Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 29 Smiðjuvegur 11, 200 Kópavogur, sími 571 3770 pall@sauna.is www.sauna.is OFN FYLGIROFN FYLGIR OFN FYLGIR OFN FYLGIR Fjárfesting í vellíðan Tunnupottur úr sedrusviði Saunatunna úr sedrusviði Pod útisauna úr sedrusviði Luna útisauna úr sedrusviði Panorama sedrus saunatunna Hydropool rafmagnspottar Heittoggott! Kanadísku Dundalk pottarnir og saunaklefarnir eru úr sedrusviði sem fúnar ekki, þarf ekkert viðhald, er sterkur og hentar því einstaklega vel íslenskri veðráttu. Pottarnir eru með átta mismunandi „Hydropool Wellness Programs“ stillingar gegn t.d. bakverkjum, stressi og stirðleika vegna íþróttaiðkunar. Hydropool pottarnir eru einnig fáanlegir með sjálfhreinsibúnaði. NÝTT Bærum. „Þetta rekstrarform heillaði mig, bæði að íbúar á staðnum geti tekið höndum saman og séð til þess að framleiddur sé lífrænn umbúða- laus matur í þeirra nágrenni og að all- ir geti verið með þótt þeir hafi ekki möguleika, kunnáttu eða vilja til að sjá um svæði yfir allt ræktunar- tímabilið. Í nútímasamfélagi er ein- faldlega hentugra að það sé starfs- maður sem sér um svæðið, passar upp á vökvun, skipuleggur hvað þarf að gera og sér um að það sé gert á réttum tíma. Nútímafólk er svo upp- tekið, auk þess sem það vill gjarnan fara eitthvað í sumarfrí án þess að það verði uppskerubrestur,“ útskýrir Hildur. Félagslandbúnaður gengur út á að hópur einstaklinga stofni félag sem ræður síðan starfsfólk til að sjá um ræktunina en félagsmönnum og öðrum er velkomið að leggja til vinnu þar að auki. Félagsmennirnir deila síðan afurðunum með sér. „Í raun er enn algengara að fé- lagslandbúnaður sé rekinn sem hluti af rekstri bóndabæjar þar sem bónd- inn er starfsmaðurinn og fær fyrir fram borgað fyrir vinnuna. Afurð- irnar renna síðan beint til félags- manna án þess að verslanir séu milli- liðir,“ útskýrir Hildur. Ræktun matvæla möguleg á norðurhveli jarðar Hildur flutti til Ísafjarðar árið 2015 og var þá sannfærð um að ef fólkið þar hefði áhuga væri meira en mögu- legt að reka félagslandbúnað á Ísa- firði. „Á námskeiðinu um vistrækt kynntist ég pari sem ræktaði fjöl- breytt grænmeti í Tana lengst uppi í Finnmörku í Noregi. Þau voru að rækta jafn fjölbreytt grænmeti og ég var að rækta í Suður-Noregi, sem gaf mér ákveðna von. Ég stofnaði Gró- anda, ásamt hópi fólks, um veturinn 2016 og var fyrsta sumrinu varið uppi í hlíð að rækta grænmeti. Það kom mér fljótt á óvart hvað salat getur verið fjölbreytt á bragðið,“ segir Hildur. Hingað til hafa þau í Gróanda ræktað ýmiskonar grænmeti á við grænkál, hvítkál og rauðkál, rófur, næpur, kartöflur og ýmsa lauka. Auk kryddjurta á borð við steinselju, kórí- ander og óreganó. Þá er stefnt að því að bæta við baunum í sumar. Félagslegi þátturinn líka mikilvægur En hvað finnst Hildi skemmtileg- ast við ræktunina og garðavinnu? „Það er að vera meira úti og í tengslum við náttúruna, læra að skilja náttúrulega ferla og jafnvægi með því að taka beint þátt og læra af reynslunni. Ég hef líka rosalega gam- an af því að hitta félagsmenn og aðra bæjarbúa sem eru með og sýna áhuga á bæði ræktun og umhverfis- málum. Það er ekkert betra en að taka gott spjall meðan garðverkin eru unnin. Stundum höfum við líka stærri félagslega viðburði; grillum saman, erum með bál eða tökum upp haustuppskeruna, þá er voða mikið fjör.“ Að sögn Hildar hafa Ísfirðingar tekið frábærlega í framtakið. „Ég hef ekki haft tíma til að aug- lýsa en góðir hlutir fréttast hratt og félagsmennirnir hafa rúllað inn sjálf- krafa. Ég hef ekki heyrt af neinum sem líst illa á þetta framtak heldur eru allir stóránægðir með að fá þessa nýjung í bæjarlífið,“ segir Hildur og bætir við að yfirleitt séu um 50 fjöl- skyldur eða félagsmenn í félaginu Byrjendur skipi sér í hópa og dreifi ábyrgðinni Ýmsum vex í augum að hefja garð- rækt og hefur Hildur nokkur ráð fyrir byrjendur, þá m.a. að standa að rækt- uninni í hópi og dreifa ábyrgðinni. „Það er gott fyrir byrjendur að skrá sig eða safnast saman og stofna fé- lagslandbúnað þar sem þau geta tekið þátt undir leiðsögn og fengið upp- skeru án þess að taka á sig alla ábyrgðina á að allt gangi upp. Það dregur fljótt úr fólki þegar það geng- ur illa eða það fær ekki uppskeru. Ef það er ekki möguleiki er frábært að byrja á því að rækta eitthvað inni, setja niður kartöflur eða einfaldlega lesa sér til um ræktunaraðferðir sem notaðar eru í vistrækt. Þá minnkarðu vinnuna stórlega og eykur líkurnar á að allt gangi upp. Við til dæmis notum varla neinn tíma í að reyta illgresi í Gróanda,“ segir Hildur. Ræktun matvæla umhverfislega ábyrgt skref Hildur hefur verið iðin við að breiða út boðskap hins umbúðalausa og umhverfisvæna lífsstíls fyrir vestan. Því liggur beint við að spyrja hana hvort hún sjái fyrir sér að í framtíðinni muni Íslendingar rækta eigin mat í auknum mæli? „Það er einmitt ástæðan fyrir að ég er að rækta grænmeti; matarframleiðsla með tilheyrandi eiturefnum og áburði, flutningur og umbúðir eru okkar stærsta umhverfisvandamál. Ef við náum að rækta sem mest með félagslandbúnaði og öðrum rekstr- arformum úti um allt land þar sem fólk býr getum við náð að minnka kol- efnisfótspor og önnur umhverfisáhrif stórlega,“ segir hin drífandi Hildur. Vilborg og Steinunn sækja plöntur. Hér sést að beðin eru dekkuð með gömlu heyi. Laugardagskvöld eru tilvalin til þess að planta salati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.