Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 ^»áúunu>.! Ovissan er verri en erfiðleikamir Rætt við Gunnlaug Arnason í Stykkishólmi Gunnlaug Auðunn Arnason þekkja margir. Hann er fæddur og alinn upp í Stykkishólmi, fór í Kennaraháskólann 16 ára og lauk kennaraprófi árið 1970. Kennara- starfið spannaði 20 fyrstu árin af starfsævi Gunnlaugs, fyrstu sex árin kenndi hann við Varmalandsskóla í Borgarfirði en þvínæst við Hafrar- lækjarskóla í Þingeyjarsýslu í 14 ár. Eftir það flutti hann sig um set á æskustöðvarnar þar sem hann hefur búið og starfað síðan. „Eg flutti aítur til Stykkishólms árið 1990 með mína fjöldskyldu en þá tók ég við rekstri tveggja út- gerðarfélaga sem faðir minn Arni Helgason átti hlut í. Það voru fyr- irtækin Sólborg ehf. annars vegar sem gerði út bátinn Arsæl SH 88 og Sæfell hf. hins vegar sem gerði út bátinn Gretti SH 104. Var ég framkvæmdastjóri beggja þessara fyrirtækja. Núna geri ég og systkini mín ásamt Þórsnesi ehf. í Stykkis- hólmi út línubátinn Bíldsey SH og er hann í krókakerfinu,“ segir Gunnlaugur. Miklar breytingar Gunnlaugur segist aldrei hafa ætlað sér að ílengjast í kennara- starfinu því hugurinn stefndi á ann- að. „Eg vildi öðlast nýja reynslu sem gæti nýst mér síðar á lífsleið- inni,“ segir Gunnlaugur. „Eg flækt- ist sífellt meira í útgerðarmálin og er ekki enn búinn að greiða úr þeirri flækju,“ segir Gunnlaugur og brosir. „A þessum 17 árum sem ég hef verið í útgerð hafa orðið miklar breytingar og þá sérstaklega hér í Stykkishólmi. Skelveiðar, sem hafa verið bannaðar í nokkur ár, voru okkur mjög mikilvægar og það sama má segja um rækjuveiðar sem sköpuðu okkur verkefni í nokkra mánuði á ári. Fyrir fimm árum hafði ég verkefni fyrir Gretti í 11 mánuði á ári en eftir að skelveiðar voru bannaðar og rækjuveiðar lögðust af, stóð ég allt í einu uppi með bát sem hafði aflaheimildir í bolfiski í fjóra mánuði. Eg reyndi það í tvö ár, en það gekk ekki upp. Þá var ekki um annað að ræða en að skipta um gír í stað þess að hætta alveg og fyrir tveimur árum seldi ég Gretti og keypti mig inn í króka- kerfið," segir Gunnlaugur. Forsendur breytast stöðugt „Eftir að við fórum í krókakerfið höfum við stöðugt aukið við okkur kvóta sem er undirstaða þess að geta gert út á sómasamlegan hátt. Núna erum við með 700 tonna kvóta af þorski og 350 tonn af ýsu og öðrum tegundum þannig að við erum með yfir 1000 tonna kvóta á Bíldsey," segir hann. „Ovissan er versti óvinur okkar í útgerð en því miður er htín alltaf að angra okkur. Eg hlakka til þegar stöðugleiki fær- ist yfir greinina, en það er fátt sem bendir til þess í dag að það verði í náinni ffamtíð. Erfiðleikarnir eru þó skömminni skrárri því þeir er eitthvað sem hægt er að takast á við og reyna með því móti að komast yfir hjallann. I þessum rekstri hefur lítdð þýtt að gera áætlanir því for- sendurnar eru alltaf að breytast. Utgerð miðast við að fiska og draga björg í bú. Þú veist hvað þú hefur í hendi í dag en það getur allt breyst á skömmum tíma,“ segir Gtrnn- laugur. Góð aflabrögð í vetur „Aflabrögð hafa verið mjög góð í vetur og erum við komnir með 700 tonn upp úr sjó en á síðasta kvóta- ári var aflinn 930 tonn. Kosturinn við að vera með bát sem er útbúinn línubeitningarvél er sá að við erum ekki bundnir við heimahöfh," segir Gunnlaugur. „Beimingarvélin gerir okkur færanlegri. Við eram að róa frá Hofsósi ffá vori og fram á haust og í október og nóvember voram við með Bíldsey á Djúpavogi. Frá áramótum var bámrinn að róa ffá Stykkishólmi og ffam í miðjan maí en þá var farið aftur á Hofsós. A bámum starfa nú fjórir menn og í gegnum tíðina hef ég allaf verið Skipt um toghlera í Þorvarði Lárussyni SH. Míkið líf við höfiiina í Grundarfirði Mikið líf er ávallt við höfnina í Grandarfirði, sérstaklega fyrri part vikunnar, að sögn Kristins Olafs- sonar hafnarvarðar. Talsvert er um að aðkomuskip landi afla sínum í Grundarfirði og er sá afli keyrður á brott. „Þá er einnig talsvert um að sett sé í gáma hér, við erum með góða þjónusm við þau skip sem koma hingað til löndunar og hefur fyrirtækið Djúpiklettur séð um löndum fyrir þá sem óska þess. Afli Grandarfjarðarbátanna hefur verið góður að undanförnu, en þó era tveir bátar komnir í sumarfrí, Grandfirðingur og Sóley." af Gunnlaugur Amason á skrifsofu sinni. iáí Ljósm. GA Bíldsey SH sem Gunnlaugur gerir út. með úrvalsmannskap á bátunum.Við löndum þorskinum hjá Þórsnesi en annar afli fer á