Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. JULI2007 ^auaunuk. ~fi*enninn~^ íbúaþróun tekur mjög mið af þeim lífskjör- um sem fólki stendur til boða. Fólki fjölgaði á landsbyggðinni, einkum í sjávarbyggðunum, þegar það gat aflað sér mikilla tekna og bjó við meiri kaupmátt en til boða stóð á höfuðborgarsvæðinu. Skýrast var þetta á Vestfjörðum, en þar voru at- vinnutekjur löngum þær hæstu á landinu og þá fjölgaði fólki jafnt og þétt. A þetta er bent í nýlegri skýrslu Hagffæðistofnunar Háskóla Islands og Byggðastofnunar, sem heitir hagvöxtur landshluta 1998 - 2004. í skýrslunni kemur fram að fólk hneigist til þess að flytja ffá stöðum þar sem tekjur vaxa lítið til þeirra staða þar sem uppgripin eru. Sam- ræmið er nokkuð gott og eru born- ar saman upplýsingar um hagvöxt á einstökum svæðum og íbúaþróun þar. Þar kemur fram að langmest íbúafjölgun hafi verið á höfuðborg- arsvæðinu á umræddu 6 ára tímabili Erla sýnir í Kirkjuhvoli Aukum kaupmáttinn með lækkun skatta Laugardaginn 7. júlí klukkan 14:00 opnar Erla B. Axelsdóttir sýningu á verkum sínum í Kirkju- hvoli á Akranesi. Þema sýningar- innar er í beinu framhaldi af síð- ustu sýningu Erlu þar sem hún vann út frá nærmyndum úr nátt- úrunni. A sýningunni nú fléttast upplifanir úr hennar nánasta um- hverfi inn í verkin og efnisáferð- in ræður ferðinni að stórum hluta. Að þessu sinni hefur Erla kosið að vinna verk sín í önnur efni, þ.e. blandaða tækni á pappír en síðast sýndi hún olíuverk. Sýningin á Kirkjuhvoli er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15 - 18 og stendur til 29. júlí 2007. (fréttatilkynning) eða heil 10% sem er með því allra mesta sem um getur í víðri veröld á aðeins 6 árum. Hagvöxtur á mann á svæðinu var líka alveg með ólíkind- um á þessum 6 árum eða 27%. Að sama skapi kemur ffam í skýrslunni að fólki fækkaði á landsssvæðum þar sem hagvöxtur var lítill sem enginn. ANorðurlandi vestra fækk- aði fólki um 6% og um 10% á Vestfjörðum á árunum 1998 - 2004. Hagvöxtur á mann varð líka minnstur á þessum svæðum, enginn á Norðurlandi vestra og 5% á Vest- fjörðum, hvort tveggja langt undir vextinum á höfuðborgarsvæðinu. Með öðrum orðum, sundur dró í lífskjörum eftir landshlutum, þau bötnuðu mun meira á höfuðborgar- svæðinu en annars staðar á landinu og mest dró í sundur milli höfuð- borgarsvæðisins og Norðurlands vestra. I nærri tvo áratugi hefur verið stöðug þróun á þann veg að at- vinnutekjur hafa vaxið meira á höf- uðborgarsvæðinu en utan þess og munurinn fer vaxandi með árunum. Nú er svo komið að meðalatvinnu- tekjur í aðalstarfi er langhæstar á Nýr vcfur fyrir bifhjólamenn Opnaður hefur verið nýr vefur www.bifhjol.is sem er þjónustu og verslunarvefur sem ætlaður er öll- um íslenskum bifhjólamönnum. A vefnum er boðið upp á ffíar smá- auglýsingar fyrir bifhjól og tengda vöru. A vefnum eru einnig fréttir tengdar bifhjólum, klúbbum og lífstílnum í heild. Forsvarsmenn klúbba geta sótt um aðgang að fréttavefnum og þarmig komið sín- um ffétmm og uppákomum áleiðis til allra, milliliðalaust. A vefnum er vefverslun sem mun þjónusta það helsta sem bifhjólið þarfhast, svo sem bremsur, legur, olíur