Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 23
SlESSlí|g©BR( MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 23 Fólk hefur í gegnum tíðina valið sér hinar ýmsu tegundir dýra til þess að ala sem gæludýr, en villtar gæsir eru yfirleitt ekki þar á meðal. Fjölskyldan á Ennisbraut 33 í O- lafsvík lenti í því, fyrir um mánuði síðan, að vera hundelt af 7 litlum ungum á göngu sinni í grasagarði Reykjavíkur. Fjölskyldan reyndi hvað hún gat til að losna við ungana en enginn virtist vilja eiga þá, hvorki fuglar né menn, og sátu þau því uppi með þá. Fyrstu dagana efrir að ungarnir fluttu til fjölskyld- unnar var mikið deilt um hvort þetta væru gæsa- eða andarungar. Fljótlega kom þó í ljós að þetta hlytu að vera gæsarungar og má því segja að á Ennisbrautinni sé nú sannkallað gæsapartý alla daga. Það er greinilegt að gæsimar eru í góðum fe'lagsskap í Ólafsvík með hundasúrum og njóla sem er alls ekki gæsamatur. Fróðir menn um gæsir hafa sagt fjölskyldunni að sennilega verði hægt að sleppa gæsaungunum í á- gúst en þeir eru nú þegar orðnir þónokkuð stórir. Þeim verður þá sleppt á svæði þar sem villtar gæsir halda sig yfir sumarið. Fjölskyld- una langar til þess að fá tmgana merkta svo að hægt verði að fylgjast með ferðum þeirra. Það er nú aldrei að vita en kannski verður gæsa- stofninn á Ennisbraut 33 kominn í 14 fugla næsta vor, þegar að gæsirn- ar koma aftur ffá vetrarstöðvunum. af Dagskráum sr. HaUgrím Pétursson Errósýning iramundan í Ólafsvflk Allt er gert til þess að ungunum líði vel. Þeir hafa stórt afgirt svæði á lóðinni og þar er einnig lækur sem að þeir synda og kafa í. Einnig standa ýmsar rannsóknir yfir á því hvemig ungarnir þróast t.d. hversu hratt þeir stækka og hvað þeim þyk- ir gott að borða, en fíflar og arfi eru fæðutegundir í uppáhaldi hjá þeim og ekkert þýðir að reyna að plata þá Dagskrá um Sr. Hallgrím Pétursson og samtíð hans verður flutt að Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd þann 14. júlí nk. Um er að ræða samstarfs- verkefni þriggja aðila, þ.e. Snorrastofu í Reykholti, Hallgríms- kirkju í Saurbæ og menningarmálanefnd- ar Hvalfjarðarsveitar. Tilefnið er að Hall- grímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var vígð árið 1957 og á því 50 ára vígsluafmæli um þessar mundir. I því sambandi hefur Hallgrímskirkja staðið fyrir ýmsum áhugaverðum viðburðum á árinu. Markmiðið með dagskránni um sr. Hallgrím er að efla vitund Vest- lendinga og annarra landsmanna um sr. Hallgrím og þau miklu menningarverðmæti sem tengjast lífi hans og starfi í Saurbæ. Fjöl- margt hefur verið um hann rætt og ritað, og margir viðburðir verið tengdir honum og ómetanlegu ævi- starfi hans. Snorrastofu, Hall- grímskirkju og öðrum aðstandend- um gefst nú í tengslum við 50 ára vígsluafmælið gott tækifæri til að 4 w 2 Frá sýningunni „Mynd mín afHallgrími“ sem sett var upp í Hallgrímskirkju fyrr á árinu. Ljósm. kóp. miðla þekkingu um sögu Saurbæjar og veru sr. Hallgríms og konu hans, Guðríðar Símonardóttur, á staðnum. Fyrirlesarar í dagskránni, sem ber heitið „Hallgrímsstefna á heimaslóð,“ verða Margrét Egg- ertsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Eiríksson, sérfræðingar við Stofmm Arna Magnússonar í íslenskum ffæðum, Steimmn Jó- hannesdóttir, rithöfundur og Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guð- ffæði. Sigurbjörg Þrastardóttir, rit- höfundur mun stjórna dagskránni en Einar Orn Thorlacius, sveitar- stjóri Hvalfjarðarsveitar, setur hana. (fréttatilkynning) Atakshópur í Borgamesi undir stjóm Margrétar Astrósar tókþátt í sumamámskeiði sem lauk um síðustu helgi með göngu á Hafnarjjall. Hópurinn lauk þannig námskeiðinu á „ toppnum “ og voru þátttakendur áncegðir með það eins og sjá má á Ijósmynd Evu Summ. Anám- skeiði hjá Guðmundi Inga Dagana 4.