Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. JULI 2007 >>nU3unuK. Isólfur (t.v.) og Ingþór Bergmann. Gerum það sem okkur þykir skemmtilegt Spjallað við Vini hallarinnar um veislur og viðhurði Framkvcemd ll.júníhátíöarhaldanna áAkranesi vakti athyglifyrir góóa skipulagn- ingu í ár, en þar spiluðu Vmir hallarinnar stórt hlutverk. Hér syngja Hara systurnar á sviði íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum. loka þannig fyrir umferð í miðbæn- um. Þar verður heljarinnar dagskrá um daginn en um kvöldið munu Stuðmenn halda uppi fjörinu til miðnættis. Þannig viljum við ljúka grillveislunni með stæl,“ segir Ing- þór. Isólfur bætir því við að þeim hafi fundist vanta dagksráratriði í mið- bæinn. „Þetta er liður í að lífga að- eins upp á gamla bæinn, vera ekki með þetta í útjaðrinum heldur í hjarta bæjarins. Þetta verður flottur endir á flottu kvöldi." Fundir og ráðstefhur Þeir ísólfur og Ingþór koma ekki einungis að skipulagningu stórra viðburða eins og írskra daga. Þeir bjóða fyrirtækjum einnig upp á al- hliða þjónustu þegar kemur að því að skipuleggja fundi og ráðstefnur. I nóvember síðastliðnum var haust- fundur Glitnis haldinn á Akranesi og sáu Vinir hallarinnar um fram- kvæmd hans í samráði við markaðs- deild Glitnis. „Við fengum alla hingað uppeftir og settum upp allt sem þurffi að vera til að hægt væri að halda svona fund, allt sem laut að myndstjórnun, hljóði og lýsingu. Þá sáum við einnig um að útvega veitingar og aðstöðu sem við sett- um upp í tjöldum í grennd við Bíó- höllina," segir Ingþór. Isólfur bætir því við að þeir hafi lokið fundinum með stæl. „Effir kokteilboð í Har- aldarhúsi sendum við alla í ævin- týrasiglingu sem endaði í Reykja- vík. Það var nýstárleg leið fyrir marga að ferðast frá fundum bank- ans og gerði daginn í leiðinni ógleymanlegan. Með því er okkar takmarki náð.“ Stórhuga athafnamenn Fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband við Vini hallarinnar fyrir hverslags fundi og mannfagn- aði og fyrirtækið skipuleggur þá frá a-ö. Þeir Isólfur og Ingþór ítreka þó að þeir séu ekki í ferðaþjónustu, „ekki ennþá að minnsta kosti“ bæt- ir Ingþór við, „hver veit í hverju við endum. Engin hugmynd er svo vit- laus að maður hlusti ekki á hana.“ Þeir félagar eru stórhuga og hafa á skömmum tíma byggt upp stórtækt fyrirtæki í erfiðum bransa. „Við þekkjum fólk úr öllum þáttum skemmtanageirans og erum með mjög gott og víðtækt tengslanet," segir Isólfur. „Að svo komnu erum við bara tveir starfsmenn í fullu starfi en auk okkar er fólk í hluta- störfum í tengslum við Bíóhöllina. Að stærri viðburðum og hljóðkerfa- leigunni koma svo nokkrir menn sem varktakar hverju sinni. Það er því lítil yfirbygging ennþá, sem þó gæti breyst með örum vexti.“ Isólfur og Ingþór eru vissulega með mörg járn í eldinum og koma að hinum ólíkustu viðburðum. Fyr- irtækið hefur þróast úr einfaldri Bíóhöll og hljóðkerfaleigu í alhliða viðburðaskipulagningu og ekki sér fyrir endann á þróun þess. Þeir fé- lagar segjast enda vilja hafa það svo- leiðis. „Við gerum bara það sem okkur finnst skemmtilegt að gera, það er ekki flóknara en það,“ segja þeir að lokum. kóp Fegurðarsamkeppni Vesturlands fyrr í vetur. Þar spila hljóð og Ijós stórt hlutverk við