Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 31
>>B£sauiu/áj. MIÐVIKUDAGUR 4. JULI 2007 31 Skúli Skúlason, starfsmannastjóri Noóuráls og Valgeir Ingólfison, formaður knattspymu- deildar Skallagríms handsala samninginn. Norðurál og Borgar- verk styrkja Skallagrím Samningar hafa náðst á milli Norðuráls á Grundartanga og knattspyrnudeildar Skallagríms um stuðning fyrirtækisins við félagið. Samið var um stuðning til ársins 2009 og verður Norðurál með samningnum einn af aðalstyktarað- ilum félagsins. Þá var á föstudag Oskar Sigvaldason hjá Borgarverki og Valgeir Ingólfsson. skrifað undir styrktarsamning á milli Skallagríms og Borgarverks. Sá samningur gildir frá 2007 til 2010. Skallagrímur tapaði á fösmdag á heimavelli sínum gegn Hvöt frá Blönduósi. Loktaölur urðu 1-2 Hvöt í vil. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik sem var þó fjörugur og einkenndist af mikilli baráttu. Hvöt komst í 0-1 á 51. mínútu en Kristófer Róbertsson jaínaði metin fyrir Skallagrím 15 mínútum síðar. A 72. mínútu skoraði Hvöt aftur og Sköllunum tókst ekki að jafna leik- inn. Leikurinn skipti miklu máli þar sem liðin voru jöfh í öðru til þriðja sæti riðilsins. Eftir leikinn er Skallagrímur í þriðja sæti með ell- efu stig, Hvöt í öðru með 14 og Tindastóll á toppnum með 19 stig. kóp IA mætir Víkingi í bikamum ÍA mætir Víkingi úr Reykjavík í VISA bikarkeppni karla í knatt- spymu. Dregið var í sextán hða úr- slit á fimmtudag. IA á heimaleik gegn Víkingi, en liðin mættust í síðustu umferð úrvaldsdeildarinn- ar og höfðu Skagamenn þá sigur 3-0. Tvær aðrar viðureignir verða á milli úrvalsdeildarliða, KR tekur á móti Val og í Kópavoginum mætast nágrannarnir Breiðablik og HK. Leikimir fara fram þriðju- daginn 10. júlí og miðvikudaginn 11. júlí og leikur IA á heimavelli klukkan 19:15 á miðvikudag. Leikir sextán liða úrslitanna: Keppt í boltakasti. Skagamenn treystu sig í sessi með sigri á Víkingi Skagamenn unnu verðskuldaðan sigur á Víkingi á Víkingsvelli á þriðjudag í liðinni viku þegar þeir unnu 3:0. Leikurinn var upphafs- leikur áttundu umferðar í Lands- bankadeildinni í knattspymu. Fyrir leikinn vom hðin jöfii með átta stig. En með sigri fór IA í fjórða sæti deildarinnar ásamt Fylki með 11 stig. Það var Króatinn Svadumovic í liði LA sem átti stærstan hlut í sigri Skagamanna en hann skoraði tvennu, þriðja markið skorar síðan hinn ungi og efnilegi Jón Vilhelm Akason. Víkingur byrjaði leikinn betur og vora mun sterkari aðilinn fyrsta korterið. A fimmtu mínútu átti Grétar Sigfinnur Sigurðarson Vík- ingi ágætt marktækifæri þegar hann skallaði knöttinn að marki IA. Þar var Bjami Guðjónsson til varnar og komst fyrir sendinguna og forðar því að Skagamenn fengju á sig mark. A fimmtándu mínútu verður markvörður Víkingsmanna, Bjarni Þórður Halldórsson að fara af leik- velh með skurð á höfði og fer þá heldur að síga á ógæfuhliðina hjá heimamönnum. A 26. mínútu dregur til tíðinda þegar Króatinn Svadumovic skoraði fyrir Skaga- merrn með skotd af stuttu færi eftir aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar. A hinni margffægu markamínútu, þ.e. 45. mínútu bættu Skagamenn við öðm marki og aftnr var það Svadumovic sem skorar effir að hafa fengið sendingu frá Páli Gísla Jónssyni, markverði IA, sem skaut langt frá marki án þess að vamar- menn Víkings fengju við neitt ráð- ið. Það var síðan Jón Vilhelm Aka- son sem innsiglaði sigur Akurnes- inga þegar hann skallaði boltann í markið eftir sendingu frá Andra Júlíussyni, sem var nýlega kominn inn sem varamaður fyrir Þórð Guð- jónsson. Næsti leikur IA verður í kvöld, miðvikudag, á heimavelli gegn Keflavík. Efrir þann leik fer Lands- bankadeildin í