Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 1
Meðal efnis: • Stanslaust gæsapartý.....Bls. 23 • Bikarmót í hestaíþróttum.Bls. 30 • Vegafé er vandamál.........Bls. 12 • Nýja húshjálpin er vélmenni.........Bls. 18 • Fyrsta slætti víða lokið.........Bls. 4 • Þorskeidi í umhverfismat.......Bls. 2 • Gerum það sem er skemmtilegast. ..Bls. 16 • Samdráttur í stofnun ehf........Bls. 4 • Kvótaálag á gámafisk fellt út. ..........Bls. 6 Samii hefnr verii við KNH nm fi-amhald á vegagerí þjóðvegar 1 í Borgatfirði. Kaflinn sem um rœðir erfrá Grafarkoti í Staf- holtstungum um Grábrókarhraun, fi-amhjá Bifröst og að Hraunsnefi í Norðurárdal. Nýi vegurinn er 8,5 metra breiður með tvöfaldri klœðningu. Að sögn Magnúsar V. Jóhannssonar, svœðissfióra Vegagerðarinnar í Borgamesi verður fljótlega farið að vinna að kaflanum frá Grafarkoti upp að Laxfossi í Stafholtstungum því þeim áfanga á að Ijúkafyrir haustið. Verkinu öllu skal aðfullu lokiðfyrir 1. októ- ber 2009. *§&, bgk/ljósm. mm Bankar á faraldsfæti.......Bls. 8 Þjóðlegur matur í ÖRdvegi.........Bls. 12 Þegar engu er hent verður til safn. ...Bls. 14 Frá Vesturlandsskógum, ................Bls. 18 Fresta ákvörðun um byggðamerki...Bls. 2 Óvissan er verri en erfiðleikarnir..Bls. 20 \ J édýrtbensin Akranesi - Borgarnesi - Stykkishótmi Kríuvarpi spillt á Amarstapa Ferðamaður sem hafði samband við Skessuhorn hafði verið á ferð um Arnarstapa um helgina og orð- ið vitni að því að íbúar þar steyptu undan kríunum, tóku einhver egg og tröðkuðu önnur niður. Sam- kvæmt ummælum virtist eini til- gangurinn með þessu vera sá að koma í veg fyrir varpið, væntanlega til að losna við meint óþægindi af því í nágrenni íbúðabyggðar. Sam- kvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 (villidýra- lögin) er krían friðuð fyrir hefð- bundnum fuglaveiðum allt árið, en þó má taka egg hennar með leyfi landeiganda. Það má þó aldrei gera eftir 15. júní. I lögum um náttúru- vernd kemur ffarn að aðgát skuli hafa við varplönd fugla, þannig að menn leggja ólíkan skilning í það að nýta varplönd með því að taka egg, eða að eyðileggja þau mark- visst. Lélegt kríuvarp undanfarinna ára hefur talsvert verið í umræðunni undanfarið. Tómas G. Gunnars- son, forstöðumaður Háskólaseturs Snæfellsness, segist hafa heyrt af eyðileggingu varpsins á Arnarstapa, en setrið er að rannsaka kríuvarp á Snæfellsnesi. I fyrra hafi verið gerð forkönnun á varpinu í Rifi og í ár sé verið að fara í vörp allt í kringum nesið. Hins vegar sé enginn saman- burður til, engar mælingar ffá með- alári sem hægt sé að nota sem grunnviðmiðun. ,dVfenn sem þekkja til svæðisins segja hins vegar að þetta sé seint og lítið og við trúum því. Það er mjög mikið af hreiðrum með einu eggi, en venjulega verpir krían tveimur. Hvað varðar Arnar- stapa virðist varpið þar vera tiltölu- lega seint og raunar má segja það um varpið á nesinu að það sé al- mennt seint og lítrið." Tómas segir að skortur á sandsílum sé líklegasta skýringin, hins vegar gildi það sama um þau, rannsóknir vanti. Sérstakt leyfi þarf ffá umhverfis- ráðherra, að fenginni umsögn Um- hverfisstofnunar og Náttúruffæði- stofhunar, til að aflétta friðun, t.d. ef dýr valda tjóni. Samkvæmt heim- ildum frá Umhverfisstofnun hefur ekkert erindi borist varðandi eyð- ingu kríu eða kríuvarps, hvorki á Arnarstapa né annarsstaðar. Þá seg- ir að það sé mat Umhverfisstofhun- ar að ef markvisst sé verið að eyði- leggja varplönd fugla og einnig egg þeirra, sé verið að brjóta gegn villi- dýralögunum, hafi ekki fengist sér- stök tmdanþága sem byggi á því að hægt sé að sýna ffam á tjón og að stofn tegundar geti staðið undir slíku. Það hlýtur að teljast einkennileg hegðun að amast gegn náttúrulegu kríuvarpi í nágrenni sínu, sé sú raunin. Þoli fólk varpið ekki er torskilið hvers vegna það býr á svæðinu. Þá er ekki síður einkenni- legt að valda tjóni í varplöndum fuglategundar sem á trndir högg að sækja vegna skorts á fæðu líkt og verið hefur undanfarin tvö ár. kóp Óíremdar- ástand í sjúkra- fhitningum Á nokkrum stöðum á landinu viðgengst sú vinnuregla að hafa aðeins einn sjúkraflutningamann á vakt í einu. Það er allt annað þjónustustig en viðgengst á höf- uðborgarsvæðinu og hefur það komið fyrir að sjúkraflutninga- menn þurfa aðstoð vegfarenda til að bera sjúkrabörur. Sjúkraflutn- ingamenn keyra oft langar leiðir einir með alvarlega veika sjúk- linga og menn hafa sett spum- ingamerki við að hægt sé að veita eðlilega þjónustu eða virka end- urlífgun þegar aðstæðum hagar þannig til að aðeins einn sjúkra- flutingamaður fer í útköll. Skessuhorn hafði samband við nokkra aðila sem málið varðar og þeir voru margir hverjir myrkir í máli. Kristján Guðmundsson, sjúkraflumingamaður í Olafsvík, sagði t.d. að þetta sé eins og að spila rússneska rúllettu. Segir hann þetta klárt brot á tilmælum Landlæknisembættisins þess efnis að ávallt skuli tveir menntaðir sjúkraflutningamenn fylgja sjúk- lingi. Þá sé engin leið til að fara effir verklagsreglum embættisins um sjúkraflutninga þar sem að- eins einn maður sé á vakt. Á blaðsíðu 24 er rætt nánar við Kristján Guðmundsson, Vern- harð Guðnason, formann félags sjúkraflutingamanna og fram- kvæmdastjóra tveggja heilsu- gæslustöðva á Vesturlandi. 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.