Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Blaðsíða 28
Toppurinn 21. júní 2019KYNNINGARBLAÐ Hágæða fæðubótarefni sem gera gott betra – Þín markmið – Þín grein Verslunin Leanbody hefur verið starfrækt í tæp 4 ár. Fyrst var verslunin staðsett í Hafnar- firði en er núna í Síðumúla 11. „Við höfum það að markmiði að þjónusta sem flesta hópa samfélagsins. Hvort heldur sem um ræðir íþróttafólk, fólk í almennri heilsurækt eða fólk sem vill einfaldlega láta sér líða betur. Hjá okkur færðu faglegar ráðleggingar í vali á þeim vörum sem hentar þér best. Við hlustum á viðskiptavininn, spyrjum spurninga til að fá betri innsýn í það hvað hentar viðkomandi best. Einnig getum við meðal annars vísað viðskiptavinum á þjálfara af báðum kynjum sem við vinnum með. Þetta eru þjálfarar sem við þekkjum og berum traust til. Við leggjum mikla áherslu á að upplýsa viðskiptavini okkar sem mest um vörurnar, hvenær og hvernig eigi að nota þær til að ár- angurinn sé sem bestur,“ segir Agnes Kr. Gestsdóttir, eigandi Leanbody. „Á þessum tíma höfum við feng- ið mikið af jákvæðum póstum og árgangursmyndum frá ánægðum viðskiptavinum og frá fólki sem hefur náð frábærum árangri með hjálp Leanbody-varanna. Það er það sem gerir þetta starf svo skemmtilegt. Til okkar leitar allskonar fólk og við ráðleggjum því eftir bestu getu. Ef við getum hjálpað á einhvern hátt þá er markmiði okkar náð. Fyrir suma er stórt skref að ganga inn í svona búð og við skiljum það vel. En það besta og skemmtilegasta við starfið mitt er þegar fólk kemur svo aftur með ár- angurssögur, það gerir mig bara svo glaða,“ segir Agnes. Mikilvægt er að vera ánægð/ur í eigin skinni Hvert sem markmiðið þitt er þá skiptir mestu máli að líða vel í eigin skinni. Það er engin töfralausn til, þetta er allt samspil nokkurra þátta. T.d það að stunda hreyfingu, borða hollt, huga að góðum nætursvefni og andlegu hliðinni spilar allt stóran þátt í auknum árangri og almennri vellíð- an. Ekkert fæðubótarefni eitt og sér breytir öllu, þess vegna er mikilvægt að hafa það hugfast að fæðubóta- efni gera einungis gott betra, þau hjálpa til. Þau geta hraðað árangri og endurbata, gefið orku, aukið úthald og styrk. „Ég hef séð magn- aðan árangur hjá fólki sem byrjar t.d. á að nota fatburner og antibloat til að koma sér af stað. En vissulega er ALLTAF skjótari árangur ef hreyfing er stunduð samhliða inntöku fæðu- bótaefna. Þó einungis sé um að ræða stuttar gönguferðir, heimaæfingar eða jóga. Allt er þetta spurning um hvað hentar viðkomandi best, öll hreyfing telur. Ekkert fæðubótarefni kemur í staðinn fyrir heilbrigt og hollt matarræði.“ Að setja sér raunhæf markmið Öll viljum við sjá árangur sem fyrst og það er það sem verður fólki oftast að falli þegar það byrjar í átaki. Algengt er að fólk fari of geyst af stað og endar með því að gefast upp. Tölur hafa sýnt að meira en 25% fólks sem setur sér markmið í byrjun árs fellur í fyrstu vikunni. Og meira en helming- ur allra sem setja sér markmið fyrir allt árið í byrjun janúar falla á þeim innan 6 mánaða, það er magnað! Það er oft sagt að það taki 4 vikur fyrir fólk að taka sjálft eftir breyting- um, 8 vikur fyrir vini og vandamenn og 12 vikur fyrir alla hina. Settu þér raunhæf markmið, minni markmið um það hvernig þú ætlar að ná því stóra, þannig kemstu nær því og þar með aukast líkurnar á að ná því,“ segir Agnes og bætir við: „Þetta er langhlaup sem verður að lífstíl, þetta tekur tíma, gefðu þessu tíma!“ Fyrirtækjaáskoranir „Við höfum tekið að okkur fyrirtækja- áskoranir þar sem við komum inn í fyrirtæki stór sem smá með það að markmiði að hvetja fólk til heilbrigðs lífernis, stunda meiri hreyfingu, gefum ráðleggingar og hvatningu. Með okkur mæta einkaþjálfarar af báð- um kynjum sem mæla starfmenn í byrjun átaksins og síðan aftur í lokin. Markþjálfi aðstoðar við markmiða- setningu og svo auðvitað ráðleggjum við um val á fæðubótaefnum ef fólk vill. Þetta hefur gengið mjög vel og dæmi er um að heilt fyrirtæki hafi misst tæplega 255 kg og 522 cm á 8 vikum. Ávinningurinn af svona átaki er gríðalegur, fyrst og fremst fyrir starfsmanninn sjálfan en einnig fyrir vinnuveitandan. Allt þetta skilar sér í bættri heilsu, betri líðan og færri veikindadögum.“ Að lokum Á heimasíðunni okkar leanbody.is geturu lesið allt um vörurnar okkar, haft beint samband við okkur, þjálf- ara og/eða lesið þér til fróðleiks. Við hvetjum alla til að kíkja á okkur í Síðu- múla 11. Við tökum vel á móti ykkur. Einnig erum við mjög virk á sam- félagsmiðlum. Fylgstu með okkur á Instagram: leanbody.is, facebook: Leanbody.is og snapchat: leanbody.is. Opnunartími Leanbody er: Allir virkir dagar 11:00-18:00. Laugar- dagar 12:00-15:00. n Fyrirtækjaáskorun lokið, allir sáttir með glæsilegan árangur. Agnes, eigandi Leanbody ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.