markað." Aðspurður um fiskverð segir Gunnlaugur: „Síðasta ár var gott og kannski tími til kominn því á síð- ustu áram hefur fiskverð verið lágt sem kom niður á tekjum útgerðar- innar og sjómanna. Það er minni kostnaður á olíu á línubátum en á bámm sem era á togveiðum. Við nomm eingöngu Saury eða makríl sem beitu sem nýtist mjög vel og svo er ýsan mjög hrifinn af hon- um,“ segir Gunnlaugur. Ósáttur við aðferðarfræði Haffó „Tillögur Haffó ollu mér mikl- um vonbrigðum, ég á ekki orð til að lýsa þeim,“ segir Gunnlaugur brúnaþungur á svip er hann var spurður út í tillögur Hafró um að skera veralega niður í þorskveiðum. „Það var mög góð veiði í Breiðar- firði í vemr og má með sanni segja að aflabrögð hafi verið ævintýri lík- ust. Þá var vertíðin í vetur ein sú besta í langan tíma og lítið sem bendir til þess að stofninn sé á nið- urleið. Holdafar þorksins í vemr var betri en hefur verið síðusm ár og því kemur það okkur mjög á óvart að fá tillögu um slíkan niður- skurð frá Hafró,“ segir Gunnlaugur áhyggjufullur. „Ef við sæjum ein- hver merki þess að þorskstofninn væri á niðurleið væram við tilbúnir að sætta okkur við tillögurnar. Það er okkar hagsmunir að hafa sterkan þorskstofn og á því byggist okkar ffamtíð. Það era margir útgerðar- menn og sjómenn ósáttir við að- ferðarfræði Hafró til að mæla hryggningarstofn þorsksins. Það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á stofnstærð fiskistofiia og því er það mikilvægt að efla rannsóknir á lífríki hafsins til að öðlast meiri þekkingu á því sem þar er að ger- ast,“ segir hann. Tillögumar munu leiða til brot±kasts Gunnlaugur segir að ef kenning- ar Hafró reynist réttar sé það mikill skellur fyrir útgerðir og sjómenn því þorskurinn er undirstaða í veiði bolfisks. „Til dæmis er lagt til að veiða 93.000 tonn af ýsu á næsta kvótaári en sá ýsuafli næst aldrei ef þorskvótinn yrði skermr niður í 130 þúsund tonn. Þá þyrfti aflasamsetningin að vera þannig að á móti 4 tonnum af þorski yrði að veiða 3 tonn afýsu. Það vita það all- ir sem til þekkja að það gengur aldrei upp og sú staða myndi hvetja til brottkasts. Það er von okkar að það verði meira hlustað á raddir þeirra sem starfa við greinina, áður en til endanlegrar úthlutunar kem- ur.“ Útgerðarmenn misjafnir Sturla Böðvarsson, alþingmaður hélt fræga ræðu á sjómannadegin- um á ísafirði og gangrýndi kvóta- kerfið. Aðspurður um þá ræðu seg- ir Gunnlaugur: „Smrla hefur verið fylgismaður kvótakerfisins og sem þingmaður og ráðherra hefur hann lagt sitt af mörkum til þess að treysta á búsetu á þessu landsvæði. Við sem þekkjum Smrlu treystum því að hann haldi áffam á þeim vegi. Hann er vel meðvitaður um hvað er að gerast í byggðum þessa landshluta og hann mun standa með okkur. Það má ekki hrófla við kvótakerfinu, menn mega ekki blanda saman kvótakerfinu og til- ögum Hafró,“ segir Gunnlaugur sem er sátmr við kvótakerfið sem stjórntæki. „Kerfið hefur leitt til mikillar hagræðingar í greininni en vissulega era til útgerðarmenn sem misnota kerfið og setja um leið svartan stimpil á þá sem starfa í greininni og misbjóða off almenn- ingi. Sem bemr fer era þeir mjög lítrill hluti útgerðarmanna og til- heyra ekki þeim sem era að byggja upp og ætla sér að smnda útgerð og vinnslu til ffambúðar.“ Félagsvera Gunnlaugur hefur einnig sinn frítíma og áhugamál sem tengjast þá off félagsmálum. „Eg er greini- lega mikil félagsvera því ég hef gaman af að starfa með góðu fólki. Eg hef verið félagi í Lionsklúbbi Stykkishólms sem er góður hópur manna sem gaman er að kynnast og vera í samstarfi við. Þá hef ég einnig verið gjaldkeri í sóknarnefnd Stykkishólmskirkju í nokkur ár. Þar hef ég reynt, ásamt öðra góðu fólki, að láta tekjurnar duga fyrir útgjöld- um en það getur verið erfitt hjá litl- um söfhuði sem á stóra og fallega kirkju. Nú stendur yfir söfnun til kaupa á nýju pípuorgeli í kirkjuna og það verður ánægjulegt þegar sá áfangi er í höfn,“ segir Gulli. Hann segir að faðir sinn eigi eyjuna Bílds- ey, ásamt Agústi Bjartmars, og þangað finnst fjölskyldunni gott að koma. „Þar er dúntekja auk þess sem við eram með fjárbúskap okk- ur til gamans. Þá erfði ég starf fréttaritara Morgunblaðsins í Stykkishólmi frá pabba,“ segir Gunnlaugur brosandi og bætir við: „Starf fréttarritara er gefandi og gaman að fá tækifæri til að segja frá jákvæðu mannlffi í okkar samfé- lagi,“ segir Gunnlaugur að lokum. af

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.