Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 4. JULI2007 SaÉSSlíHÖBH Kvótaálag á gámafisk fellt niður íslensk stjómvöld hafa ákveðið að þann 1. september næstkomandi falli úr gildi 10% kvótaálag sem þýtt hefur að 10% kvótans er tek- inn af viðkomandi útgerð af þeim fiski sem sendur er slægður en að öðm leyti óunninn á markaði er- lendis. Skiptar skoðanir hafa verið um þessa ákvörðtm meðal hags- munaaðila. Jafnframt hefur sjávar- útvegsráðherra skipað þriggja manna nefiid sem á að skila tillög- um um hvernig innlendum fisk- kaupendum verði best tryggður möguleiki á að bjóða í þennan fisk. Þarna togast á hagsmunir útgerðar sem telur að betri framlegð fáist úr ákveðnum fisktegundum með því að flytja þær óunnar úr landi og hinsvegar verkalýðshreyfingarinnar sem telur brýnt að halda í sem mesta fullvinnslu hér heima fýrir. Skessuhorn ræddi við fulltrúa beggja sjónarmið, þau Sigríði Fin- sen, forseta bæjarstjómar Grundar- fjarðar en hún tengist einnig fisk- verkun Soffaníasar Cecilssonar í Grundarfirði, og Vilhjálm Birgis- son, formann Verkalýðsfélags Akraness. Mikil hagræðing og réttlætísmál Gmndarfjörður og Vestmanna- eyjar skera sig nokkuð úr þeim út- gerðarstöðum hérlendis sem selja fisk í gámum beint á markaði er- lendis. I Gnmdarfirði var landað 18.300 tonnum á árinu 2006, þar af fóm 6.615 tonn í gámaútflutning. Þar nam því kvótaskerðing rúmum sexhundruð og sextíu tonnum. Sig- ríður Finsen, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar fagnar ákvörðun stjórnvalda að afnema 10% álags- regluna. „Þetta er réttlætisspor og mikið hagsmunamál fýrir byggðar- lagið. Margir þeirra sem stunda gámaútflutning era einnig með öfl- uga fiskvinnslu,“ sagði Sigríður í samtali við Skessuhorn og bætti við: „Fiskvinnslan hefur sérhæft sig í vinnslu ákveðinna tegunda og aðr- ar tegundir em fluttar ferskar út. Utgerðarmenn hafa reynt að sér- hæfa sig í veiðum og til dæmis reynt að veiða flatfisk og steinbít og sá fiskur er fluttur út ferskur. Þetta hefur því mikla þýðingu fýrir sjó- menn. Þeir fá hærra verð til skipt- anna og útflutningurinn lyftdr upp tekjum þeirra. Auk þess aukast tekj- ur hafnarinnar, en útgerðir borga ákveðna prósentu af aflaverðmæti í aflagjöld. Það má segja að sérhæfð vinna fari fram um borð í skipum sem stunda gámaútflutning. Fisk- urinn er slægður, honum raðað sér- staklega í körin og ísaður með tilliti til þess að flytja eigi fiskinn út. Eg get ekki séð að það sé skynsemi að vinna þennan afla í landi ef fiskverð er lægra en í útflutningnum og verðmætið eykst ekki sem nemur vinnulaununum,“ sagði Sigríður Finsen. Hún bætir við að fýrir átta áram hafi Samkeppnisráð kveðið upp sitt álit á því að þessi ffamkvæmd fæli í sér mismunun milli innlendra út- gerðarfýrirtækja og raski sam- keppnisstöðu þeirra innbyrðis. Alagið hafi verið réttlætt með því að afli vigtist verr upp úr skipi vegna rýrnunar þegar komið væri á markað erlendis. Hins vegar sýndu nýjar rannsóknir að það væri óvera- legur munur á því. Vinnan flutt úr landi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélag Akranes er á annarri skoðun en Sigríður Finsen. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að álagið þurfi að vera áfram þótt það rýri kjör sjómanna. „Við verðum að tryggja að fiskvinnslufólkið hafi nægt hráefni til vinnslu. A síðasta ári vom flutt út 56 þúsund tonn af fiski í gámum og að mínu mati á að vinna meira af honum hér heima. Ef íslensk stjórnvöld vilja skapa okkar fólki atvinnu er nauðsynlegt að ná þessum fiski í innlenda vinnslu. Við eigum skýlaust að vinna allan fisk hér heima,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Hann bendir á að fram komi á fréttavefnum www.fishupdate.com að mikil gleði sé nú meðal þeirra sem starfa í sjáv- arútvegi í Hull og Grimsby, vegna þessa samnings við íslensk stjórn- völd. Menn sjá fram á betri tíma vegna bættra möguleika á að keppa á markaði um íslenskan fisk. Þar kemur ennffemtu- fram að hags- munaaðilar í Bretlandi hafi þrýst á um þessa breytingu ásamt íslensk- um fiskútflytjendum og eigendum íslenskra togara. „Miðað við þessar yfirlýsingar verður þetta stórt vandamál ef tekið er tdllit til 30% skerðingar á þorskveiðum sem Hafrannsóknarstofnun er að leggja til. Þá blasir við að stóraukinn út- flutningur verður á