfræjaolíu „Svo má ekki gleyma kaktusfræjaolí- unni. Hún er unnin úr fræjum kaktus- tegundar (Opuntia ficus indica) sem vex í Marokkó en það er magnað að segja frá því að kaktusfræjaolían inniheldur 150% meira E-vítamín en t.d. arganolía sem telst með bestu olíum heims. Hún hentar því einstaklega vel á húð sem er að eldast. „Við höfum fengið að kynnast þessu stórkostlega landi í gegnum tengdason okkar og dóttur og njótum þess að fá að fara reglulega í heimsókn til að sjá barnabörnin og skoða fallegt hand- verk“. Nánari upplýsingar og vefverslun má finna á nusnus.is Instagram: nusnusihus Facebook: nús/nús Funahöfði 17a, 110 Rvk. Sími: 566-8682, 660 7667 Netpóstur: nusnus@nusnus.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.