Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JULI 2007 „.r.mini/,- Til minnts Við minnum á írska daga á Akra- nesi um helgina og Fjölskylduhá- tíð Snæfellsbæjar. Fjölbreytt dag- skrá verður á báðum stöðum, írskt þema á Skaganum og fjöldi frábærra listamanna, Buff, Bubbi Morthens og Stuðmenn. f Snæ- fellsbæ getur fjölskyldan tekið þátt í Héðinsmóti, farið á bryggjuball og skellt sér í grill- veislu. Það er því úr nógu að velja á Vesturlandi um helgina. VeðiýrhorfRr Það verður norðaustan 6-8 m/s á fimmtudag og bjart með köflum, skýjað eða alskýjað á Vesturlandi, en lítil úrkoma. Hiti 8 til 16 stig. Á föstudag verður fremur hæg norðaustlæg átt skýjað og úr- komulítið á Vesturlandi, hiti 8 til 18 stig, einna hlýjast á Vestur- landi og Vestfjörðum. Á laugar- dag verður hæg austlæg átt og og lítils háttar rigning Vestan- lands. Hiti 12 til 20 stig að degin- um, hlýjast norðanlands og á Vestfjörðum. Á sunnudag verður austanátt og rigning í fjórðungn- um, hiti 4-9 stig. SptArnincj viKnnnar Þá hefur það sannast sem marga grunaði; lesendur Skessuhorns eru öðrum hæfileikaríkari. í það minnsta þau 41% þeirra sem voru sofandi þegar þeir tóku þátt í síðustu könnun blaðsins, en þá spurðum við hvort fólk ætti erfitt með svefn í næturbirtunní? Hins vegar sögðust 29% aldrei sofa betur og er það um þriðjungur þeirra sem voru vakandi á meðan könnun stóð. Þá sögðust 10% lesenda eiga gríðarlega erfitt með svefn í birtunni og 20% eiga frek- ar erfitt með svefn í birtunni. Næst spyrjum við: „Ferðu í veiði í sumar?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendingw viMnnar Vestlendingur vikunnar að þessu sinni er Steinn Mar Helgason sem stóð fyrir fjölmennu minningar- golfmóti um Daða Halldórsson. Mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi og söfnuðust um 750 þúsund krónur sem runnu til fjöl- skyldu Daða heitins. Sjá frétt á bls. 30. / mínuVfður qofdvei/ia % mínu Bergorbfaul í2 fí€TftsJ9.oo vo«n4ti|feff od ffe /om (lefinnni 09 emnyn Ouórún lom Lagfæiiiig Þverárhlíðarvegar 2009 Lagfæring á Þverárhlíðarvegi í Borgarfirði hefur verið sett á vega- áætlun fyrir árin 2009 og 2010. Eins og greint hefur verið ffá í Skessuhorni voru Þverhlíðingar mjög áfrarn um að hægt væri að gera tilraun um að leggja einbreitt malbik á þá malarvegi í dreifbýlinu sem ekki ætti að flytja eða breyta. Sú aðgerð myndi flýta uppbygg- ingu á tengivegum um allt land. Magnús V. Jóhannsson, svæðis- stjóri Vegagerðarinnar í Borgamesi sagði í samtali við Skessuhorn að þarna væri um að ræða að setja bundið slitlag á veginn eins og fjár- magn dygði til, nokkurs konar tál- raunastarfsemi. „Þessi fjárveiting dugar ekki til að fara allan hringinn en er þó upphafið. Við styrkjum veginn aðeins og leggjum síðan bundið slidag ofan á hann eins og hann er, eins breitt og hægt er, en líklegast telst þetta einbreiður veg- ur. Menn losna þá alla vega við ryk- ið og drulluna með þessum aðgerð- tun,“ sagði Magnús. bgk Akvörðun um byggðarmerld firestað Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur frestað ákvörðun um nýtt byggðarmerki, en fýrirhugað var að samþykkja það á fundi í síðustu viku. Líkt og Skessuhorn hefur greint ffá hefur komið ffarn tölu- verð óánægja með merkið, ekki síst þá staðreynd að í því er kross. Ein- ar Orn Thorlacius, sveitarstjóri, sagði í samtali við Skessuhorn að á- kveðið hefði verið að kalla