gámafiski,“ Vilhjálmur að lokum. af Rauðar tölur í fimmtán metrum Víða um land em skilti Vega- gerðarinnar sem sýna hitastig og vindhraða. A þeim sömu skiltum getur einnig að líta hvað vindhvið- ur em miklar á tilteknu svæði. Ef hraði vindsins fer yfir ákveðna metra á sekúndu verður talan rauð. Fram að þessu hefur hún roðnað í tuttugu metram en nú bregður svo við að rauða talan birtist þegar vindhraðinn verður fimmtán metr- ar á sekúndu. Magnús V. Jóhanns- son, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi, sagði í samtali við Skessuhorn að með þessu væri ver- ið að bæta þjónustu við vegfarend- ur og íbúana. „Við geram þetta mest vegna hjólhýsanna sem dregin em um alla vegi. Þau þola ekki miklar vindhviður og við eram að bregðast við því. Þetta verður alla vega svona í sumar en ég veit ekki hvort markið verður aftur sett hærra er líður á haustið," sagði Magnús. Fyrir allmörgum áram var mikið af hljólhýsum á íslenskum vegum sem síðar var mörgum hverjum plantað í græna laut sem ígildi sumarhúsa. Þau hafa vart sést síðan á vegum landsins fýrr en fýrir einu til tveimur árum, er þeim tók að fjölga aftur. Menn hafa e.t.v. gleymt af hverju brottfall þeirra stafaði á sínum tíma. Þá voru þau hvorki gerð fýrir íslenska vegi né íslenskan vind. Vegirnir hafa að sönnu batnað, en rokið hefur ekki farið neitt. bgk SlökkviliSsmaöur sprautar vatni yfir moldarsvœðið við Eyrarflöt til að koma vegjýrir að eldur nteði að blossa upp. Eldglæður á Akranesi Slökkvilið Akraness var kallað út á þriðjudagskvöld í liðinni viku þar sem tilkynning barst um að reyk legði ffá mold við Eyrarflöt á Akra- nesi. Eldur náði ekki að breiðast út en þó kraumaði í glóð í þurrum jarðveginum. Slökkviliðsmenn áttu ekki í erfiðleikum með að drepa niður þær glæður sem þar voru. Ekki er vitað um upptök en mikill þurrkur hafði verið í marga daga áður og því jarðvegur afar þurr. kóó Pistill Gísla Margmiðlun Mig langar að byrja á því að óska ungfirú Anderson, henni Pamelu, hjartanlega til hamingum með daginn en líkt og allir vita varð hún fertug á laugardaginn. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að við eigum bæði aldurinn og fallegt útlit sameiginlegt við Pamela. Munurinn er hinsvegar sá að hennar fegurð er handverk færustu skurðlækna í Bandaríkjahreppi en mín er lífrænt ræktuð í Lundarreykjadalnum. Það breytir engu um það að ef fólk vissi það ekki almennt að það er tæplega hálft ár á milli okkar Pamelu þá myndi það sjálfsagt halda að við værum tvíburar. Mér finnsta það meira að segja stundum sjálfum. I öllu falli veit ég meira um Pamelu en væri hún raunveruleg systir mín. Þökk sé svokölluðum glanstímaritum. I dag er það að vísu þannig að maður getur fengið að vita allt um alla. Þökk sé bloggsíðunum á veraldarvefnum. Mun meira en maður vill vita í mörgum tilfellum. Má segja það að jaðri á köflum við ákveðna strípihneigð þegar fólk opinberar alla sína leyndustu leyndardóma fýrir allra augum á netinu. Það er hinsvegar einkamál hvers og eins hvort hann vill yfir höfuð eiga einkamál eða bera allt sitt á torg. Það sem er hinsvegar ámælisvert, svo ekki sé meira sagt, er þegar menn nota þennan óritskoðaða miðil sem vefurinn er til að ausa aðra auri og það jafnvel í skjóli nafnleyndar. Eg tek það fram að sjálfur hef ég ekki orðið fýrir því svo ég viti til þótt ég eigi það vafalítið skilið. Ég hef hinsvegar lagst svo lágt að lesa um nafngreindar persónur ótrúlegasta óhróður og viðbjóð sem skrifaður er undir dulnefni. Líkt og oft áður kasta ég grjóti úr glerhúsi en það er ekki óalgengt að glerbrotunum rigni yfir mig af þeim sökum. Ég blogga reyndar ekki og af alþekktum hroka mínum lít ég svo á að það sé langt neðan við mína virðingu. Ég þarf hinsvegar ekki að blogga því ég kemst upp með að bulla vikulega í Skessuhorn og þó að blaðið lúti strangari siðferðisreglum en veraldarvefurinn þá er ekki þar með sagt ég sé neitt skárri í mínum skrifum en þeir sem ég er að sldta út hér að framan. Það viðurkenni ég hinsvegar aldrei. Ég hef það hinsvegar mér til málsbóta að ég skrifa undir eigin nafni. Nema náttúrulega að Gísli Einarsson sé dulnefni og ég heiti í raun og veru Jón eða Gunna. Þið fáið aldrei að komast að því fýrir víst! Gísli Einarsson (eða það haldið þið)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.