og síur, pakkdósir í ffamgaffla, keðjur og fleira. Vefverslunin er sérstaklega sniðin að þörfum landsbyggðarinn- ar og öll lagervara póstsend sam- dægurs. (fréttatilkynning) Sveinn í Hvammi sendir Skessuhomi þessa kveðju til birtingar: Auðvald sig í endann beit eins og nærri getur. Þorskurinn í loðnuleit lirfur sínar étur. höfuðborgarsvæðinu. Þær eru um 18% hærri en að meðaltali á lands- byggðinni. Mestur verður munur- inn 27% milli höfuðborgarsvæðis- ins og Norðurlands vestra og Suð- urlands. Afleiðingin er í samræmi við ábendingu Hagfræðistofnunar og Byggðastofnunar, fólki fjölgar á höfuðborgarsvæðinu og fækkar víð- ast hvar á landsbyggðinni. Fækkun- in er því meiri sem munurinn á lífs- kjörunum eða tekjunum er meiri. Þessi þróun mun hald áfram meðan boðið er upp á betri lífskjör á höf- uðborgarsvæðinu en á landsbyggð- inni. Verði mikill niðurskurður á þorskveiðum á næstu árum eins og Haffannsóknarstofnun gerir kröfu um, munu tekjur fjölmargra við sjávarsíðuna lækka verulega og það þýðir aðeins eitt, miklir fólksfluto- ingar frá þeim svæðum til höfuð- borgarsvæðisins. Obrigðult ráð til þess að breyta þróuninni er að auka kaupmáttinn sérstaklega þar sem hann er lægstur og minnka þannig muninn á lífs- kjörum eftir svæðum. Það er hægt að gera með því að hækka launin eða fjölga störfum sem gefa af sér hærri laun. Þriðja leiðin sem hægt er að fara og sú skjótvirkasta er að auka kaupmáttinn í gegnum skatt- kerfið, t.d. með lækkun tekjuskatts. Nú þarf að bregðast skjótt við og Þess vegna legg ég til skattalækkun- arleiðina strax. Það er þekkt leið að hafa bre)m- legan skatt eftir lögheimilum. Alagningarhlutfall útsvars og fast- eignaskatta er ákvarðað effir sveit- arfélögum og er mismunandi milli þeirra. Engu máli skiptir hvar tekn- anna er aflað, lögheimilið ræður því hver útsvarsprósentan er. Sama get- ur auðvitað átt við um tekjuskatt. Minna má á að sveitarstjórnar- menn, sérstaklega Sjálfstæðismenn í Reykjavík, hafa löngum lagt áherslu á að hafa skatta lægri en í nágrannabyggðunum, einmitt til þess að laða til sín fólk til búsetu. Niðurstaðan er þessi: Það er hægt að hafa áhrif á búsetuval fólks með lækkun skatta og það hefur verið gert á sveitarstjómarstiginu. Ríkisvaldið á að gera slíkt hið sama, sérstaklega við núverandi aðstæður. Kristinn H Gunnarsson, alþingismaður T^entiinn^*^. Mun Samfylldngin standa í lappimar? Sveltistefna fyrrverandi rík- isstjórnar gagn- vart skólum, heilbrigðis- stofnunum og öldrunarheimilum birtist strax í uppgjöri ríkisstofhana og ráðuneyta fyrsto þrjá mánuði ársins. Margar þeirra eru nú þegar komnar í umtalsverðan halla gagn- vart ríkissjóði og ljóst að þær hvorki geta né mega draga svo úr lögboðn- um verkefnum sínum, að jöfnuður náist fyrir árslok. Þetta kom fram á fyrsta vinnufundi nýkjörinnar fjárlaga- nefhdar nýlega, þegar fulltrúi fjár- málaráðuneytisins kynnti fyrir nefndinni stöðu einstakra stofnana miðað við fjárheimildir fyrsto þrjá mánuði ársins. Sameinuð stjórnar- andstaða Vinstri grænna, Samfylk- ingar og Frjálslyndra benti á við síðusto fjárlagagerð að svo myndi fara, því að nauðsynlegri fjárþörf stofnana væri ekki