Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 uXAtunuwi Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1400 krónur með vsk á mánuði en krónur 1300 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 1050. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Alfons Finnsson, Snæfellsnesi 893 4239 Birna G Konráðsdóttir 864-5404 Kolbeinn Ó. Proppé 659-0860 Magnús Magnúss. 894 8998 Augl. og dreifing: Hekla Gunnarsd. 821 5669 Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson Bókhald og innheimta: Guðbjörg Öiafsdóttir birna@skessuhorn.is kolbeinn@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is hekla@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Leiðarinn * Óvissan er versti óvmurinn Það eru blikur á lofti, ekki einvörðungu að nú sé loks útlit fyrir úrkomu um helgina efitír margra vikna þurrka, heldur er um svipað leyti von á að sjávarútvegsráðherra skríði undan feldi og tilkynni hversu mikill niður- skurður verður gerður á þorskkvóta næsta árs. Flestir fagna úrkomunni. Þeir eru hinsvegar fleiri sem óttast að ákvörðun ráðherrans boði váleg tíð- indi fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og þar af leiðandi fólkið sem hefur lífsvið- urværi sitt af veiðum og vinnslu. Ekki ætla ég að hafa skoðun á því hvort íslenski þorskstofninn þoli 130 eða 190 þúsimd tonna veiði, eða jafhvel 250 þúsund tonn eins og margir sjó- menn telja að hann geri. Engu að síður er augljóst mál af umræðu undan- genginna vikna, og nagandi óvissu allt frá því tillögur Haffó litu dagsins ljós um daginn, að sérffæðingar eru alls ekki á einu máli um hvað stofninn þol- ir. Fiskifræðingar Hafró hafa einfaldlega aðra skoðtm á því en fiskiffæðing- amir sem umgangast miðin í sínum daglegu störfum, þ.e. sjómennirnir og ekki síst skipstjórar íslensku skipanna. Einhvernveginn hef ég samt á tilfinn- ingunni að skort hafi verulega á rökræna umræðu um orsök þess að þorsk- stofninn er í sögulegu lágmarki. Getur það verið að í of mikilli loðnuveiði sé að finna skýringuna á því að þorskurinn hafi ekki nóg að éta og fari af þeim sökum fækkandi? Eg treysti því að fræðingarnir, hvort sem þeir era staddir við skrifborðin eða við borðstokkana, viti svörin við þessu. Eg og fjölskyldan fórum í þriggja daga ferðalag um Vestfirði í liðinni viku. Það er hreint ekki í ffásögu færandi og í raun sjálfsagt að þeir sem geta kom- ið því við ferðist og skoði landið - kynnist mannlífi annarra staða. Við vor- um einstaklega heppin með veður og nutum þess að geta af hæstu fjallveg- um og í návígi skoðað mikilfenglega náttúru; fjöllin, firðina og ekki síður byggðiraar sem nærst hafa af nálægðinni við fengsælustu fiskimið Islend- inga í aldanna rás. Eg dáist af þeim sem valið hafa sér þessa staði til búsetu og atvinnusóknar því þeir eru að mörgu leyti ákjósanlegustu búsetukostir sem völ er á hér á landi. Það sjá það bara ekki allir. A þessum stöðum er flesta grunnþjónustu að fá, ef ekki á staðnum, þá í næsta þéttbýli. Þarna eru góðir skólar, prýðileg íþróttamannvirki og nefni ég sérstaklega Patreksfjörð í því samhengi. Þama eru verslanir og flest önnur þjónusta. A Vestfjörðum er heitt á sumrin og kalt á veturnar. Þannig vill ég einnmitt hafa það. Þama er fallegt og það skiptir máli til að sálin þrýfist. En eftír stendur að til að gott sé að búa hvar sem er þarf