Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 Byggðarmerki Hvalí] a rðarsveitar - af gefiiu tilefiii í grein sem birtist í Skessuhorni 27. júni sl. og fjallar um óánægju með byggðamerki Hvalfjarðar- sveitar er haft effir sveitarstjóran- um ,,..að óþarfa viðkvæmni sé fyrir krossinum og að sjálfur hefði hann ekki sett sig á móti heiðnu tákni s.s. Þórshamri.“ Ekki veit ég hvort ummæli sveit- arstjóra voru sögð í gamni eða al- vöru, en í þessum orðum speglast glöggt misskilningur þeirra sem sætta sig við „vörumerki" eða „lógó“ í merki sveitarfélagins. Sem heiðin kona hefði ég orðið alveg jafn agndofa yfir að sjá Þórshamar eða Davíðsstjömu í merki sveitar- innar eins og krosstáknið. Það sama hefði gerst við að sjá þar Cola Cola lógóið eða hamar og sigð. Eg vona að forvígismenn sveitar- félagsins sýni íbúunum ffamvegis þá virðingu að skoða þessa gagn- rýni á málefnalegum forsendum í stað þess að reyna að persónugera hana. Svona horfir málið einfaldlega við: Þetta snýst ekki um trú Þetta snýst ekki um einstaklinga Þetta snýst ekki um listrænan smekk. Gagnrýni þeirra sem hafa tjáð sig um merkið snýst um að farið sé eftir lagalegum og siðferðislegum reglum samfélagsins: Þetta snýst um að fara eftir skil- málum keppninnar. Þetta snýst um að virða landslög (sbr. Stjórnarskrá). Þetta snýst um að lúta alþjóðleg- um lögum gegn mismunun þjóðfé- lagshópa (sbr. Mannréttindasátt- máli S.Þ.) Þetta snýst um að sýna samferða- mönnum sínum á jörðinni virðingu og neyta ekki aflsmunar gagnvart minnihlutahópum. Það verður enginn maður af meiri að reyna að breiða yfir tákn- mál þessa merkis. Lógóið er í sjálfu sér afar skýrt - það er krosstákn, tákn einnar sterkustu trúarsam- steypu heimsins. (Efist einhver get- ur hann lesið bækling sveitarfélags- ins því til staðfestingar). Ibúar Hvalfjarðarsveitar sem gagnrýna merkið vilja sameiningar- tákn. Af nógu er að taka í sveitarfé- laginu okkar. Jóhanna Harðardóttir í Hlésey, Hvalfjarðarsveit Draumur sem varð að veruleika Guðrún Elísabet Jensdóttir við eitt verka sinna. Opnuð hefur verið ljós- myndasýningin „Heima er best“ í Gamla Rifi - kaffi- stofu. Það er G. Elísabet Jensdóttir frá Rifi sem sýnir þar hluta af lokaverkefni sínu sem hún vann í Ljós- myndaskóla Sissu og Leifs síðastliðinn vetur og lét þar með gamlan draum rætast. Þessi myndaröð sýnir nokkra heldri borgara úr Snæfells- bæ í starfi og leik. Sýningin mun standa í nokkrar vikur og er opið í Gamla Rifi frá kl. 12 - 22 alla daga. Myndirnar eru allar svarthvítar, teknar á filmu og handpentaðar á fíberpapír. Elísabet sagði í samtali við Skessuhorn að hún hefði verið með ljósmyndadellu í 30 ár og tekið mikið af myndum á þessum árum. „Eg á orðið mikið myndasafh en hef ekki verið nógu dugleg að skrá- setja myndinar. Ég hef heillast af svarthvítum myndum og mér finnst einnig skemmtilegast að taka myndir af heldra fólki við þeirra kjöraðstæður og reyna að ná fram tilfinningum þeirra. Ég fór í skól- ann í vetur en það hafði verið draumur minn lengi að fara í ljós- myndanám. Draumar eru bara draumar nema þeir verði að veru- leika þá verða þeir að persónuleg- um sigrum." Elísabet segir að sér finnist skemmtilegara að taka á filmur og bætir við að ef hún vilji taka góðar myndir velji hún filmuvél. „Þá vandar maður sig meira og meiri vinna liggur á bak við hvern ramma. Svo þarf náttúrulega að framkalla myndirnar í myrkra- hergi, en digital tæknin er þægileg og fljótleg og ég nota einnig digital þótt filmunar séu skemmtilegri." af Enn beðið átekta við ámar Óhætt er að segja að laxveiði- menn séu allt