Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 24
f 24 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 aaissuHöBH I Ófremdarástand í sjúkraflutningum Á nokkrum stöðum á landinu við- gengst sú vinnuregla að hafa aðeins einn sjúkraflutningamann á vakt í einu. Það er allt annað þjónustustig en viðgengst á höfuðborgarsvæðinu og á mörgum fjölmennari stöðum. Þar sem aðstæður eru þannig að að- eins einn sjúkraflutningamaður fer í útkall hefúr það komið fyrir að við- komandi þarf aðstoð vegfarenda til að bera sjúkrabörur. Sjúkraflutn- ingamenn keyra oft langar leiðir einir með alvarlega veika sjúklinga og menn hafa sett spurningamerki við hvort hægt sé að veita eðlilega þjónustu eða virka endurlífgun þeg- ar aðstæðum hagar þannig. Skessu- hom hafði samband við nokkra sem málið varðar og þeir voru margir hverjir myrkir í máli um ástandið. Flýtur á meðan ekki sekkur Kristján Guðmundsson, sjúkra- flutningamaður við heilsugæslu- stöðina í Olafsvík segir að það sé búið að vera margra ára barátta að fá það í gegn að tveir sjúkraflutn- ingamenn séu í hverjum sjúkra- flutningabfl. „Hér virðist hugarfarið vera, flýtur á meðan ekki sekkur og þetta er svipað og að spila rússneska rúlettu," segir Kristján. „Eg get bent á nýlegt dæmi. Tilkynnt var um rútuslys og þegar tilkynningin barst var ég í sjúkraflutningi. Sá sem er á móti mér á vakt var að gera sig kláran í útilegu en ekki farinn, úti- legunni hafði seinkaði vegna veðurs og því gat hann farið í útkallið. Það em svona tilviljanir sem hafa bjarg- að okkur svo off. Sem betur fer reyndist útkallið ekki eins alvarlegt og tilkynningin bar með sér.“ Kristján bendir einnig á það að sjúkraflutningamaður ber ekki sjúkrabörurnar einn. „Það hefur komið fyrir að við höfum stoppað vegfarendur til að fá aðstoð eða hlaupið í næsta hús eftír aðstoð sem er algjörlega óviðeigandi." Kristján ViS slysstaS í GrundarfirSi. * Umhverfislistayerk Páls og Unnsteins i. 4 * 4 Nýlega var lokið við allsérstakt umhverfislistaverk í Reykholti í Borgarfirði. Á vegum Reykholts- staðar var ákveðið að ganga frá um- hverfi hversins Skriflu, sem Snorri Sturluson nýtti svo vel hér forðum daga meðal annars til upphitunar á heita pottinum sínum, eins og flest- ir þekkja. Grjóthleðslumeistarinn Unnsteinn Elíasson var fenginn til að hlaða grjótvegg umhverfis hver- inn og lokaði honum að ofan með hellum. Grjótið var flutt úr Norð- urárdal og hellurnar í þakið af Kaldadal. Þorsteinn Guðmundsson frá Húsafelli fékk síðan þá hug- mynd að bróðir hans, Páll á Húsa- felli gerði höggmynd til að prýða hleðsluna og úr því varð. Páll gerði Unnsteinn og Páll tylla sér á umhverfislistaverkiS ofan á Skriflu í Reykholti. Snorri á Húsafelli kveður niSur draugana í Húsafelli. Listaverk Pálsfrá 1986. myndarlega höggmynd af Snorra sem prýðir nú topp hleðslunnar ásamt strompi sem leiðir út gufuna úr hvernum. Þeir Unnsteinn og Páll eru sjálfir mjög ánægðir með afraksturinn en verkinu luku þeir fyrir skömmu. Samstarfinu héldu Páll og Unn- steinn síðan áfram og luku nýverið við að endurgera umhverfi Drauga- réttarinnar svokölluðu í Húsafelli. Réttin var fyrsta listaverk Páls á ní- unda áratug síðustu aldar og er af Snorra á Húsafelli þar sem hann kveður niður draugana forðum daga. Draugarnir eru 18 en í þjóð- sögunni sagði að þeir hafi verið 81, en tölunum sneri hann við á sínum tíma til að auðvelda verkið. I botn réttarinnar hlóð Unnsteinn hellum og fegruðu þeir félagar listaverkið og umhverfi þess þannig að það nýtur sín vel í landslaginu á móts við Húsafellsbæina. Aðspurðir segjast þeir félagar Unnsteinn og Páll að samstarfið hafi verið þeim báðum svo ánægju- legt að vafalaust eigi effir að verða framhald á því. mm Sjúklingur fœrSur inn í bíl í Grundarfiröi á síöasta ári. bætir við að það góða fólk sem komi til starfa á heilsugæslunni hafi ekki þjálfun í búnaði sjúkrabílsins þannig að hann hafi þurft að stöðva bflinn við aksturinn til að leiðbeina um notkunina í miðjum sjúkra- flutningi. Tilmæli landlæknis hunsuð I upphafi árs 2005 sendi Land- læknir erindi til allra heilbrigðis- stofnana þar sem ffam komu til- mæli um að í hverjum sjúkrabfl væru tveir menntaðir sjúkraflutn- ingamenn og að þeir fylgdu sjúk- lingnum allan tímann á meðan á flutningi stendur. Kristján segir að skemmst sé ffá því að segja að ekki hafi verið tekið mark á