Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 8
8 SIESSUHÖEM MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 SPA og TM hafa keypt endarýmið að Stillholti 18 þar sem verslunin Model er nú til húsa. Þar verður framtíðarhúsnœíH sparisjóðsins. Bankar á faraldsfæti á Akranesi Mikil hreyfing fólks og fyrir- tækja á sér stað á Akranesi um þessar mundir og á það einnig við um bankana og starfsemi þeirra. Allir bankarnir að undanskildum Kaupþingi fyrirhuga nú flutninga í nýtt og betra húsnæði. Vert er að og dafna. Við viljum auðvitað flytja sem fyrst en fáum húsnæðið vænt- anlega ekki afhent fyrr en í maí á næsta ári og það hangir að sjálf- sögðu saman við smíði Þjóðbrautar 1 þangað sem Model flytur,“ segir Þorkell og er fyrir hönd síns fyrir- tækis alsæll með kaupin. Eftir þessar breytingar verða þessir þrír bankar, þ.e. Glitnir, Landsbankinn og Sparisjóður Akraness, allir í næsta nágrenni en útibú Kaupþings áfrarn við Kirkjubrautina. kóó Sííar á þessu ári veríur öll starfsemi Glitnis á Akranesi flutt í nýtt húsnteði að Dalbraut 1 A Þjóðbraut 1 kemur til meí rísa átta hæða jjölbýlishús með þjónustujyrirtækjum ájarðhœð. A næsta áriflytur Landsbank■ inn þangað ásamt Model. Fyrirhugað útboð á fjarskiptum í dreifbýli í ffétt sem birtist í Skessuhorni fyrir skömmu sagði Jón Baldur Lorange sérfræðingur hjá Bænda- samtökum Islands, landsbyggðina vera útundan í upplýsingasamfélag- inu. Skessuhom hafði því samband við Ottó V. Winther forstöðu- manns ráðgjafadeildar Póst- og fjarskiptastofnunnar. Hann segir að það sé undir bjóðendum í fyrirhug- uðu útboði Fjarskiptasjóðs komið hversu öflugt háhraðasamband verði í boði á svæðum á lands- byggðinni þar sem fjarskiptafyrir- tækin treysta sér ekki í uppbygginu á markaðsforsendum. „Gerð verð- ur krafa um ákveðna bandbreidd í útboðsgögnum sem fyrirtækin verða að lágmarki að uppfylla eigi tilboð þeirra að koma til greina. Ut- boðsleiðin er svokölluð „fegurðar- samkeppni" þar sem bjóðendur em metnir út ffá fleim en tilboðsupp- hæð. Þeir sem bjóða betur verða hærra metnir. Meiri hraði, hraðari uppbygging og aðrir jákvæðir þætt- ir verða hafðir til hliðsjónar við mat á tilboðum. Markmiðið er að laða ffam það besta sem fjarskiptafyrir- tækin era tæknilega tilbúin að veita íbúum þessara svæða.“ Svara kalli Fjarskiptasjóðs Sveitarfélögin á Vesturlandi era þessa dagana að svara kalli Fjar- skiptasjóðs um yfirferð búsetuupp- lýsinga á lögheimilum í dreifbýli sveitarfélaga sem ekki hafa aðgang að ADSL tengingum, óháð því hvort þau eigi kost á öðrum teg- undum háhraðatenginga. Fjar- skiptasjóður er þar að auki að kort- leggja þau svæði sem þegar hafa há- hraðatengingar eða þar sem þær eru fyrirhugaðar á næstu misserum án aðkomu sjóðsins. Niðurstaða þeirr- ar greiningar mun affnarka svæðin sem Fjarskiptasjóður mun styrkja uppbyggingu á. Ottó sagði að bú- setukönnunin væri afar mikilvæg fyrir þá vixmu sem nú væri í gangi. „Þegar búsetuupplýsingar liggja fyrir verða þær kynntar öllum hags- munaaðilum opinberlega þannig að hægt verður að leiðrétta ef eitthvað er rangt. Ef lögheimili með fastri búsetu vantar inn á kort af þeim svæðum sem fyrirhugað er að bjóða út, þá breytum við því svo framar- lega sem við fféttum af því.