dóm- nefhd saman að nýju í ljósi ffam- kominna athugasemda. Hann tók það ffam að sjálfúr hefði hann ekki verið á fundi sveitarstjórnar þar sem ákvörðunin um frestunina var tekin. „Menn vildu hins vegar gera þetta svona og fara yfir þær athuga- semdir sem fram hafa komið frekar en að keyra þetta í gegn í einhverju offorsi." Einar segir að dómnefnd muni koma fljódega saman og fara yfir málið. Sveitarstjórn er komin í sumarfrí og mun ekki funda í júlí. Málið verður því tekið fyrir á fyrsta fundi hennar effir ffí sem haldinn verður þriðjudaginn 8. ágúst. Einar segir þá töf ekki vera neitt vanda- mál. „Við höfum verið lengi án byggðarmerkis hér og þolum alveg smátíma í viðbót.“ kóp Eignarhaldsfélag Samvinnu- trygginga styrkir Bifröst Eignarhaldsfélag Sam- vinnutrygginga hefur veitt Háskólanum á Bifföst styrk að upphæð 20 milljónir króna. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og formaður stjórnar eignarhaldsfélags- ins, afhenti styrkinn á mið- vikudaginn var og flutti kveðju stjórnar. I máli hans kom ffam að á meðal mark- miða stjórnarinnar er að styrkja og efla menningar- og félagslega starfsemi í landinu. Eignarhaldsfélag Samvinnutrygg- inga vill sýna stórhug í verki með því að styrkja Háskólann á Bifföst með svo myndarlegu fjárframlagi og væntir þess að það verði öðrum fyrirtækjum hvatning til þess að sýna menntastofhunum stuðning með svipuðum hætti. Dr. Agúst Einarsson rekt- or flutti þakkir fyrir hönd Háskólans á Bifröst og tók undir þá ósk Þórólfs að gjöfin mætti verða öðrum fyrirtækjum hvatning til þess að styrkja menntun í landinu. Andrés Magnús- son, varaformaður stjórnar Háskólans á Bifföst, flutti þakkir stjórnar og kvaðst líta á styrkveitinguna sem viðurkenningu fyrir það góða starf sem nú er unnið í Há- skólanum á Bifföst. kóp Þorskeldi í Hvalfirði fer í umhverfismat Umhverfisráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í kæru Lands- sambands veiðifélaga gagnvart ákvörðun Skipulagsstofnunar sem ákvað þann 23. júm' 2006 að fyrir- hugað þorskeldi í sjókvíum í Hval- firði og í Stakksfirði, allt að 3000 tonn af eldisþorski á hvorum stað, skyldi ekki háð mati á umhverfisá- hrifum. Akvörðun Skipulagsstofn- unar hefur verið gerð ógild og skal fara ffam mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs þorskeldis AGVA ehf. í Hvalfirði. Forsaga málsins er sú að Lands- samband veiðifélaga sendi inn kæru þann 17. júlí 2006, þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við meðferð málsins hjá Skipulags- stofiiun og m.a. ekki hafi verið leit- að til sérfróðra aðila um vistkerfi laxfiska og möguleg umhverfisáhrif af stórfelldu þorskeldi í nágrenni ósa veiðiáa. Jafhffamt gerði LV at- hugasemdir er vörðuðu skýrslu framkvæmdaraðila, en þar kæmu ffam fullyrðingar um að enginn fiskur sleppi úr kvíum, slíkt sé í þversögn við upplýsingar í nýút- kominni skýrslu Hafrannsóknar- stofnunarinnar, en þar kernmr ffam að á árinu 2004 hafi eldið numið 1000 tonnum af þorski og að 8000 þorskar hafi sloppið úr eldiskvíum. í úrskurði Umhverfis- ráðuneytis segir orðrétt; „Ráðuneytið fellst á með kærendum að fjölskrúðugt líffíki er í Hvalfirði. Einnig er fýrir nokkuð álag á það líffíki eins og fram hefur komið. Með vísan til þess sem að framan segir, einkum um möguleg áhrif á lífríki og laxagegnd í ná- grenrú fýrirhugaðar framkvæmdar og um möguleg sammögnunaráhrif með