þessum til- mælum Landlæknis. „Tilmælum embættisins var hafhað með þeirri ótrúlegu röksemdarfærslu að þau styðjist ekki við reglugerð. Mér finnst að hér sé verið að þvæla sér í reglugerðarafsakanir til að koma sér undan því að veita fullnægandi og eðlilega þjónustu við íbúana." I desember árið 2006 samþykkti Landlæknir vinnuferla fyrir sjúkra- flutningamenn. Þeir taka af allan vafa um til hvers ætlast er af sjúkra- flutningamanninum við meðferð á sjúklingi. Kristján segir að ekki sé hægt að fara effir þeim ferlum á O- lafsvíkursvæðinu þar sem einungis einn maður sé á vakt og það sé ekki hægt að skylda þann sem sé í ffíi til að vera til taks. „Af hverju ætli það fari tveir fullmannaðir sjúkrabflar af höfuðborgarsvæðinu í útkall þegar um endurlífgun er að ræða, ætli það sé af forvitni hinna, eða þarf fleiri en einn sjúkraflutningamann ásamt lækni í þeim tilfellum? Það er og hefur verið skýlaus krafa af okkar hálfú að tveir sjúkraflutningamenn séu í sjúkrabfl og þeir hafi til þess réttindi eins og segir í reglugerð um sjúkraflutningamenn. Ekkert annað kemur tíl greina," segir Kristján. Annað þjónustustig á landsbyggðinni Vernard Guðnason, formaður landssambands slökkviliðs- og sjiikraflutningsmanna, er ómyrkur í máli þegar hann ræðir um þessi mál og segir að um ófremdarástand sé að ræða. Segir hann að þetta fyrir- komulag viðgangist á nokkrum stöðrnn á landinu en þekkist ekki í þeim löndum sem Islendingar vilja miða sig við. „Hverslags þjónusta er það að við alvarleg veikindi og slys sé sendur sjúkrabíll með einum manni? Er það í lagi að í Borgarnesi og nærsveitum, þar sem er eitt stærsta sumarhúsasvæði landsins og öll umferð norður og vestur fer um, sé einn sjúkraflutningamaður til taks í útköll? Er það í lagi að ffá ut- anverðu Snæfellsnesi sé einn sjúkra- flutningamaður sendur með alvar- lega veika sjúklinga alla leið til Reykjavíkur? Við þannig aðstæður er ekki hægt að veita nokkra að- hlynningu og sjúklingar eru jafnvel í lífshættu." Vernhard segir að auðvitað sé ekki í lagi að þjónustustigið sé eitt- hvað allt annað á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. „Hvaða stjórnmálamaður eða forstöðumað- ur heilsugæslu léti hafa eftír sér að það væri í lagi að fólk létíst jafnvel vegna þess að ekki sé hægt að veita eðlilega þjónustu eða virka endur- lífgun af því að þetta sé úti á landi og útköll þar færri? Svona er þetta hins vegar og það er sorglegt til þess að vita að allt of víða er málum þannig háttað enn í dag,“ segir Vemhard. Stefiit að fjölgun í Snæfellsbæ Björg Bára Halldórsdóttir, ffam- kvæmdarstjóri heilsugæslunnar í Olafsvík sagði í samtali við Skessu- horn að aðalástæðan fyrir því að að- eins einn sjúkraflutningamaður sé á vakt í héraðinu væri skortur á fjár- magni. „Við stefiium að að því að fjölga mönnum á næstu misserum og hafa tvo sjúkraflutningamenn á vakt í einu. Það er hins vegar ekki allskostar rétt að það sé alltaf einn sjúkraflutningamaður sem fer í flutning. Þeir sjúkraflutningamenn sem starfa hér hafa stundum kallað hvor í annan til aðstoðar, auk þess sem hjúkrunarfræðingar og eða læknar fara með bflnum, ef um al- varleg slys eða veikindi er að ræða.“ Hún segir að heilsugæslustöðin í Olafsvík hafi ekki sótt um aukafjár- veitingu til að tveir bflstjórar geti verið á vakt samtímis við stöðina. Margoft sótt um aukið fjármagn Guðrún Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri heilsugæslunar í Borgarnesi, segir að það sé ekki til fjárveiting til þess að hafa tvo sjúkraflutningamenn á vakt í einu. Hún hafi sótt um aukið fjármagn í ráðuneytið á hverju ári en því hafi ávallt verið synjað. „Hér hafa slökkviliðsmenn farið í útköll með sjúkraflutningamönnum og þeir eru allir með réttíndi sem sjúkraflutn- ingamenn. Þeir eru samt ekki á bak- vaktarskyldu hjá okkur. Þeir fara eingöngu með ef sérstaklega er kall- að í þá, en almennt fer sjúkraflutn- ingamaður einn með lækni.“ Guð- rún segir að í ár stefhi í að sjúkrabfll fari í yfir 300 útköll á þessu ári ffá heilsugæslunni í Borgarnesi, en stöðin er stærsta einstaka heilsu- gæslustöðin á landinu. Hún er með fjárveitingu fyrir fjóra lækna yfir sumarið en þrjá yfir veturna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í heilbrigðisráðherra, Guð- laug Þór Þórðarson, vegna málsins. af

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.