Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.07.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 SSESSiíiieBK! Sektað fyrir símann AKRANES: Lögreglan á Akranesi stöðvaði alls fimm ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Eiga hinir málglöðu ökumenn von á fimm þúsund króna sekt fyr- ir athæfið. Sérstak átak stend- ur nú yfir hjá lögreglunni til að ýta undir notkun handfrjáls búnaðar sem og bílbeltanotk- un. I síðustu viku stöðvaði lög- reglan ellefu ökumenn sem ekki voru með bílbelti. Sekt við því er tíu þúsund krónur. -kóp Skráning ómerktra leiða SNÆFELLSNES: Nú vinnur sóknarnefnd Ingjaldshóls- kirkju á Snæfellsnesi að skrán- ingu og merkingu legstaða í kirkjugarðinum. Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um ó- merkt leiði vinsamlega hafið samband við Smára Lúðvíks- son í síma 436-6644 eða 893- 2738. -mm Lokað vegna óhapps HVALFJARÐARGÖNGIN: Loka þurfti Hvalfjarðargöng- unum í hálftíma á föstudags- morgun vegna umferðarslyss sem varð við suðurenda gang- anna. Fólksbíll fór yfir á rang- an vegarhelming og rakst á vörubifreið. Engin slys urðu á fólki en göngunum var lokað vegna vettvangsvinnu lögreglu á staðnmn. -kóp Sveitamarkaður að Breiðabliki SNÆFELLSNES: Sveita- markaður verður haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Mikla- holtshreppi næstkomandi laugardag. Forsaga þess að markaðurinn er haldinn nú er að síðastliðna tvo vetur hafa verið haldin námskeið sem kallast Byggjum brýr og var á vegum Lifandi landbúnaðar, Bændasamtaka íslands og Lbhí. A Snæfellsnesi voru þrír hópar á námskeiðunum en það fór fram að mestu í fjarnámi er haldnir voru vikulegir fundir og á þeim kom þessi hugmynd að halda sveitamarkað þar sem allt mögulegt væri í boði. Næstkomandi laugardag verð- ur þessi markaður að veruleika og hefst hann klukkan 12 og stendur til 18. Ýmislegt verður á boðstólum svo sem hand- verk, málverk, garðplöntur, sultur, bakkelsi, notaðir hlutir sem vilja nýtt líf, rjúkandi kaffi og ný bakaðar pönnukök- ur, krakkahom og fleira. -mm Fjármögnun Höfða samþykkt í Hvalfj arðarsveit Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt erindi frá stjórn- endum dvalarheimilisins Höfða um fjármögnun vegna fyrirhugaðrar stækkunar heimilisins. Aætlað er að stækka þjónusturými og matsafi og verður það gert með sama hætti og hafður var á við fyrsta og annan áfanga Höfða. Bygging Höfða og stækkun var á sínum tíma fjár- mögnuð með langtímalánum sem eigendur heimilisins greiddu. Líkt og Skessuhom hefur greint ffá tel- ur stjóm heimilisins aðkallandi að stækka þjónusturýmið, þ.e. matsal, samkomusal og matsal hjúkrunar- deildar. Mikil þrengsli stafa af því að æ fleiri íbúar heimilisins þrrrfi að nota hjólastól eða göngugrind. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hafði áður samþykkt erindið fyrir sitt leyti og hafa því báðir eigendur Höfða lagt blessim sína yfir fyrir- komulagið og ekkert því til fyrir- stöðu að hefjast handa. kóp Þurrkar há grassprettu Miklir þurrkar hafa verið imdan- farið og hafa margir haft áhyggjm: af grassprettu og vatosbólum þess vegna. Skessuhomi hafa borist á- bendingar um að farið sé að minnka í mörgum hefðbundnum vatnsbólum skepna. Eiríkur Blön- dal, framkvæmdastjóri Búnaðar- samtaka Vesturlands, sagði í samtali við blaðamann að vissulega bæri mönnum að hafa eftirlit með dýr- um og því að þau hefðu aðgang að vatni. „Þetta er hins vegar eitthvað sem menn þekkja vel, merm hafa upplifað svona tíð áður og vita vel hvað þarf að gera. Menn kunna á þetta, en vissulega er ástæða til að vera á varðbergi.