Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Nína Guðrún Geirsdóttir ninagudrun@gmail.com, Margrét Hugrún Gústavsdóttir margret.hugrun@gmail.com Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon G arðrækt hefur oft og tíðum þótt sport miðaldra fólks en nú virð- ist það vera að breytast svolítið. Í samfélagi þar sem fólk neyð- ist til þess að hugsa á umhverfisvænni hátt færist það í vöxt að fólk rækti sitt eigið grænmeti. Það að rækta sinn eigin mat er einn kafli en það sem fylgir með er svo ótal margt. Það fæst nefnilega svo mikil hugarró með því að hlúa að og fegra nærumhverfið þar sem enginn er að trufla. Með því að gera ekkert annað en að róta í beðum, kantskera og slá getur fólk minnkað stressið og verið meira í núinu. Það þarf nefnilega ekki alltaf að fara á námskeið til þess að njóta lífsins. Einu sinni heyrði ég viðtal við konu sem tal- aði opinskátt um það þegar hún lenti í kulnun. Þegar hún var að reyna að vinna sig út úr kuln- unarástandinu fór hún á jóganámskeið og hug- leiðslunámskeið. Í stað þess að núllstillast við þessa iðju varð hún ennþá stressaðri því til þess að ná að komast í jógað og hugleiðsluna þurfti hún að keyra á há- annatíma á námskeiðin sem jók streituna í stað þess að færa henni hug- arró. Þetta fannst mér áhugavert enda er þetta í takt við það sem viðmælendur tala um hér í blaðinu. Flestallir sem hafa áhuga á gróðri og garðrækt tala um að garðræktin veiti þeim hugarró og sé leið til að jarðtengjast. Þetta get ég vel skilið. Það gerast einhverjir töfrar þegar fólk gleymir stund og stað í garðinum sínum. Bjartar íslenskar sumarnætur eru líka kjör- aðstæður fyrir garðálfa sem elska að vaka lengi og vera eitthvað að ves- enast. Kolbrún Kristleifsdóttir segir frá því hér í blaðinu að garðurinn hennar sé mikið notaður allan ársins hring. Sér í lagi eftir að eiginmaður hennar smíð- aði garðhýsi úr afgangstimbri. Eftir að garðhýsið kom hafa þau lengt tím- ann í garðinum og í garðhýsinu rækta þau plöntur og grænmeti í pottum og prófa sig áfram. Hún segir að þetta sé hin fullkomna leið til að gleðjast yfir litlu hlutunum og fyrir jólin föndruðu þau með fjölskyldunni í garðhýsinu sem var mikið fjör. Það er að mörgu að huga þegar kemur að garð- rækt en svo má líka búa til góða stemningu á svöl- unum ef fólk er ekki með garð. Með því að setja blóm og tré í potta og ker er hægt að fegra um- hverfið mjög mikið. Og það er eitthvað næs við það að geta borðað úti og legið úti á sólstól og haft það náðugt. Bara það að fá hreint loft í lung- un og hangsa í hengirúmi gefur lífinu allt annan lit. Nýja uppáhaldsmottóið mitt er að hangsa meira og sperra mig minna. Það er mjög fram- andi enda hefur þetta yfirleitt verið öfugt. Sjáum hvernig þetta mun ganga en ég er al- veg 87% viss um að þetta muni skila geggj- uðum árangri. Hangsa meira, sperra sig minna Marta María Jónasdóttir Þessir pottar fást í IKEA. Pullur úr IKEA. F ólk vill hafa gróður í kringum sig, það finnur fyrir vellíðan að hafa gróður í sínu nær- umhverfi. Það er gott að geta notið fegurðar- innar sem er í gróðri. Fólk er mikið með blóm og tré í pottum á pallinum, svölunum, stéttinni. Það er mikið úrval af pottum sem fólk plantar í. Garð- eigendur hugsa mikið um að eitthvað sé að blómstra á hverjum tíma í garðinum, eitthvað vorblómstrandi, svo fyrripart sumars, miðsumars og svo á haustin,“ segir hún. -Er fólk farið að vilja meiri gróður? „Já, svona almennt vill fólk hafa gróður í kringum sig. En auðvitað er líka til fólk sem vill ekki hafa gróður í kringum sig. Svo eru margir komnir með sumarbústað þar sem fólk vill hafa gróður líka, þannig að áhugi er mikill fyrir gróðri.“ -Hefur umhverfisvitund áhrif á hvað fólk setur í garð- inn sinn? „Það eru örugglega einhverjir sem hugsa gróður út frá umhverfisvitund, en mest held ég að þetta sé áhugi og sköpunarþörf sem hvetur fólk áfram til að hafa fallegt í kringum sig með blómum og trjám.“ Nú er það vinsælt að vera með tré í pottum á pallinum eða á hellulögðum veröndum. Hvaða tré þrífast best í stórum pottum? „Fólk hefur prófað ýmislegt í pottum og gengur vel með ótrúlegustu tré. Það þarf að huga vel að tegundum þegar valið er í potta. Einnig þarf að huga að vökvun á plöntum í pottum, sérstaklega á haustin og inn í veturinn. Því að plöntur í pottum geta dáið úr þurrki yfir vetur- inn. En það á ekki að vökva mikið yfir veturinn, en þarf að halda raka í pottinum. Svo þarf líka að huga að áburðargjöf í pottana svo að plönt- urnar þrífist vel í þeim. En það má ekki vera of mikill áburður, t.d. í 35 l pott þarf að setja ca. 4-10 stk. af blá- korni. Þannig að þetta er ekki mikið.“ -Er til dæmis hægt að vera með kirsu- berjatré í potti? „Rósakirsi sem blómstrar bleikum blómum getur ekki verið í potti allt árið vegna þess að það getur verið of kalt fyrir ræturnar á veturna að frjósa ofan jarðar, en það sem fólk hefur gert með við- kvæmar tegundir er að það hefur klætt pottinn í gamla lopapeysu eða teppi yfir veturinn til að varna kulda á rætur. Við heyrum sögur frá fólki sem er mjög natið við pottaræktina sína og það er að takast hjá því fólki.“ -Finnst þér fólk vilja meiri blómstrandi tré núna en áður? „Já, fólk sækir í að hafa eitthvað blómstrandi á hverjum tíma/mánuði í garðinum yfir sumarið og vorið. Okkar viðskiptavinir hafa alltaf viljað mikið af blómum og hafa blómlegt í kringum sig.“ -Hvað ertu með í þínum garði? „Ýmislegt er ég nú með í mínum garði. Rósir, rósakirsi, sígræn tré, fjölær blóm, tré og runna. Hortensíur.“ Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Marta María | mm@mbl.is Blómstrandi plöntur hafa sjaldan verið vinsælli Fallegt er að rækta tré í pottum. Kirsuberjatré eru vinsæl erlendis. Upp á síðkastið hef- ur eftirspurn eftir blómstrandi trjám aukist hérlendis. Sigríður Helga Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.