armað en kátir þessa dagana. Ekki hefur rignt í margar vikur og margar af gjöfulustu lax- veiðiám landsins eru að þorna upp. Veiðimenn eru víða orðnir nokkuð óþreyjufullir og gleyma því kannski Kíkt eftirfiski t Alftá á Mjrum á dögun- um. að veiðin er lotterí, sérstaklega ef leyfin eru keypt með margra mán- aða fyrirvara. Miðað við langtíma- veðurspá í upphafi vikunnar má gera ráð fyrir úrkomu í vikulokin og því ætti brúnin að geta farið að lyff- ast á veiðimönnum og öðrum sem hagsmuna hafa að gæta. Þá var stór- straumur í vikunni sem vonandi skilar fleiri löxum í árnar. Sökum þurrka hafa margar veiði- ár aldrei í sögunni gefið jafn fáa laxa í upphafi veiðitímabilsins og nú í ár. Straumfjarðará og Laxá í Leirár- sveit hafi aðeins gefið örfáa laxa effir marga daga veiði. Þó hefur bleikjuveiði verið góð í Straum- fjarðará. Nokkrir lúsugir Smá von vaknaði meðal veiði- manna þegar ffegnir bárust af ellefu nýgengnum löxum sem náðust í Straumunum í Borgarfirði við ár- mót Norðurár og Hvítár um miðja síðustu viku. Um svipað leiti veidd- ust fimm laxar í Hræsvelg í Norð- urá, allt nýgenginn fiskur, svo það hefur greinilega komist einhver ganga í ána. Fiskurinn úr fengsælum lax- veiðiám Borgarfjarðar heldur sig liklega niður í Hvítá og lætur ekki sjá sig fyrr en vætan fer að skila sér. I Gljúfurá heyrðum við í veiði- mönntun og þar var rólegt og lítið sást af fiski. „Þetta hefur verið ró- legt hérna við Gljúfurá en við höf- um undið hag okkar vel, þrátt fyrir fiskleysið og notið þess að veðrið er gott,“ sagði Hrafhhildur Halldórs- dóttir sem var að veiðum við Hítará hefurfarið rólega af stað eins og aðrar ár á Vesturlandi. Veiðimaðurinn á myndinni er Þorsteinn Olafs sem hér landar einum affyrstu löxunum úr ánni. Gljúfurá ásamt fjölskyldu sinni. Hún bætti því við að fjölskyldan ætlaði upp í Langavatn því þar gætu ungu veiðimennirnir í fjölskyldunni allavegana átt von á að fá eitthvað. Gufuá í Borgarfirði er nánast þornuð upp og erfitt fyrir mávana að drukkna í henni, þó þeir hafi vissulega reynt hvað eftir annað við sílaveiðar rétt neðan við brúna á þjóðveginum. „Við erum að byrja í Álftá, vorum að setja saman veiðidótið, en staðan hérna er ekki sérstaklega góð, en við reynum samt,“ sagði Marteinn Jónasson við Álftá en þar var kom- inn einn fiskur á land. „Það rigndi í Hvalfirðinum áðan [á sunnudag] og aldrei að vita hvað gerist hérna í kvöld,“ sagði Marteinn ennfremur. Áfram var málið kannað og Skessuhorn heyrði í veiðimönnum við Hítará. Þar var búið að veiða einn lax í hollinu og hann var lúsug- ur en annars var ekki mikil hreyf- ing. Nokkrir laxar hafa veiðst í ánni. ,Jú, það er aðeins líf af nýjum fiski hérna fyrir framan veiðihúsið en þetta mætti vera meira,“ sagði Þorsteinn Ólafs. inni þegar svona árar. Ágæt veiði hefur verið í vötnunum á Arnar- vatnsheiði síðan þar opnaði en einna helst kvarta menn yfir mý- varg sem náð hefur sér vel á strik í blíðviðrinu. Veiðimenn sem voru við Arnarvatn litla í síðustu viku þoldu ekki við, þrátt fyrir góða veiði, og flúðu til byggða undan mývarginum. Sama er hvar borið er niður við laxveiðiárnar, fátt getur bjargað ástandinu annað en væn rigning og því ættu veiði- mennirnir bara að dansa réttu rign- ingardansana og bíða svo átekta. Mikið meira líf er í silungsveið- Vantar þig veiðileyfi? www.svfr.is er rnálið! Úrval veiðileyfa - og þú gengur frá kaupunum beint á netinu Fréttir, greinar, fróðleikur og margt fleira Wnet ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR www.limtrevirnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.