“ Eiríkur segist vita til þess að þurrkurinn sé farinn að há gras- sprettu verulega og hafi leitt til þess að minni uppskera sé í fyrra slætti en ella. Engin ástæða sé hins vegar til að örvænta, þetta sé bara eðlilegt íslenskt sumar. „Við höfum upplif- að þetta allt áður. Sumarið ræður því hvernig háin kemur út. Það þarf ekki mikinn rigningarkafla í júlí til að hún verði góð. Ef það verður hins vegar þurrt í júlí horfir málið öðruvísi við.“ kóp Góð aflabröð en langt á miðin Ágæt aflabrögð hafa verið að undanförnu hjá handfærabátum sem róa frá Snæfellsnesi. Omar Marísson er einn þeirra sem gerir út frá Snæfellsnesi en hann rær á trillu sinni Rakel SH 700. Ómar sagði í samtali við Skessuhorn að aflabrögð hefðu verið ágæt að und- anförnu en nokkuð langt að sækja, alveg undir Bjarg sem er um 40 mílur. „Þetta er langt að fara effir fiskinum. Stöku bátur er þó að fá á- gætis afla á grunninu og allsstaðar er mikið af síld í sjónum. Aflinn hjá mér er um 1600 kíló eftir daginn svo ég er bara ánægðtn með mitt. Það er búið að vera gott tíðarfar að Omar að landa afla dagsins undanförnu en í apríl og maí var það mjög erfitt en á móti kom að þá var styttra að fara eftir fiskinum,' sagði Ómar. af Miniii fískafli í maí en í fyrra Fiskaflinn maí var 142.061 tonn sem er rúmlega 38 þúsund tonnum mirmi afli en í sama mánuði 2006 en þá var aflinn 180.630 tonn. Minni kolmunnaafli og botnfisks- afli skýrir að mesto samdrátt í afla milli ára. Botofisksaflinn í maí 2007 var 51.998 tonn sem er tæplega sex þúsund tonna minni afli en í maí í fyrra þegar hann var 57.837 tonn. Þorskafli var nánast sá sami nú og í maí í fyrra eða tæplega 19 þúsund tonn. Hinsvegar dróst ýsuafli sam- an um 2 þúsund tonn milli ára og úthafskarfaaflinn var rúmlega 4 þúsund tonnum minni en í maí 2006. Kolmunnaaflinn í nýliðnum maí var rúmlega 84 þúsund tonn en afl- inn var tæplega 116 þúsund tonn í maí 2006. Landað var tæplega 4 þúsund tonnum af norsk-íslenskri sfid í maí 2007 en aflinn var tæplega 6 þúsund tonn í maí 2006. Heildar- afli íslenskra skipa á árinu var kom- inn í 745 þúsund tonn í lok maí 2007. Það er 90 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma á síðasta ári þegar heildaraflinn í janúar - maí var 654 þúsund tonn. Aukning í afla milli ára er vegna meiri loðnu- afla í ár. Þegar fjórðungur er eftir af fisk- veiðiárinu eru eftirstöðvar boto- fisksaflamarks ennþá talsvert meiri en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. T.a.m. eru eftirstöðvar þorsks rúm- lega 3 þústmd tonnum (slægt) meiri en á sama tíma í fyrra. Eftirstöðvar ýsu eru þriðjungi meiri en í fyrra. Annars gildir svipað um flestar botnfisktegundir að meira aflamark er effir núna í lok maí en var á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. kóp Refa- og minkaveiðimenn í Borgarbyggð Sveitarfélögum ber að gera ráð- stafanir til þess að draga úr hættu á tjóni af völdum refa og minka. Til þess að ná árangri við veiðamar er sveitarfélögum heimilt að greiða eingöngu verðlaun til ráðinna veiðimanna og fer Borgarbyggð þá leið. Hér að neðan er listi yfir ráðna refa- og minkaveiðimenn í Borgar- byggð árið 2007. Farin er sú leið að nota gömlu hreppaheitin til að auð- veldara sér fyrir fólk að sjá hverjir sjá um veiðarnar í þeirra næmm- hverfi. Fyrir Kolbeinstaðahrepp eru Guðmundur Árnason, Sigurður Jón Ásbergsson fyrir refaveiði, Magnús Kristjánsson