Morgunblaðið - 24.05.2019, Side 31

Morgunblaðið - 24.05.2019, Side 31
palli, undir þakskeggi gætu þurft að fá skammt af vatni daglega eða annan hvern dag. Margrét segir garðyrkjufólk tiltölulega fljótt að fá tilfinningu fyrir því hve mikið þarf að vökva jarðveginn. „Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af að ofvökva útipott með grús og gati því umframvatnið safnast ekki upp heldur fer niður um gatið.“ Réttur jarðvegur og réttar plöntur Eins og lesendur sjá veit Margrét flest það sem hægt er að vita um garðyrkju og plöntu- rækt og segir hún starfsfólk blómaverslan- anna boðið og búið að veita ráðgjöf og miðla þekkingu. Aldrei hefur þó verið auðveldara að finna hagnýtar upplýsingar og garðyrkju- fróðleik á netinu og þannig tryggja að garð- ræktin gangi snurðulaust fyrir sig. Margrét minnir á nokkur grunnatriði sem vilja gleymast, eins og að plöntur þrífist misvel eftir sýrustigi moldarinnar og ekki fari vel á því að setja í sama pott plöntu sem vill súran jarðveg og plöntu sem dafnar best í basískri mold. „Hortensían hydrangea er tegund sem nýtur töluverðra vinsælda um þessar mundir. Hún þarf einmitt súra mold til að dafna vel og er upplagt að vökva hana með súrri þrumu.“ Margrét segir líka brýnt, þegar kemur að því að skipuleggja garðinn, að sýna aðgát við val og staðsetningu á trjám. „Reynslan hefur kennt Íslendingum að sum- ar trjátegundir eiga helst ekki heima í þétt- býli, vaxa mjög hratt og geta byrjað að verða til ama. Væri t.d. af og frá að gróðursetja alaskaösp annars staðar en á sumarbústaðalóð þar sem langt er í næstu skika og þörf á að ná upp betra skjóli á skömmum tíma.“ Meðal þess sem þarf að gæta að er að jarðvegurinn hæfi plöntunni. Sumar þrífast betur í súrari mold en aðrar þurfa basískari jarðveg. Svokallaðir vatnskristallar geta verið mjög gagnlegir. FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 31 Garðurinn er hluti af heimilinu Björn Jóhannsson landslagsarkitekt gefur góð ráð um efnisval og útfærslu hugmynda sem byggja á vöruúrvali BM Vallá. Viðskiptavinur fær teikningu með hugmyndum samdægurs og um viku síðar þrívíddarúfærslu með efnislista, magntölum og verðtilboði. Pantaðu tíma í síma 412 5050 eða á sala@bmvalla.is. Við bjóðum upp á landslagsráðgjöf Herragarðssteinn Kynntu þér úrvalið af fallegum hellum og garðeiningum á bmvalla.is og fáðu góðar hugmyndir fyrir sumarið. Farsæl íslensk framleiðsla í yfir 60 ár - bmvalla.is Eins og fyrr var getið er hortensían Hydr- angea macrophylla vinsæl um þessar mundir, og kemur ekki á óvart enda litríkar plöntur með stór og falleg blóm. Þarf að staðsetja hana í ágætu skjóli og halda góðum raka. Margrét segir að hortensían sé yfirleitt seld sem einær eða sumarblóm hérlendis en er þó fjölær planta og eigi best heima inni í köldum skála yfir vetrar- tímann eða undir öðru skjóli. Ætti síðan að klippa hana vel niður á haustin og sprettur hortensían þá fram þétt og falleg að vori. Þegar blóm hortensíunnar eru farin að láta á sjá ætti að klippa þau burtu, og seg- ir Margrét það eiga við um flestar plöntur að þeim er greiði gerður með því að fjar- lægja skemmdar greinar og blóm. „Bæði gerir það plöntuna fallegri en svo bjóða hvers kyns skemmdir heim hættunni á sýkingu.“ Klippi burtu skemmdir Hafa ætti hugfast að sumar trjáplöntur geta vaxið hratt við íslenskar aðstæður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.