mætt á fjárlög- um. Nægir að minna á skertar fjár- veitingar til Fjölbrautaskóla Vestor- lands, Sjúkrahússins á Akranesi, St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi, öldrunar- og hjúkrunarheimila í Borgarnesi, Búðardal og víðar. Ólík viðbrögð við ákalli rektorsins á Akureyri Stefna og viðskilnaður ríkis- stjórnar Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks í menntamálum endurspegl- aðist vel í orðum rektors Mennta- skólans á Akureyri við skólaslit 17. júní sl. Þar varpaði rektorinn fram þeirri spurningu hvort nauðsynlegt væri að einkavæða skólann til að ná eyrum og velvilja stjórnvalda um nauðsynlegar fjárveitingar til skóla- starfsins. Benti hann á að ráðstöf- unarfé til skólans hafi verið skert um 30% á ári sl. þrjú ár og slíkt fá- ist einfaldlega ekki staðist. „Eg lít frekar á þetta sem ákall um hjálp en ósk um einkavæðingu," sagði fulltrúi Samfylkingar í menntamálanefnd og fyrrverandi fjárlaganefndarfulltrúi, Katrín Júlí- usdóttir, í fréttaviðtali af því tilefni. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks fagnaði hins vegar því að sveltistefnan í menntamálum biti og að fram komi ósk um einkavæðingu sjálfs Menntaskólans á Akureyri. A fundi fjárlaganefndar lagði for- maðurinn, Gunnar Svavarsson, áherslu á að upplýsingar bærust fljótt og reglulega frá fjármálaráðu- neyti til fjárlaganefndar um fram- kvæmd fjárlaga og stöðu einstakra stofnana og ráðuneyta þannig að hægt yrði að bregðast við áður en í algjört óefni færi. Gott samstarf Samfylk- ingar og Vinstri grænna á síðasta þingi Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í fjárlaganefhd áttu með sér gott samstarf á síðasta kjörtímabili. Skilað var sameiginlegu nefndará- liti og breytingatillögum sem fyrst og ffernst lutu að velferðarmálum. Börðumst við hlið við hlið fyrir meira gagnsæi í fjárlagagerðinni og því, að ffamkvæmdavaldið virti á- byrgð fjárlaganefhdar og Alþingis. Við fulltrúar þessara flokka í fjár- laganefhdinni stóðum einnig þétt saman gegn hinni hörðu einkavæð- ingarstefnu ríkisstjórnar Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks í mennta- og heilbrigðismálum og öðrum velferðarmálum. Félags- hyggja Framsóknar var löngu fokin út í hafsauga í þeirri samstjórn. Skólar, heilbrigðisstofiti- anir og eldri borgarar í forgang Ég vil ógjarnan sjá að fulltrúar Samfylkingarinnar leggist beint í volgt ból Framsóknar sem viljalaus hækja Sjálfstæðisflokksins í einka- væðingu og niðurskurði fjármagns til velferðarstofnana. Er ég fullviss um að þar mæli ég einnig fyrir munn fjölda Samfylkingarfólks sem vill sjá grundvallarbreytingu stjórn- valda í þessum málaflokki. Sem fulltrúi Vinstri grænna í fjár- laganefnd mun ég styðja fulltrúa Samfylkingarinnar í að ná fram sameiginlegum baráttomálum okk- ar frá fyrri þingum um bætt vinnu- brögð nefhdarinnar, sjálfstæði Al- þingis gagnvart ráðuneytunum, breyttri forgangsröðun og auknu fjármagni til skóla, heilbrigðis- stofnana og öldrunarþjónustu. Vonast ég fastlega eftir að þess sjá- ist stað við gerð næsto fjárlaga. Jón Bjamason, þingmaður Vinstri -Grænna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.