Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4.JULI2007 ^Ktasunu^. i ✓ Otímabær framúrakstur LBD: Alls urðu 7 umferðaró- höpp í síðastliðnni viku í um- dæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum. Oll voru þau án telj- andi meiðsla en mikið var um eignatjón. Ahöfh þyrlu í eftir- litsflugi tilkynnti um eitt óhapp- ið til lögreglunnar í Borgarnesi en þyrlan var töluvert á ferðinni við umferðareftirlit í Borgarfirði um helgina. Mikil mildi var að ekki varð stórslys þegar vörubíll með aftanívagn í ótímabærum framúrakstri olli árekstri við Svignaskarð á föstudeginum. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi voru alls 55 ökumenn tekn- ir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku, þar af óku átta þeirra á yfir 120 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 og þrír á yfir 80 km hraða þar sem hámarks- hraði er 50 km/klst. Einn var tekinn fyrir að aka undir áhrif- um fíkniefna, fjórir teknir fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur. -mm Hámarkslán lækkuð í 80% ÍBÚÐALÁNASJ: Hámarkslán Ibúðalánasjóðs verða lækkuð úr 90% í 80% á morgun. Þetta er samkvæmt reglugerð sem Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra, hefur undirritað. Hún ætlar að stórefla félagslega þátt húsnæðislánakerfisins. Ráð- herra segir að ákveðið hafi verið að lækka lánshlutfall Ibúðalána- sjóðs til að bregðast við hækk- unum á fasteignamarkaði, þenslu og verðbólgu. Þannig eigi að draga úr eftirspurn og senda skýr skilaboð á markað- inn. Jóhanna hefur einnig ákveðið að efla félagslegan þátt húsnæðiskerfisins, þar á meðal leigumarkaðinn og með lánveit- ingum til fólks sem er undir skil- greindum tekju- og eignamörk- um. Einnig er gert ráð fyrir því að skýrar verði skilið milli al- mennra og félagslegra lánveit- inga. „iVleð þessu er ekki verið að boða breytingar á stöðu Ibúðalánasjóðs, heldur áherslu- breytingar," segir Jóhanna. Skipuð verður nefiid til að semja frumvarp þessa efnis og það verður lagt fram á komandi þingi. Frumvarpið verður unnið í samráði við sveitarfélög og verkalýðshreyfmguna. -mm Nýr framkvæmda- stjóri LSS LANDIÐ: Sigurður Eyþórsson tók við starfi framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts um mánaðamótin. Sigurður tekur við af Birni Elísyni sem ráðinn var í október síðastliðnum. Sig- urður er 37 ára gamall og hefur unnið hjá Framsóknarflokknum síðustu 13 ár, þar af fram- kvæmdastjóri ffá 2003 til síðustu áramóta. Aður hefur Sigurður meðal annars starfað hjá Sjávar- útvegsstofnun Háskóla Islands og í forfallaþjónustu bænda. A heimasíðu Landssamtakanna kemur fram að Sigurður stund- aði nám í stjómmála- og tölvun- arfræði og hefur auk þess lokið margvíslegum námskeiðum. Þá var hann m.a. formaður nefndar allra flokka um lagaumhverfi stjórnmálasamtaka sem undirbjó lagafrumvarp um fjármál þeirra sem varð að lögum í lok síðasta árs. -kóp Búfé við þjóðvegina vandamál Að undanförnu hefur mátt sjá mikið af fé á beit meðfram þjóðveg- um í Borgarbyggð og er það hald manna að um meira magn sé að ræða en á síðasta ári. Nokkuð hefur borið á því undanfarið að ekið sé á fé, bæði fullorðið og lömb og voru sem dæmi ummerki um slíkt við Gljúfurárbrú í Borgarfirði, síðasta mánudagskvöld. Lausaganga búfjár er ekki bönn- uð í sveitarfélaginu. Skessuhorn hafði samband við Pál S. Brynjars- son sveitarstjóra og spurði hvort til stæði að breyta því. „Það hefur eng- in ákvörðun verið tekin um það mál. Hins vegar sat ég fund í gær, þriðjudag, með fulltrúum frá Vega- gerðinni og lögreglunni um búfé við þjóðvegina. Tilfinning manna er sú að meira sé af fé við vegina þetta sumar en verið hefur og bregður mönnum við effir mörg góð ár. Sérstaklega er verið að skoða hvernig málin standa á Holtavörðuheiði sem er afréttur margra Borgfirðinga. Þar þarf að knýja á um lagfæringu og meining- in er að þessir aðilar fari saman í það verkefni," sagði Páll. Holtavörðuheiðin verst Að sögn Theódórs Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns í Borgarnesi er það árvisst vandamál að ekið sé á búfé á vegum í umdæminu en óvenju mörg tdlvik hafa komið upp á þessu ári. Samþykkt var á fúndin- um að stórauka forvarnir með því að semja við nokkra lykilmenn í héraði um að bregðast snarlega við lausagöngu á vegsvæðum umferð- armestu veganna, handsama gripina og koma þeim í öruggar