öðrum ffamkvæmdum, telur ráðuneytið að fýrirhuguð fram- kvæmd kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis og staðsetningar sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um mat á um- hverfisáhrifum, nr. 106/2000. Telur ráðtmeytið því rétt að ffam fari mat á umhverfisáhrifum hennar hvað varðar þorskeldi í Hvalfirði en ekki þarf að fara fram mat á umhverfisá- hrifum hvað varðar þorskeldi í Stakksfirði. Er því felld úr gildi á- kvörðun Skipulagsstoftiunar, ffá 23. júní 2006, um að fýrirhuguð fram- kvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum sbr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, nr 106/2000, hvað varðar það þorsk- eldi sem fýrirhugað er í Hvalfirði. bt/Ljósm. Mats Wibe Lund Þrjú tilboð ekki tvö DALABYGGÐ: í síðasta tölu- blaði Skessuhorns var ranglega sagt að aðeins hefðu borist tvö tilboð í byggingu nýs leikskóla í Búðardal. Hið rétta er að tveir aðilar gerðu tilboð í verkið, en Kolur ehf. skilaði einnig ffá- vikstilboði. Þrjú tilboð bárust því í verkið frá tveimur aðilum, Kol ehf. og Megin ehf. Kolur bauð 17,132 milljónir og Megin ehf. bauð örlítið lægra eða 16,339 milljónir kr. Bæði tilboð- in voru mikið yfir kosmaðará- ætlun sem hljóðaði upp á 8,7 milljónir. Frávikstilboðið ffá Koli ehf. hljóðaði upp á 14,994 milljónir króna. -kóp Tólf ára Islandsmeistari BORGARBYGGÐ: Síðastlið- inn sunnudag eignaðist Golf- klúbbur Borgamess sinn fýrsta Islandsmeistara þegar Bjarki Pétursson fór með sigur af hólmi í holukeppni þrettán ára og yngri. Mótið var haldið í Þorlákshöfn. Bjarki, sem er fæddur árið 1994, hefur æft mikið undanfarin ár og greini- legt að æfingarnar em að skila sér til baka á þennan glæsilega hátt. Hann er Borgnesingur í húð og hár, sonur hjónanna Pét- urs Sverrissonar og Fjólu Pét- ursdóttur og verðtxr gaman að fýlgjast með hornun á golfvöll- um ffamtíðarinnar. -bgk Losaði seyru í hraungjótu SNÆFELLSBÆR: Héraðs- dómur Vesturlands hefur sak- fellt ökumann tankbíls fýrir brot á náttúruvemdarlögum með því að losa seyrufarm úr bílnum í hraungjóm ekki langt frá Amar- stapa á Snæfellsnesi. Dómurinn ákvað hins vegar að ffesta refs- ingu mannsins vegna þess að brotið þótti afar smávægilegt og einnig þótti ljóst samkvæmt framburði vitna, að umrædd hraungjóta hefðu um árabil ver- ið notuð í sama tilgangi. Það má því með sanni segja að þótt skítalykt hafi verið af málinu hafi dómaranum ekki þótt hún nægjanleg til harðrar refsingar, haldi maðurinn skilorð. -mm Kurr vegna ráðn- ingar BORGARBYGGÐ: Nýlega réði sveitarfélagið Borgarbyggð Astu Björk Björnsdóttur í starf sérkennslufulltrúa fýrir sveitar- félagið. Nokkuð hefur borið á óánægju í héraði vegna þessa þar sem sérstaklega einn umsækj- andi er talinn hafa bæði meiri menntun og reynslu en sá sem fýrir valinu varð. Skessuhorn hafði samband við Pál S. Brynjarsson sveitarstjóra sem staðfesti að einn umsækjandi hefði óskað eftir rökstuðningi vegna ráðningarinnar og við- komandi yrði svarað. „Við aug- lýstum eftir sérkennara og allir umsækjendur þóttu hæfir. Þeir voru þar af leiðandi allir teknir í viðtal. Eftir viðræður við þá var niðurstaða okkar að Asta Björk Björnsdóttir væri sú sem við vildum helst ráða. , Hennar áherslur féllu mjög að því sem við voru að leita að. Vahð var ekki auðvelt, en þetta var niður- staðan,“ sagði Páll. -bgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.