fyrir minka- veiði og Guðmundur Símonarson fyrir hvort tveggja ref og mink. I Hraunhreppi sér Snorri Jóhanns- son bæði um ref og mink og sama gildir um Álftaneshrepp þar sem Gylfi Jónsson sér um hvort tveggja. I Borgarhreppi sér Stefán Ingi Ólafsson um minkaveiði og Sigur- björn Garðarsson og Gunnar Magnússon um refaveiði. Um Staf- holtstungurnar sjá Magnús Magn- ússon um ref og Tómas Einarsson um mink. I Norðurárdal era Gunn- ar Þór Þorsteinsson og Þorvaldur Jósefsson í refaveiðinni og Magnús Kristjánsson í minkaveiðinni. I Þverárhlíð og Hvítársíðu sér Snorri Jóhannsson um hvort tveggja. I Borgarfjarðarsveit er Snorri Jó- hannesson í refa- og minkaveiði og sama gildir um Birgi Hauksson og Björn Bjömsson. bgk Nýtt lögbýli HVALFJARÐARSVEIT: Sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum stofhun nýs lögbýl- is út úr jörðinni Galtarvík. Mun það bera heitið Aðalvík. Fyrir- huguð notkun er í samræmi við skipulag, en vakin var athygli á því að hluti Aðalvíkur er innan þynningarsvæðis frá iðnaðar- svæðinu á Grundartanga. -kóp Línuívilnun í ýsu LANDIÐ: Frá og með 6. júlí nk. fellur niður línuívilnun í ýsu að því er ffarn kemur á vef Fiski- stofu. Á fiskveiðiárinu 2006/2007 var miðað við að línuívilnun yrði 1.722 tonn í ýsu en aflinn er nú þegar orðinn rúm 1.729 tonn, eða 7 tonnum meiri en til stóð. Öðra máli gegnir um hnuívilnun í þorski. Enn vantar 1.088 tonn upp á að viðmiðunarmörkum í þorski verði náð. Þá vantar 394 tonn upp á að línuívilnun { steinbít náist. Sjá nánar á www.fiskistofa.is. -af Sex umsóknir DALABYGGÐ: Byggðaráð Dalabyggðar tekur ákvörðun um ráðningu ferða,- menningar og markaðsfulltrúa Dalabyggðar í dag, miðvikudag. Sex sóttu um starfið og var Capacent ráðning- um falið að taka umsækjendur í viðtöl og greina hver væri hæf- astur til starfans. Skýrsla með niðurstöðum verðm send for- svarsmönnum Dalabyggðar sem eins og áður segir taka ákvörðun um ráðninguna í dag. Að sögn Gunnólfs Lárussonar sveitar- stjóra voru sex sem sóttu um störfin: Anna L. Sigurðardóttir sölu og markaðsstjóri, Georg Heiðar Ormsson barþjónn, Hallfríður Jóna Jónsdóttir sölu- maður, Helga H. Agústsdóttir grunnskólakennari, Margrét Ákadóttir listmeðferðarfræðing- ur og Stefán H. Valsson leið- sögumaður. -bgk Lopapeysan á Irskum dögum AKRANES: Nú um helgina eru svokallaðir Irskir dagar á Akra- nesi sem er allsherjar bæjarhátíð og nær hámarki á laugardags- kvöldinu með risatónleikunum „Lopapeysunni 2007“. Lopa- peysan er haldin niður við Akra- neshöfn á svæði Sementverk- smiðjunnar. Þar koma fram nokkrir af þekktostu skemmti- kröftum landsins, en hitann og þungann af hljóðfæraslættinum bera Bubbi Morteins með hljómsveitina Stríð og friður og hljómsveitin Buff ásamt Matta úr Pöpunum. Einnig mun stíga á stokk hinn ástsæli Ragnar Bjamason og sjá tun upphitun og fjöldasöng ásamt öðrum. Er þetta í fjórða skipti sem Lopa- peysan er haldin í tengslum við Irska daga á Akranesi. Á síðasta ári lukkuðust tónleikarnir í alla staði ffábærlega, enda um ein- stakan viðburð að ræða. Til að tryggja fjölbreytni og góða að- stöðu era á svæðinu úrval veit- inga í tjöldum, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Forsala á Lopapeysuna 2007 gengur vel en miðar í for- sölu eru seldir í Pennanum Akranesi, Kirkjubraut 54 (s. 431-1855). Miðaverð er kr. 3.000 en einnig verða seldir miðar á staðnum frá kl: 21:30. Aldurstakmark á Lopapeysuna er 18 ár. {'fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.