Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 J&jLSaunokU Frd Vesturlandsskógum og Félagi skógarbænda á Vesturlandi: Góð sprettutíð í skóginum, en fullþurrt til nýgróðursetningar Ævintýri á gönguför íJafhskarðsskógi. Engar umtalsverðar skemmdir urðu á trjágróðri í hinu árvissa maí- hreti. Júní hefur verið afar hagstæð- ur trjágróðri, en í seinni hluta mán- aðarins varð jörð æ þurrari, svo síð- ustu dagana hættu flestir gróður- setningu vegna þurrka. En stálpað- ar plöntur hafa svo sannarlega kunnað að meta blíðuna. Þess vegna er útlit fyrir góða sprettu í sumar. Vegna þess að september á sl. ári var óvenjuhlýr, má einnig bú- ast við, að þær tegundir, sem ákvörðuðu vöxt þessa sumars síð- sumars í fyrra, nái óvenjugóðum árssprotum þetta ári. I því sam- bandi kemur fyrst uppí hugann stafafuran, en einnig allt greni. Verði áframhald á blíðunni má einnig búast við óvenjugóðum vexti í birki (sem hefur víða sloppið nokkuð vel við maðkaplágu þetta árið), sem og ösp og lerki. Ný plága breiðist nú út firá Mógilsá I vor varð vart við nýja plágu, sem leggst á víði og ösp. Um er að ræða bjöllutegund, sem étur blöðin og skaðar einkum ungar plöntur. Þó hefur stálpuð viðja á Mógilsá orðið nokkuð illa úti í sumar. Þetta leiðir hugann að því, hve galopið Island virðist vera fyrir innflutningi á lifandi plöntum. Þótt einhverjar hindranir séu í lögum og reglu- gerðum, hefur ffamkvæmd efrirlits- ins of oft brugðist. Sumir segja að hægt sé að finna nánast allar hugs- anlegar tegundir innfluttar á sum- um sölustöðum plantna! Skógarbændur! Ferð um B orgarfj arðardali þriðjudaginn 10. júlí. Félag skógarbænda og Vestur- landsskógar efna til skoðunarferðar um Borgarfjarðardali þriðjudaginn 10. júlí næstkomandi. Lagt verður af stað með rúm ffá Hyrnunni kl. 10:00 um morguninn og farið um Andakíl í Skorradal, þaðan í Lunda- reykjadal og Reykholtsdal, og end- að um sexleytið í Fossatúni, þar sem fólk mun snæða saman. Síðan verð- ur þátttakendum skilað til bfla sinna í Borgarnesi. Tilgangur fararinnar er að skoða skógrækt meðal skógar- bænda á svæðinu og ræða við þá. Jafhframt verður farið í gönguferð um stórvaxinn barrskóg í Skorradal, svo menn fái smjörþefinn af því, hvemig þeirra skógur gæti litrið út eftír 4 áratugi. Þeir sem áhuga hafa á að koma með í ferðina era beðnir um að hafa samband við starfsmenn Vesmr- landsskóga í síma 433-7053 á skrif- stofutíma á fimmtudag eða fösm- dag eða Þórarinn í síma 869-8278. Fresmr til að tilkynna þátttöku er til kl. 18:00 laugardaginn 7. júlí. Rúmferðin verður í boði FsV og Vesturlandsskóga, en veitingamar verða menn að greiða sjálfir. Vel heppnuð afmælishátíð FsV Félag skógarbænda á Vesmrlandi hélt upp á 10 ára afmæli sitt 23. júní s.l. Félagsmenn og gestir hitmst á Hreðavami kl. 14:00 í blíðskapar veðri. Birgir Hauksson skógar- vörður á Vesturlandi tók á móti okkur og sagði frá staðnum og starfsemi Skógræktar ríkisins þar. Síðan hélt hópurinn, 30-40 manns, létmr í spori og lund í gönguferð um Jafnaskarðsskóg undir leiðsögn Birgis. Skógurinn og landslagið á þessum fallega stað skartaði sínu fegursta. Gönguferðin var bæði skemmtíleg og fræðandi, þar sem Birgir fræddi okkur um skóginn, landslagið og líf og starf fólks á Hreðavatni og nágrenni fyrr