Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 SSffiSSUHÖEKI Umfjöllun þessi er styrkt af: MENNINGARRÁÐ VESTURLANDS Culture counsil of West lceland Þegar engu er hent er hægt að stofha safii Laxveiði- og sögusafnið í Ferjukoti í Borgarfirði í Ferjukoti í Borgarfirði er verið að koma á laggirnar Laxveiði- og sögusafni sem eigendumir, hjónin Heba Magnúsdóttir og Þorkell Fjeldsted segja að sé gömul hug- mynd sem fæðst hafi þegar dagskrá- in „Bændur bjóða heim“ var við líði með þeirra þátttöku í eitt sinn. Þau eru sammála um að þar sem forfeð- ur Þorkels í Ferjukoti hafi engu hent þá hafi verið grundvöllur til að stofna safn og segja sögu laxveið- innar, bæði neta- og stangveiði. Hún hefur sannarlega tekið miklum breytingum frá því að skilti stóð við veginn hjá Ferjukoti sem á stóð „Nýr lax.“ I þá daga var talað tun að veiðimenn björguðu andlitinu með því að koma við í Ferjukoti til að kaupa lax ef lítill afrakstur var eftir stangveiðitúrinn. Nú er öldin önn- ur og gefum þeim hjónum orðið. SÖGUSAFN Nýja logo Laxveiði- og sögusafnis í Fetju- koti sem hjónin þarfengu styrk Menn- ingarsjóðsins til að gera. Minjar um ólíka vinnslu laxins I verkefninu „bændur bjóða heim“ sem við tökum þátt í komu hingað þrjú til fjögurhundruð maims sem höfðu gaman af því að skoða þetta gamla veiðidót sem hér var til,“ segir Þorkell þegar aðdrag- andinn að stofnun safnsins er rædd- ur frekar. „Síðan þá hefúr þessi hugmynd verið að gerjast í okkur að fá fólk í heimsókn og segja því sög- una af laxveiðum við Hvítá.“ Heba bætir við að þetta hafi verið hægt vegna þess að forfeður Þorkels hafi aldrei hent neinu. „Hér er til ýmis- legt sem hvergi er sjáanlegt lengur. Meðal annars niðursuðupottur sem nýttur var til að sjóða niður lax fyr- ir kóngafólk. Tengdafaðir minn mundi eftir sögum frá þessum tíma en hann var ekki fæddur þegar nið- ursuðu var hætt. Hér eru einnig byggingar frá fyrri tíð sem notaðar voru til ýmissa sérverkefna. Lax var soðinn niður, gert við net, byggt ís- hús til að ísa fisk svo hægt væri að flytja hann ferskan á markað. Isinn var þá tekinn af ánni og mulinn í kvöm sem enn er til. Einnig era gömlu netin þama og gaman að sjá þróunina í netagerðinni svo eigin- lega var sjálfgefið að búa bara til safn og leyfa fólki að njóta þessa með okkur.“ Ferjukot lengi í þjóðbraut „Margir muna vel eftir þessu bæj- amafni, Ferjukoti,“ heldur Þorkell áffam. „Aður en Borgarfjarðarbrúin kom lá straumur fólks hér um hlað- Heba Magnúsdóttir og Þorkell Fjeldset með safnaskiltið á mitti sín við gamla húsið, sem eryfir eitthundrað ára gamalt. ið. A staðnum var bensínsala og sjoppa, ásamt símstöð og pósthúsi. Við höfum gert sjoppuna upp, alveg eins og hún var þegar starfsemi lauk. Ég vil meina að sjoppan hafi verið undanfari Hyrnunnar í vin- sældum." Hér glottir Þorkell og bætir við. „Þegar ófært var vegna flóða eða af öðmm ástæðum, gisti fólk í gamla húsinu eins og við köll- um hús foreldra minna, en það var byggt árið 1890. Oft fékk einhver að bíða hér þar til hann var sóttur. Það var oftar en ekki að mamma skellti kjöti eða laxi í stóra pottinn til að geta boðið öllum að borða. Svipuð saga er auðvitað þekkt víða um land en er að týnast og gleym- ast. Við vildum endilega reyna að sjá til þess að svo yrði ekki alveg. Með því að setja á fót þetta safn emm við að vona að eitthvað af þessu tímabili í sögu þjóðarinnar lifi áfram.“ Farið af stað í safnaævintýri „Hugmyndin að safhinu hefur verið í mótun um tíma, eins og við nefndum áðan, og höfum við ákveðið að sýna söguna, eins vel og hægt er frá því Ferjukot varð ferju- staður um 1750 og til dagsins í dag,“ segir Heba þegar talið berst að því hvemig safn þetta verði. „Við erum búin að merkja öll húsin þar sem hlutverk þeirra fyrram kemur fram á þremur tungumálum. Það var Sparisjóður Mýrasýslu sem styrkti okkur til þess. Einnig feng- um við styrk frá Menningarsjóði Vesturlands til að hanna merki eða logo fyrir safiiið og til fleiri verk- efna. Landssamband veiðifélaga og Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafa einnig veitt okkur lið á ýmsan máta sem er ómetanlegt. Reyndar ætlum við að hafa merkið „Bensínsala“ lít- ið áberandi því enn er í fersku minni Þorkels þegar fólk var að vekja upp á öllum tímum hér áður fyrr til að fá