-15. júní sl. stóð Is- Nord tónlistarhátíðin í samvinnu við Borgarbyggð fyrir leiklistar- námskeiði fyrir unglinga í vinnu- skóla Borgarbyggðar. Guðmund- ur Ingi Þorvaldsson leikari stjórn- aði krökkunum á þessu námskeiði. Þau voru almennt mjög ánægð með framtakið. A myndinni er Guðmundur Ingi ásamt krökkum á Hvanneyri. Helgina 14. og 15. júh' nk. verður ERRO-sýning í félagsheimilinu Klifi í Olafsvík í tilefni 7 5 ára afmæl- is listamannsins, öðru nafni Guð- mundar Guðmundssonar. Hann er fæddur í Olafsvík og eru Olsarar ákaflega stoltir af listamanninum og þykir því við hæfi að heiðra hann með þessum hætti. Lista- og menningamefnd Snæ- fellsbæjar stendur fyrir þessari sýn- ingu og hefur fengið Þorbjörgu Gunnarsdóttur til að útfæra hana. „I þetta verkefni fengum við styrk ffá Menningarráði Vesturlands og Sparisjóði Olafsvíkur auk þess sem Snæfellsbær stendur vel á bak við okkur til að gera okkur þetta kleift. Þetta er tækifæri sem engin ætti að láta ffam hjá sér fara og einstaklega skemmtilegt að skoða verkin eftir þennan htríka og fjölbreytta lista- mann í hans fæðingarbæ," sagði Þórdís Björgvinsdóttir í hsta- og menningarnefnd Snæfellsbæjar í samtah við Skessuhom. Errósýning- in verður opin frá klukkan 13-17. mm Fjölskylduhátíðin Irskir dagar írskir dagar verða á Akranesi um helgina og verður tekið forskot á sælvma með leik IA og Keflavíkur í kvöld klukkan 20. A fimmtudag verða síðan tónleikar í Iþróttahús- inu á Jaðarsbökkum, en formleg dagskrá hefst með stórhátíð í mið- bænum klukkan 14 á föstudag og heldur áffam út alla helgina. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún vaxið og dafii- að með hverju ári og náði hámarki í fyrra þegar um 10 þúsund gestir komu á Skagann. Hátíðin í fyrra tókst mjög vel, en læti unglinga á tjaldstæðinu í Kalmansvík settu nokkurn blett á hana. Tekið hefur verið mið af því við undirbúninginn í ár. Tómas Guðmundsson, markaðs- og atvinnufulltrúi Akraneskaup- staðar sagði í samtali við Skessu- horn að menn væm nokkuð bjart- sýnir fyrir hátíðina. Hann sagði lít- ið hægt að spá fyrir um hve margra gesta væri von, en reiknaði með að miðað við veðurspá mundi þetta sleppa. Hann segir að við undir- búning hafi sérstaklega verið hugað Hin írskættaða Pauline McCarthy verður með keltneska söngveislu á Café Mörk á laugardagskvöldið. að unglingunum. „Við höfum haft veður af því að að það verði mikið af unglingum í bænum, sem og fullt af öðru fólki, ekki síst brottfluttum Skagamönnum. Effir reynsluna ffá því í fyrra má búast við hópi af ung- lingum sem komi á mjög stuttum tíma. I fyrra vorum við ekki undir það búin en erum það nú. Björgun- arfélagið verður með gæslu við tjaldstæðið alla helgina og lögregl- an verður með aukaviðbúnað og einn til tvo fíkniefhahunda." Tómas leggur hins vegar áherslu á að Irskir dagar séu ekki unglinga- hátíð heldur fjölskylduhátið. „Við munum ekki einblína sérstaklega á unglingana. Við búumst við mikl- um fjölda, allur viðbúnaður okkar gerir ráð fyrir því. Við reiknum með fjölskyldufólki og tjaldstæðið er búið tmdir það. Þá er dagskráin sniðin að því að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi.“ Fjöldi fólks hefur unnið að und- irbúningi hátíðarinnar um langa hríð og hefur verið séð fyrir öllu sem hægt er að sjá fyrir. Veðrið er hins vegar óvissuþáttur. Tómas segir að samkvæmt spánni megi bú- ast við vætu á fimmtudag og föstu- dag, menn verði bara að bíða og sjá hverju ffam vindur. „Þetta er hluti af því að halda útihátíð á Islandi og ekkert hægt að gera við því. Við erum búin að gera okkar, búa til glæsilega dagskrá og skapa góða umgjörð og allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi,“ segir Tómas að lokum. kóp TILB0Ð IRSKUM D0GUM 20% afsláttur Dömufatnaði Herrafatnaði Snyrtivörum iímum Skóm —' SÍMI431 2007 £ 4 m'* STILLHOLTI I 1 d AKRANESi ✓ Stanslaust gæsapartý í Olafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.