Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 27
-msasumiiaí!! MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ2007 27 Holumar á Hamri orðnar átján Síðastliðinn sunnudag var form- lega opnaður stækkaður átján holu golfvöllur að Hamri í Borgarbyggð. Þar er því annar völlurinn af þessari stærð á Vesturlandi, hinn er á Akra- nesi. Víxlan var táknræn því heið- ursfélagi klúbbsins og einn af stofh- endum hans, Albert Þorkelsson, sló fyrsta höggið. Albert verður áttatíu og fimm ára í sumar og spilar enn golf á hverjum degi, alla daga árs- ins. Margt var um manninn að Hamri þennan dag enda fátt betra að gera fyrir golfáhugamenn en að nýta veðurblíðuna og spila golf. Guðmundur Eiríksson, formaður Golfklúbbs Borgarness sagði í sam- tali við Skessuhorn að saga upp- byggingar að Hamri væri ögn lengri. „Upphafið má rekja til árs- ins 1971 þegar áhugasamir golfarar komu saman til að skoða möguleika þess að gera golfvöll. Formlega var Golfklúbbur Borgarness stofnaður 21. janúar 1973 og árið 1975 var undirritaður samningur við Borg- arneshrepp, sem nú er Borgar- byggð, um land undir níu holu golfvöll að Hamri. Það var síðan árið 1978 að klúbburinn fékk húsið að Hamri til afnota sem þá var í döpru ásigkomulagi, en klúbbfélag- ar hafa tekið það alveg í gegn,“ sagði Guðmundur. Hann bætti við að árið 1992 hefði verið samið við Hannes Þorsteinsson golvallar- hönnuð um gerð tillögu að 18 holu golfvelli og hefði hönnun hans ver- ið fylgt í meginatriðum síðan. Völl- urinn var níu holu völlur þar til árið 2005 þegar hann var stækkaður í 12 holur og var þá par 72. I dag er Þeir voru kampakátir Sigurgeir Erlenisson bakari og golfari og Guðmundur Eiríksson formaður GB með nýja völlinn og ekki síst tertuna sem bökuð var í tilefni dagsins. Og út um allan völl varfólk að spila golf enda veðrið tilþess. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri og Guðmundur Eiríksson formaður GB innsigla með handabandi undirritun um meira samstarf. völlurinn fullar 18 holur og er par 71. F ramkvæmdastj óri ráðinn Umsvif klúbbsins hafa vaxið og árið 1998 var ráðinn framkvæmda- stjóri til að annast þann daglega rekstur sem áður hafði verið unnin í sjálfboðavinnu. Fram kom í máli Guðmundar að sjálfboðavinnan hefði alltaf verið einn af grunnstoð- um klúbbsins sem og góður smðn- ingur fyrirtækja í sveitarfélaginu. „- Fyrsti framkvæmdastjórinn var Símon Aðalsteinsson sem reyndist happafengur og mikil vítamín- sprauta fyrir starfið. Hann lét af störfum núna í vor og Jóhannes Ar- mannsson tók við sem fram- kvæmdastjóri GB. Völlurinn er hæfilega erfiður og krefjandi og í raun tilvalinn fyrir meðalkylfinginn. Við höfum einnig hugmyndir um að trjágróður verði ríkjandi og ein- kennandi fyrir völlinn og umhverfi hans í ffamtíðinni. Þegar er búið að gróðursetja á fjórða þúsund plönmr sem Bragi Jónsson hlúði að í upp- hafinu en nú hefur Guðríður Ebba Pálsdóttdr tekið við því starfi.“ Frekari uppbygging að Hamri Jafnframt opnun vallarins var undirritað endurnýjað samkomulag milli Borgarbyggðar og Golfklúbbs Borgarness um áframhaldandi upp- byggingu á svæðinu og viljayfirlýs- ing um enn meiri rækt við unglinga- starf hjá klúbbnum, sem enn meiri áhersla verður lögð á í framtíðinni. Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri sagði í sínu ávarpi að sveitarfélagið hefði ákveðið að setja fimmtíu millj- ónir í þetta verkefni á næsm tíu áram og að golfvöllurinn á Hamri og uppbygging hans væri fjöður í hatt Borgarbyggðar. Guðmundur bætti við að uppbyggingu golfvallar lyki sennilega aldrei. Nú væri verið að spá í að byggja vélageymslu und- ir tæki klúbbsins og nýtt klúbbhús. Gamla húsið yrði þó ekki rifið, því verði fundið nýtt hlutverk. Hluti af uppbyggingu ferðaþjónustu svæðisins Guðmundur bætti við að auðvitað væri þetta stór stund að opna þenn- an stórglæsilega völl sem golfarar líta á sem hluta af uppbyggingu ferðaþjónusm á svæðinu. „Hér geta þeir komið sem eiga eða dvelja í styttri tíma í sumarhúsum í hérað- inu og leikið. Eða þá að fólk fær sér gistingu á Hótel Hamri og nýmr þess að auki sem þar er í boði. Að sjálfsögðu munu aðrir vellir verða byggðir upp hér í ffamtíðinni og um það er allt gott að segja. Við límm ekki á það sem neina ógnun við okkur, mikið ffemur tækifæri. Því í huga okkar flestra er það kappsmál að sem flestir geti spilað golf. Okk- ar markmið er að byggja upp góðan golfvöll og leggjum á það megin á- herslu að hér verði allt í hæsm gæð- um,“ sagði Guðmundur Eiríksson. bgk Stór stund í íþróttalífi Hvanneyringa Fyrr í vikunni hófust Jörvamenn á Hvanneyri handa við undirbún- ing sparkvallargerðar við Anda- kílsskóla á Hvanneyri. Verkefnið er liður í sparkvallaátaki KSI og verður lítill og snomr gervigras- völlur byggður á lóð skólans. Þeir Haukur Júlíusson og félagar hjá Jörva sjá um jarðvegsvinnuna og ætla þeir að ljúka verkinu tíman- lega svo að völlurinn verði öragg- lega tilbúinn þegar skólastarf hefst í haust. Hér mun langþráður draumur félaga í Ungmennafélag- inu Islendingi rætast, en gamla sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar hafði sótt um og fengið styrk ffá KSI til vallargerðarinnar. Núverandi sveitarstjórn Borgar- byggðar hefur síðan fylgt málinu eftir og er mikil ánægja með þessa ffamkvæmd. Allir íbúar Hvann- eyrar og nágrennis munu njóta verksins um ókomna ffamtíð, ekki síst nemendur á Hvanneyri, hvort heldur þeir eru í leikskóla-, grann- skóla-, framhaldsskóla- eða há- skólanámi á Hvanneyri. Sverrir Heiðar íþróttaálfurinn og sjónvarpsstjaman Hauk Júl. við upphaf verksins, sigutreifur með gul- an knött á lofti og gular vélar í baksýn, ánægjan skín úr hverjum drœtti. Guðlaugur Þór Þórðarson með tveimur vistmónnum. Heilbrigðisráð- herra heimsótti Höfða Nýr heilbrigðisráðherra, Guð- laugur Þór Þórðarson, heimsótti Dvalarheimilið Höfða á Akranesi á laugardaginn. Ráðherrann ræddi við framkvæmdastjóra Höfða um rekst- ur og ffamtíðaráætlanir heimilisins. Að fundi loknum gaf ráðherrann sér góðan tíma til að rölta um húsið og heilsa upp á íbúa heimilisins. Var honum afskaplega vel tekið og sum- ir gaukuðu að honum góðum ráðum um hvað væri brýnasta verkefhið fyrir nýjan heilbrigðisráðherra. A- bendingar vistmanna vora fjölmarg- ar og m.a. var ráðherra bent á að eyða biðlistunum. Guðlaugur Þór tók öllum ábendingum vel, enda nemur ungur það sem gamall temur. kóp

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.