og nú. Að var í skógarlundi, þar sem hitað var ketilkaffi í forláta katli sem FsV fékk eitt sinn að gjöf ffá Félagi skógarbænda á Suðurlandi. Aðrar veitingar voru í boði MS í Búðar- dal, Skógræktar rfldsins og FsV. Þegar komið var aftur heim að Hreðavatni var kynt upp í kolunum og grillað. Borðaði hópurinn und- ir berum himni dýrindis grillmat með fjölbreytm meðlæti. Fullorðn- ir átm ánægjulega samverusmnd og bömin léku sér í skóginum. Segja má að afmælishátíðin hafi tekist vel og þátttakendur voru ánægðir með samveruna, sem eflir samheldni og kynni meðal félagsmanna. Við þökkum fyrir samveruna á afmælis- daginn og Birgi fyrir góðar móttök- ur og að mega njóta þeirrar aðstöðu og fegurðar sem Hreðavatni hefur upp á að bjóða. Stjóm FsV. Vinsamlegast skilið framkvæmdaskráningu fyrir 20. júlí! Skógarbændur hafa nú lokið haustgróðursetningu, enda er víð- ast hvar orðið of þtnrt til að halda áfram gróðursemingu. Þeir sem ekki hafa lokið gróðursemingu þetta „vorið", ætm að íhuga að fresta ffekari gróðursemingu ffam í ágúst, enda verður vonandi kominn meiri raki í jörð þá. Vesturlands- skógar minna skógarbændur á að nú rennur skilafresmr fram- kvæmdaskýrslu vegna vorgróður- semingar út 20. júlí. Þeir sem ætla að fá uppgjör fyrir 25. ágúst ættu því að drífa í að skila framkvæmda- skráningu hið fyrsta. Hjördts Geirdal, nýrformaíur Skógrœktarfélags Borgarfjarðar. Upp er vaxinn timbur- skógur! Með hækkandi sól kjósa flestir að eyða tíma sínum í eitthvað annað en húsverkin heima fyrir og hugsa ef- laust margir að nú væri hentugt að hafa húshjálp. Nýlega kom á markað tölvustýrð heimihshjálp, þökk sé gíf- urlegum tækniffamförum síðusm ára. Roomba er sjálfvirkur ryksuguróbóti sem þrífur gólf án nokkurra mannlegra afskipta og ger- ir það vel og örugglega. Þegar kveikt hefur verið á róbótanxun skynjar hann herbergið og leggur það á minnið áðtu- en hann leggur upp í leiðangur til hreinsistarfa. Róbótinn getur þrifið tun 45 m2 á 40 til 50 mínútum og samkvæmt upplýsingum ffá ffamleiðanda skilar hann gólfinu 99,7% hreinu. Rafmagnshleðslan í Roombunni getur enst í allt að 120 mínútur og þegar hún tæmist fer ró- bótinn af sjálfsdáðum heim í hleðslu. Fyrir tæplega 45 þúsund krónur get- ur fólk semsagt farið að heiman að morgni og treyst því að þegar það kemur heim að kvöldi að búið sé að ryksuga íbúðina og getur þar af leið- andi slakað á út í garði og nýtt góða veðrið í stað þess að ryksuga. Þessi ryksuguróbóti fæst nú meðal Nýja húshjálpin er vélmenni annars í versluninni Model á Akra- nesi og að sögn Guðna Tryggvason- ar, kaupmanns hefur sala hans geng- ið vel. „Við höfum fengið mjög já- kvæð viðbrögð en fólk sýnir flestum nýjungum mikinn áhuga,“ segir Guðni og bendir á að að tölvur séu ffamtíðin. í haust er væntanlegur sams konar róbóti, Scooba sem er skúringaróbót og geta þeir sem kaupa sér ryksuguróbótinn fyrir 15. ágúst nk. átt möguleika á að vinna sér inn skúringaróbót í happadrættis- vinning hjá Módeli. Nú er bara spumingin hvemær sjálfvirkur af- þurrkunarrótót, sjóða fisk róbót, setja í þvottavélina róbót eða bóna bflinn róbót komi á markaðinn. Víð bíðum spennt. kóó Roomba erfier íflestan sjó ogfer út í alla króka og kima.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.