atvinna að vera til staðar. Við áttum viðkomu á mörgum þéttbýlisstöðum Vestfjarða og ó- meðvitað var maður að alltaf að svipast um effir lífinu við hafhirnar, þessara lífæða sjávarþorpanna. Milli staða höfðum við stundum kveikt á útvarpinu og heyrðum fréttatíma og jafhvel umræðuþætti í útvarpinu þar sem oftar en ekki var verið að ræða kvótamálið, afleiðingar stórfellds niðurskurðar og nagandi óttann sem óvissunni fýlgdi. Þessi óvissa er einmitt að éta innanfrá baráttuvilja íbúanna sem hafa ekki að öðru að hverfa á þessum stöðum ef ekki má veiða fiskinn í sjónum. Sömu skoðun hefur Gunnlaugur Arnason, útgerðarmaður í Stykkishólmi sem lýsir í stuttu viðtali hér inni í blaðinu þessu ástandi vel: „Ovissan er versti óvinur okkar sem stundum útgerð en því miður er hún alltaf að angra okkur. Eg hlakka til þegar stöðugleiki fær- ist yfir greinina, en það er fátt sem bendir til þess í dag að það verði í náinni ffamtíð. Erfiðleikarnir eru þó skömminni skárri því þeir er eitthvað sem hægt er að takast á við og reyna með því móti að komast yfir hjallann.“ Þessa óvissu sem Gulli Arna lýsir svo vel gat maður beinlínis skynjað á öll- um þéttbýlisstöðum Vestfjarða þar sem lífið er fiskur og hefur alltaf verið. Fólk var svolítið eins og lamað, það virtist ekki hreifa sig úr húsi að nauð- synjalausu og t.d. á Flateyri, þaðan sem ég á ættdr mínar að rekja, sá ég inn- an við tug manna í tveggja tíma stoppi um miðjan dag. Fólkið naut ekki einu sinni góða veðursins. Þetta er dapurleg lýsing en engu að síður sönn. Því vona ég fýrir hönd íbúa allra sjávarþorpa hvar sem er á landinu að óvissunni verði eytt sem fýrst. Erfiðleikarnir eru nefnilega betri, gegn þeim er hægt að berjast, en ekki á móti óvissunni. Frá Skálpastöthim t Lundarreykjadal í lok fyrsta sláttar þetta sumarið. Ljósm. BG Fyrsta slætti víða loldð Bændur hafa flestir nýtt til hins ítrasta þurrka undanfarinna vikna og eru nú margir sem lokið hafa fýrra eða fýrsta slætti. Heyfengur er víðast hvar þokkalegur eða svipaður að magni og í fýrra en þó telja bændur að þar sem borið var á snemma og jafhffamt rigndi effir áburðargjöf að þar væri heyfengur jafhvel betri en á síðasta ári. Allir eru sammála um að gæði heyja séu mikil það sem af er sumri enda hefur hey hvergi hrakist jafnframt því að fýrsta slætti lauk óvenju snemma eða áður en grös spruttu úr sér. Bændur sem Skessu- hom ræddi við síðustu daga voru á einu máfi um að þar sem spretta hefði ekki verið nægjanleg tdl sláttar væru grös nú tekin að skríða og þar með missa fóðurgildi sitt. Nýtti verktaka við heyhirðingu Á Skálpastöðum í Lundareykja- dal lauk fýrsta slætti á þriðjudag í síðustu viku og fleiri bændur sem Skessuhorn hafði samband við voru um sama leyti einnig að koma síð- ustu stráunum í plast. Bjami Guð- mundsson bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjadal sagði í samtali við Skessuhorn að hann hefði slegið 50 hektara, slægjan hefði verið góð og því væri heymagn um 10-15% meira en af sömu stykkjum í fýrra. „Eg slæ alveg örugglega tvisvar þetta árið og jafnvel þrisvar sums- staðar,“ sagði Bjarni og bætti við að núna hefði slátturinn tekið rétt rúma viku. „Ég hef reyndar verið fljótari með fýrsta slátt, en það var árið 2004 og tíðin með öðrum hættd. Þá hóf ég slátt á mánudagskvöldi og lauk honum á fimmtudagskvöldi, enda hékk