frí til 15. júlí en þá halda Skagamenn til Hafharfjarðar og leika við topplið FH-inga í deildinni. Það em því hörkuleikir ffamundan og ástæða til að hvetja fólk til að mæta á vellina. mm Héraðsmót HSH í Gnmdarfirði Héraðsmót HSH í ffjálsum íþróttum í flokki 7-10 ára var haldið í blíðskaparveðri í Grundarfirði nú á dögunum. Keppendur vora á þriðja tuginn og skemmtu sér vel £ keppni í 60 metra hlaupi, boltakasti, hástökki, langstökki og loks í 600 metra hlaupi. Margir vora býsna lúnir í lokin. Að loknum keppnisgreinum var keppendum veitt verðlaun fyrir góðan árangur. Hvöttu foreldrar böm sín vel áffam og mátti sjá góð tilþrif hjá keppendum og víst er að Snæfellingar eiga góða ffamtíðar- íþróttamenn. af Það mátti ýá góð tilþrif hjá keppendum í hástökki. 600 metra hlaupið tók vel á enda margir orðnir lúnir að þvt loknu. Hluti keppenda með verðlaun sín að lokinni keppni. s Vfkingur O. vinnur sinn fyrsta leik Ellert Hreinsson að skora annað mark Víkings eftir mistök markvarðar Fjarðarbyggðar. 1. Fjarðab.- Fjölnir 2. ÍBV-FH 3. Haukar - Fram 4. Þróttur - Keflavík 5. Þór Ak. - Fylldr 6. ÍA - Víkingur Rvk 7. KR - Valur 8. Breiðablik - HK kóp Varamarkmaður Víkings Ó til Snæfells Snæfell hefur samið við Víking Olafsvík um að fá varamarkvörð Víkings, Snæbjöm Aðalsteinsson, að láni. Snæbjörn hefur verið varamarkvörður Víkinga undan- farin ár, en hann verður tvítugur í ár. Snæfellingum veitir ekki af liðsstyrknum þar sem þeir era í neðsta sæti B riðils þriðju deildar án stiga effir fimm leiki. Reiknað er með að Snæbjörn verði þegar löglegur með Snæfelli. kóp Það var sól og blíða í Ólafevík þegar Víkingar unnu sanngjaman sigur á liði Fjarðabyggðar á mánu- dagskvöld, en lokatölur leiksins inðu 3-0. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og vora heimamenn mikið í því að brjóta af sér á upphafsmínút- unum og uppskára tvenn gul spjöld á fyrstu 20 mínútunum. Hvoragt liðið átti ffásagnarleg færi í upphafi enda var þetta baráttuleikur. Það var svo á fertugustu mínútu að Aljaz Horvat skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti hægra megin úr teignum í hornið fjær effir fyrirgjöf Ragnars Mars Sigrúnarsonar. Þannig stóð í hálfleik. Fjarðabyggð átti fyrsta færi seinni hálfleiks og sitt besta færi í leiknum á 57. mínútu, Jóhann Benediktsson tók hornspyrnu beint á skallann á Halldóri Jónssyni en Einar Hjörleifsson varði vel. A 70. mínútu skoraði Ellert Hreinsson, ffamherjinn knái úr Kópavoginum annað mark Víkinga og sitt fyrsta í sumar þegar hann pressaði stíft varnarmann og markmann Fjarðar- byggðar og komst einn á móti markinu og lagði boltann beint í markið. Fannar Hilmarsson skor- aði síðan þriðja og síðasta mark Víkinga með föstu skoti eftír send- ingu Brynjars Guðjónssonar sem er aðeins 15 ára. 3-0 sigur heima- manna var því staðreynd og Vík- ingar komnir með sinn fyrsta heimasigur, hinsvegar er þetta að- eins annar leikurinn sem Fjarða- byggð fær á sig mark í sumar, öf- undsverður árangur hjá liði sem er nýkomið upp um deild. Jónas Gestur aðstoðarþjálfari Víkings sagði í samtali við Skessu- horn að tími hefði verið kominn á sigur hjá liðinu. „Við eram búnir að spila vel í undanförnum leikjum og þetta hlaut að fara að detta með okkur. Fg óska bara strákvmum til hamingju, þeir eiga þetta skilið.“ Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fjarð- arbyggðar sagði hins vegar að liðið hefði spilað mikið undanfarið og það sæti þreyta í liðinu. „Víkingar era samt búnir að spila jafnmarga leiki og við og þetta er jafn erfitt fyrir þá en þeir spiluðu bara betur í kvöld.“ HRAÐFRYSTIHUS lhellissandshf áv/Ljósm. af

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.