girðingar. „Langversta svæðið er afrétturinn á Holtavörðuheiði en þar verða á hverju sumri milli 20 og 30 ákeyrsl- ur á kindur og lömb. Það er sjaldan sem hægt er beinlínis að girða fyrir slysin en á Holtavörðuheiðinni er það hægt með mjög ódýrum hætti, miðað við það tjón sem þarna verð- ur á hverju ári. Um er að ræða 12 km vegarkafla, frá Miklagili niður að Fornahvammi, sem girða þyrfti beggja vegna vegarins. Þegar brúin í heiðarsporðinum var endurnýjuð var gert ráð fyrir sérstakri gang- braut fyrir kindur, undir hana. Þeg- ar umferðin er mikil má sjá kind- urnar velja það í dag að fara frekar undir brúna heldur en yfir veginn, þó ógirt sé meðffam honum. Við viljum því að lögð verði mikil áhersla á að fá sérstaka fjárveitingu í þessa girðingu,“ sagði Theódór. Unniðvið lagfæringar girðinga Guðmundur Pétursson er yfir- maður girðingamála á umráðasvæði Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Hann sagði í samtali við Skessu- horn að Vegagerðin sæi um viðhald girðinga við hringveginn á svæði ffá Hvalfirði að Hítárá í vestri og upp að Norðurá við Hellisá. A þessu svæði væri búið að fara yfir allar girðingar og lagfæra á flestum stöð- um. „Við eigum eftir að fara í lag- færingar á girðingum við Svigna- skarð í Borgarhreppi hinum gamla. Vonandi tekst að gera það í sumar. Þar hefur oft verið mikið vand- ræðasvæði. Margir staðir eru þar fyrir fé að leynast og það skýst oft upp á veginn með alvarlegum af- leiðingum. En sá staður sem er erf- iðastur er Holtavörðuheiðin og það endar á því að illa fari þar, með skaða á fleiru en fé og ökutækjum. Einnig erum við að girða rétt fyrir neðan, ffá Sanddalsá og yfir í fjall- girðinguna sem þar er. Á þennan hátt erum við að vonast til að fé sem leitar niður af heiðinni eða úr Sveinatxmgulandi lendi í þessu hólfi og fari þá ekki á veginn. En því miður er það svo að sumum kind- um halda engar girðingar, hversu vel sem þær eru gerðar,“ sagði Guðmvmdur Pétursson. Við þetta má bæta að á hverjum fimmtudegi fer smali á vegum Vegagerðarinnar, vítt og breytt um umdæmið og smalar vegsvæðið. Eru flestir sammála um að það hafi verið til bóta. bgk Þjóðlegur matur í ön<* ÁJónsmessunni stóðu Húnvetn- ingar fyrir héraðshátíð undir heit- inu Bjartar nætur. Hátíðinni lauk með hinu árlega Fjöruhlaðborði húsffeyjanna á Vatnsnesi sem hald- ið er í snotru félagsheimili sem nefnist Hamarsbúð. Á Vatnsnesi standa konurnar í ströngu í marga daga við að útbúa hlaðborð með tugum þjóðlegra rétta sem margir hverjir eru við það að falla í gleymskunnar dá. Afurðir af sel og fuglum, sauðfé og úr sjávarfangi ýmiss konar gladdi bragðlauka þeirra sem gefnir eru fyrir mat eins og hann var verkaður á öldum áður. Samkoman var haldin í fallegu umhverfi Hamarsbúðar á vestan- verðu Vatnsnesi þar sem sjórinn, fjaran og fjallið var umgjörðin. Þrátt fyrir að gustaði ffemur köldu af hafi skemmtu á fjórða htmdrað gesta sér ágætlega. Auk hlaðborðs- ins var á dagskrá bögglauppboð og söngur og að endingu var dansað í stóru samkomutjaldi. Bjartar næmr njóta sífellt meiri vinsælda og kemur fólk langt að til að njóta veitinganna sem tvímæla- laust má flokka sem eina merkileg- ustu viðleitni landsmanna til að viðhalda upplýsingum um forna matargerð. Því hvar annarsstaðar er gegn vægu verði hægt að bragða á selkjöti, höfrungs- og hrefnukjöti, grásleppuhrognabollum, reyktum hrútspungum, skötustöppu, súrum hænueggjum, blóðpönnukökum, súrsuðum selshreyfum eða öðru góðgæti? Þeim sem ekki hugnaðist þessi matur bauðst að bragða á ýmsu sem fólk þekkir betur, svo sem hangikjöti, reyktum fiski ýmiss konar og brauðmeti eins og það best þekkist til sveita. A hjalli úti við er sýnishom afþmrkuðu og hertu sjávarfangi afýmsu tagi. ViS þurrkun getur ftskurinn tekið á sigýmsar kynjamyndir eins ogþessi mynd ber með sér. A hjallinum mátti já sýnishom af síld og loðnu, silungi, rauðmaga, þorski, steinbíti ogýmsu öðru sjávarfangi. Nokkrir Borgfirðingar l'ógðu leið sína á Vatnsnesið. Þeiira á meðal voru þau Dagbjartur og Þórdís í Hrísum sem hér glugga í upplýsingar um veisluréttina á borðum húnvetn- inga. Það tók gesti talsverðan tíma að velja sér á diskana, enda af m'órgu að taka. Allt varþó merkt. I eftirrétti var hœgt að velja úr ábrystum úr kúm eða kindum, rabbarbaragraut, heimalöguðu skyri ogjjallagrasamjólk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.