rigning yfir. I þetta skipti hefur verið samfelldur þurrkur, taðan því vel þurr og góð. Við erum með verktaka við heyskap en það er Magnús Eggertsson í Ásgarði sem sinnir okkar heyhirðingu. Mér finnst það fýrirkomulag koma betur út. Magnús er með góðan vélakost og því eru afköstin afar mikil. Ég er viss um að heyhirðing gengi ekki svona hratt og vel fýrir sig ef við værum alfarið í þessu sjálf,“ sagði Bjami á Skálpastöðum. bgk Léttklæddir við ísöflun Þeir voru léttklæddir hásetarnir á Þórunni Sveinbjarnardóttur þeg- ar ljósmyndara Skessuhorns bar að garði í Grundarfjarðarhöfh í vik- tmni. Það var enda ekki ástæða til annars, sólin skein og mönnum hitnaði við vinnuna. Skipið lagði að bryggju til að taka ís og hélt síð- an aftur til veiða. Oftast tengir maður meiri klæðnað við ísöflun, en þegar veðrið er eins og það hef- ur verið undanfarna daga er gott að vera léttklæddur og geta kælt sig niður á ísnum. kóp/Ljósm. Sverrir Karlsson Samdráttur í stofiiun hlutafélaga á Vesturlandi Samdráttur hefur orðið í ný- skráningum hlutafélaga og einka- hlutafélaga á Vesturlandi á árabil- inu 2002 til 2006. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofú Is- lands, en þar segir að nýskráð hluta- og einkahlutafélag hafi verið 3.191 á árinu 2006 á landinu öllu og nýskráningum fjölgaði um 9% frá árinu 2005. Á Vesturlandi voru 179 nýskráningar hluta- og einka- hlutafélaga árið 2002, en árið 2006 voru þær einungis 94. Vestfirðir og Vesturland eru einu landshlutarnir þar sem nýskráningum hlutafélaga fækkar milli ára. Á landinu öllu voru að meðaltali nýskráð 10,4 hluta- og einkahlutafélög á hverja þúsund íbúa á síðasta ári. Á Vestur- landi var sú tala aðeins 6,3 en á höf- uðborgarsvæðinu voru skráð 11,8 hluta- eða einkahlutafélög á hverja þúsund íbúa. Langur biðlisti í skoðun Skessuhorni hefur borist ábend- ing um að erfitt sé að komast að með bíla í skoðun hjá skoðunar- stöðvum Frumherja á Vesturlandi. Biðlistinn sé allt að þrjár vikur. Kristján Björnsson, skoðunarmað- ur og starfsmaður Frumherja sagði í samtali við Skessuhorn að allt væri reynt til að hafa opið. „Þetta er því miður ástandið á sumrin, því auka- fólk er ekki til. I þessu starfi er nauðsynlegt að starfsfólkið tali ís- lensku og ef Islendingar fást ekki í störfin þá verðum við, föstu starfs- mennirnir, að leysa hvorn annan af. En það er huggun harmi gegn að ástandið er mun betra en var á sama tíma í fýrra. Þá þurfti að kalla menn heim úr sumarfríum, en núna er opið tvo daga í viku í Borgarnesi og þrjá daga á Akranesi.“ Yfir vetrar- tímann er opið þrjá daga í viku í Borgarnesi og síðan fer skoðunar- maðurinn sem þar starfar sitt hvorn daginn í Stykkishólm og á Hvammstanga. Farstöðin fer í Dali. Á Akranesi er hins vegar opið alla virka daga yfir vetrartímann. Kristján vildi bæta því við að engar tímapantanir væru í Reykja- vík. Ef fólk ætti leið til höfuðborg- arinnar þá væri þar ef til vill leið að mæta þangað og fá skoðrm. „Ég skil alveg að fólk vilji fá skoðtm strax, þetta er eins og með að panta tíma hjá lækni, maður vill komast að strax. I þeim tilfellum batnar manni reyndar stundum, bara við að panta tímann en það er hins vegar þveröf- ugt með bílana. Þeir versna bara við að bíða,“ sagði Kristján Björnsson. bgk Magnús Magnússon

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.