“ Utboð eins fljótt og auðið er Aðspurður hvort sjá mætti útboð fljótlega, sagði Ottó að stefht væri að útboði eins fljótt og auðið er. „Búsetuskráningin í samstarfi við sveitarfélögin gengur hægar en gert var ráð fyrir en mun ekki tefja út- boðið. Hins vegar hefur staðið á því að einstaka fjarskiptafyrirtæki hafi skilað inn fúllnægjandi gögnum um markaðsleg áform. Sérstaklega hef- ur vantað upp á nákvæmni í út- breiðslukortum en verið er að vinna í þeim málum með aðilum. Það þarf að fást vitneskja um hvaða svæði ná- kvæmlega má bjóða út því ekki stendur til að vinna gegn markaðsá- formum fjarskiptafyrirtækjanna. Við viljum laða fram það besta hjá þessum fyrirtækjum.“ Aðspurður um eftirlitið með verkefninu sagði Ottó að það yrði skilgreint í samningi og fylgt fast eftir. „\,7ið erum í aðstöðu til að kaupa ákveðin gæði meðal annars í uppitíma og afköstum og ætlum okkur að gera það,“ sagði Ottó V. Wmther að lokum. bgk Nýr samningur um fyrirkomulag umferðarfiræðslu í grunnskólum Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grunda- skóla, Kristján Móller samgönguráðherra, Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu og Sig- fús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnamess. Að bakiþeim standafrá vinstri: Bima Hreiðarsdóttir lögfræðmgur samgönguráðuneytisins, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjári samgónguráðuneytisins og Birgir Hákonarson framkvæmdastjóri um- ferðaröryggissviðs Umferðarstofu. taka það fram að væntanlegar bankabyggingar eru allar staðsett- ar ofar í bænum sem ýtir óhjá- kvæmilega undir þá þróun að mið- bær Akraness sé smám saman að færast ofar. Glitnir flytur síðar í sumar ffá Kirkjubraut 40 í nýtt húsnæði að Dalbraut I þar sem fyrir eru með- al annars Krónan og Tölvuþjón- usta Vesturlands. Þá flytur Lands- bankinn bæði sín útibú, á Suður- göm og í Stillholti, undir eitt þak við Þjóðbraut 1 í húsi sem nú er búið að steypa grunninn að. I því húsnæði verða þjónustufyrirtæki á jarðhæð ásamt 38 íbúðum á átta hæðum. Auk Landsbankans mun verslunin Model einnig flytja starf- semi sína á jarðhæð Þjóðbrautar 1. Aætlað er að Landsbankinn og Model fái húsnæðið afhent næsta vor. Sparisjóður Akraness og TM leituðu hins vegar ekki langt yfir skammt og hafa nýverið keypt endaplássið í Stillholtri 18 þar sem blóma- og gjafavöradeild Models er nú með starfsemi sína. „Þetta er mjög hentugt fyrir okkur. Við fær- um okkur bara um nokkra metra og þurfum þar af leiðandi ekki að breyta heimilisfanginu okkar,“ segir Þorkell Logi Steinsson, úti- bússtjóri SPA. „Þetta húsnæði er samt sem áður helmingi stærra en það sem við erum í núna og mjög glæsilegt í alla staði. Við höfum ffá opnun útibússins í fyrra verið að skima eftir ffamtíðarhúsnæði þar sem húsnæði okkar í dag var alltaf hugsað sem byrjunarreitur. Við erum auðvitað mjög spennt að flytja og með nýju húsnæði höfum við frekari möguleika á að stækka Síðastliðinn þriðjudag voru und- irritaðir nýir samstarfssamningar