að skapa góða stemningu. framhvæmd og skipulagningu á stórum hluta hátíðarhaldanna á 17. júm', sem þótti heppnast með ein- dæmum vel. Þá sá það einnig um kvöldvöku á Kauþingsmótinu, en aðstandendur UKÍA hafa sérstak- lega fagnað því hvað vel var haldið á þeim málum. „Það skiptir miklu máli fyrir aðila eins og Akranes- kaupstað sem og önnur fyrirtæki eða bæjarfélög sem standa að við- burðahaldi að vera með vana og vel tengda aðila sér til aðstoðar. Það sparar bæði tíma og peninga að hafa allt sem þessu við kemur á einni hendi og auk þess hefur það sýnt sig að útkoman á viðburðinum er betri. Þetta er eitthvað sem t.d. markaðs- deild Akraneskaupstaðar hefur gert sér grein fyrir og vitum við ekki betur en að menn séu mjög ánægð- ir með það sem við erum að gera,“ segir Isólfur. Nýjungar á Irskum dögum Vinir hallarinnar koma einnig að skipulagningu á Irskum dögum um næstu helgi, þó að heildarskipulag dagskrárinnar sé ekki á þeirra höndum. Standa þeir einir og sér fyrir Lopapeysunni líkt og hin fyrri ár sem haldin er á laugardagskvöld- inu en fyrir hönd bæjarfélagsins ffamkvæma þeir félagar ýmsa við- burði tengda dagskránni. Þar verð- ur bryddað upp á ýmsum nýjung- um. Venjulega hefur götugrillinu verið lokið með kvöldvöku á þyrlu- pallinum við Jaðarsbakka en í ár verður bryddað upp á nýjung hvað það varðar. „Við munum setja svið þvert á miðja Kirkjubrautina og Fyrirtækið Vinir hallarinnar ehf. var stofnað í september árið 2005 til að annast rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi. Smátt og smátt víkkaði rekstur fyrirtækisins út, það starf- rækti ljósa- og hljóðkerfaleigu og skipulagði viðburði. Nú er svo komið að Vinir hallarinnar er orðið alhliða viðburðafyrirtæki og tekur að sér skipulagningu og fram- kvæmdir af ýmsum toga. Skessu- horn hitti að máli þá Isólf Haralds- son framkvæmdastjóra og Ingþór Bergmann Þórhallsson nýráðinn starfsmann fyrirtækisins. Ingþór hafði áður komið að þónokkrum verkefnum fyrirtækisins en um þessar mundir eru þeir félagarnir á kafi í skipulagningu fyrir Irska daga sem verða um næsm helgi. Fyrirtæki í þróun Þeir Isólfur og Ingþór segja að starfsemi fyrirtækisins sé í stöðugri þróun. Þróunarferlið hafi ekki verið meðvituð ákvörðun, þetta hafi ein- faldlega æxlast svona. „Ég byrjaði að fást við viðburði tengda Bíóhöll- inni,“ segir Isólfur. „Það vom t.d. bíósýningar, tónleikar, leikrit og ýmislegt í þeim dúr, samhliða hljóðkerfaleigu." Ingþór bætir því við að vel hefði getað farið svo að fyrirtækið hefði haldið áfram að þróast í þá átt. „Þetta hefði vel get- að þróast út í að við yrðum miklu meiri hljóðkerfaleiga en við erum í dag. Hins vegar erum við í auknum mæli að skipuleggja og framkvæma ýmis konar viðburði og er nú svo komið að mesta vinnan okkar hgg- ur í því.“ Verktaki hjá bænum Fyrirtækið sinnir fjölbreyttum viðburðum um allt land, þó vissu- lega sé aðaláherslan á Akranes. Þar hefur það komið að ýmsum við- burðum og nýverið gerðu Vinir hallarinnar samkomulag við Akra- neskaupstað um ýmist viðburðahald bæjarins í sumar. Fyrirtækið sér um A risa afmœlishátíð Einars Skúlasonar í vor sáu Vinir hallarinnar um að stilla upp um- gjörð; Ijósum, hljóði og Ijósam.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.