bensín,“ segir Heba brosandi og lítur til bónda síns. „Við erum búin að fá loforð fyrir gömlum bensíndælum frá Nl, eða Essó eins og fyrirtækið hét frarn undir þetta, sem vonandi fara að koma. Svo er áhugi fyrir því að gera gamla húsið að hluta safnsins enda er það einstakt í sinni röð. Reyndar er merkilegt í sambandi við það, í ljósi þess að hér hefúr allt verið geymt, að ekkert er vitað um húsið að ráði. Hvaðan það kom, hver byggði og annað þess háttar. Við emm mikið búin að grafa og gmfla en ekkert hefur komið út úr því enn sem komið er. Ef einhver sem les þetta veit meira en við, væri gott að frétta af því. Sama gildir ef fólk vill koma hingað með gamla veiðimuni og síðast í gær bárast okkur tvær gamlar veiðistangir að gjöf.“ Sagan tekin saman „Það er náttúmlega ekki hægt að vera með safn og vita ekki nóg um söguna," segir Þorkell. Hann bætir því við að þau hjón hafi fengið Mar- gréti Guðjónsdóttur á Hvassafelli til að taka ýmislegt saman fyrir þau. Meðal annars sögu Ferjukots, lax- veiða í Hvítá, einkum við bæinn og sögu Hvítárbrúarinnar. Það er varla hægt að setja upp safn í Ferjukoti án þess að hafa hana með, eins órjúf- anlegur hluti þessa tunhverfis og hún er. Brúin hefur verið sett á minjaskrá. „Við höfum verið að safna myndum frá þeim tíma er brúin var byggð og fengið töluvert af þeim frá Vegagerðinni,“ heldur Þorkell áfram. Byrjað var á bygg- ingu brúarinnar í apríl 1928 og hún vígð 1. nóvember sama ár. Hlutir sem notaðir vora við smíði brúar- innar era enn til hér í Ferjukoti. Það kostaði 165 þúsund að byggja hana. Það er gaman að segja frá því þegar brúin var vígð. Þá mættu yfir fimm hundrað manns að athöfninni og allir stóðu á brúnni. Eftir á að hyggja var talið með ólíkindum að brúin skyldi ekki hrynja því þetta Ljósm. BGK var mun meiri þungi en hún gat borið. Engum datt í hug að nein hætta væri á ferðum, þar sem þetta var bara fólk en ekki þungur bíll. Svona geta hlutirnir verið afstæðir." 140 ára Hvítárbátur I lofdnu í Ishúsinu hangir árabát- ur sem þau Þorkell og Heba segja að sé svokallaður Hvítárbátur. Þeir sem bjuggu við og nytjuðu ána höfðu með árunum fundið upp sér- stakt bátalag sem hentaði vel til at- hafna á ánni. „Andrés Fjeldsted langafi minn smíðaði þennan bát sem hefur ekki verið notaður efdr að varð á honum óhapp í kringum 1960,“ segir Þorkell þegar sptut er nánar um tilurð bátsins. „Við bræð- umir, Sigurður og ég, vorum að vitja um og báturinn fór á hlið. Fyr- ir tilviljun var ég í eins konar kafara- búningi sem keyptur hafði verið hjá Sölunefnd vamaliðseigna og hékk í Sigurði bróður mínum, sem var afar góður sundmaður. Eftir óhappið var bátnum lagt. Hann hafði verið geymdur á Hvítárvöllum og við drógum hann ffarn í dagsljós- ið í haust til að líta á hann. Það var með ólíkindum hversu heill hann var og lítið þurfti að gera við hann nema pússa og mála. Hvítárbátar sem síðar komu, vora smíðaðir af Kristjáni Guðjónssyni á Ferjubakka með sama lagi. Þeir vora annars þungir og stöðugir, enda þurfti svo að vera þegar menn vora að vitja um netin. Og lítil hætta á að þeir færa á hfið þótt tveir væra á sama borði og báturinn fullur af fiski.“ Opið flesta daga Þótt margt eigi eftir að gera og ýmislegt hafi gengið hægar í upp- byggingunni en þau hjón vonuðust til er fólk þegar farið að kíkja í heimsókn. „Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segja hjónin um hvenær safiúð verði opnað. „Við höldum opnunarhátíð einhvem daginn með pompi og prakt, eins og sagt var í gamla daga en þangað til er opið flesta daga frá 14-17. Eins tökum við á móti hópum ef þess er óskað. A meðan gengur hugurinn og hug- myndir að óvenjulegu safni halda áffam að fæðast," sögðu þau Heba Magnúsdóttir og Þorkell Fjeldsted að lokum. Blaðamanni hefur verið leyft að gægjast inn um skráargat liðinna tíma við Hvítá. A því leikur enginn vafi að flestir munu hafa gaman af því að heimsækja Lax- veiði- og sögusafnið í Ferjukoti. hgk I gamla tbúðarhúsinu var líka sjoppa og símstöð, eins og enn má sjá merki um. Ljósm. GG Þorkell Fjeldsted við sagaða hrossaleggi sem þr<eddir voru saman og notaðir til að þyng/a netin. Þá var allt nýtt. Ljósm. GG Hvítárbrúin árið 1928 um svipað leyti og byggingu hennar lauk. Ljósm. úr safni Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.