um fyrirkomulag umferðarfræðslu í grunnskólum landsins. Grundaskóli á Akranesi verður áffam leiðandi móðurskóli í verkefhinu og miðstöð þróunar og nýbreytni. Skólinn mun leiða samstarf fjögurra leiðtoga- skóla, en það era Flóaskóli á Suður- landi, Brekkuskóli á Akureyri, Grunnskóli Reyðarfjarðar á Austur- landi og Grunnskóli Seltjamarness fyrir Reykjavíkursvæðið. Grunn- skólinn á Seltjarnarnesi er nýr leið- togaskóli og fór undirrimnin fram við bæjarmörk Seltjarnamess við Norðurströnd. Kristján Möller samgönguráð- herra, Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla og alþing- ismaður, Karl Ragnarsson forstjóri Umferðarstofu og Sigfús Grétars- son skólastjóri Grunnskóla Sel- tjarnarness undirrimðu þennan nýja samning sem byggir á umferð- aröryggisáætlun ríkisstjórnar ís- lands 2005-2008. Kristján Möller sagði við undirritunina að þetta verkefni væri afar mikilvægt því hér væri fjárfest í ffamtíðinni. Umferð- arffæðsla í grunnskólum væri lykil- hlekkur sem hann þyrfti að efla enn ffekar. Bar hann lof á þá vinnu sem hefði verið unrún til þessa og taldi þá vinnu góðan grunn til að byggja enn ffekar á. Undirritunin var eitt af síðustu formlegu embættisverkum Guð- bjarts Hannessonar sem skólastjóra í Grundaskóla. I ávarpi sínu fagnaði hann þessum áfanga og hvattd sam- göngyfirvöld til enn ffekari átaka á þessum vettvangi. Vinna með börn og ungmenni væri lykillinn að betri árangri í forvörnum tengdum um- ferðarslysum. Harrn kvaðst ánægð- ur með þá þróunarvinnu sem hefði verið unnin í Grundaskóla enda væri þetta þróunarstarf mikilvægt fyrir grunnskólann og samfélagið í heild. Þann 1. júní sl. tóku gildi breyt- ingar á reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á um- ferðarlögum en þær lúta að hert- um viðurlögum við hraðabrotum. Sektir vegna einstakra hraðakst- ursbrota hækka töluvert og eru nú ffá 5 til 150 þúsund krónur en fyr- ir breytingar voru þær ffá 5 til 110 þúsund krónur. Hækkunin nemur 36 prósentustigum. Þá geta sektir vegna brota á 38. gr. umferðalaga um ökuhraða sérstakra gerða öku- tækja numið allt að 180 þúsundum kr. Með breytingum þessum hefur Ljóst er að sú þróunarvinna sem hér er unnin er mikilvæg og skilar án vafa árangri ef til lengri tíma er htið. Lesendur Skessuhoms geta kynnt sér verkefnið enn ffekar og ýmsar nýjungar á þessu sviði á um- ferðarvefnum (www. umferd.is). Þessi nýi samningur milli Umferð- arstofu og Grundaskóla gerir skól- anum kleift að sækja enn ffekar ffam og ráða starfsmann til að sinna verkefhinu sérstaklega. mm ökuréttindasvipting einnig lengst í sumum tilfellum úr einum mánuði í þrjá. Til dæmis fengi ökumaður í dag 90 þúsund kr. sekt ef hann ekur á 105 km. hraða þar sem há- markshraði er 50 km. á klst. og yrði að auki sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði. Fyrir breytingarnar hefði sá sami ökumaður fengið 75 þúsund króna sekt og verið sviptur ökuréttindum í einn mánuð. Hraðasektir voru hækkaðar síðast í desember í fyrra, þá í fyrsta skipti síðan árið 2001. kóó Hert viðurlög vegna hraðakstursbrota

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.