Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Í fyrra hlotnaðist dótturinni Elísabetu sá heiður að garðurinn hennar á Vík- urströnd 9 á Seltjarnarnesi var valinn garður ársins af umhverfis- og skipulagsnefnd bæjarins. Heiðurinn eignar hún þó sjálfri sér alls ekki með öllu en bendir strax á móður sína, Ásu Kristínu Oddsdóttur, og eiginmanninn Hall- varð Einar Logason, sem bæði hafa átt mikinn þátt í því hversu fallegur garðurinn er. „Garðurinn hennar mömmu er miklu fallegri en garðurinn minn!“ segir hún. „Mér finnst í raun að hann hefði átt að verða fyrir valinu því hún er miklu betri í þessu en ég.“ Ása Kristín segir garðyrkjuna hafa fylgt sér alveg frá því að hún var lítil stelpa en listina nam hún, líkt og Elísabet, af móður sinni. „Við mamma heitin vildum hafa garðinn okkar snyrtilegan og fal- legan og því vandist ég á að rækta garðinn alveg frá því ég var krakki. Svo vann ég í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu þegar ég varð aðeins eldri og öll sumarstörfin mín eftir það voru í tengslum við garðyrkju,“ segir Ása. Gat ekki séð neinn garð í órækt Húsið við Hringbraut 51 byggði faðir Ásu Kristínar, Oddur Ólafs- son, í samvinnu við félaga sinn og þar ólst hún upp. Eftir að hún flutti að heiman tók hún svo alla garða í gegn, meðal annars þegar þau hjón- in, hún og Þorkell Bjarnason, bjuggu í New Haven í Connecticut. Þorkell stundaði þar nám í lækn- isfræði og í þeim leiguíbúðum þar sem ungu hjónin bjuggu fengu eig- endurnir að njóta góðs af því hvern- ig Ása hlúði að görðum þeirra. Þegar heim var komið fluttu hjónin aftur á Hringbrautina og þaðan lá leiðin svo á Fornuströnd á Seltjarnarnesi. Þetta var árið 1980 og síðan hefur sá fallegi garður ver- ið í höndum Ásu Kristínar og Þor- kels en þau skipulögðu garðinn sjálf og hafa unnið þar öll verk frá byrj- un. – Hvað ungur nemur gamall temur. Nú hafið þið mæðgur stund- að garðrækt í mörg ár og þú segir að mamma þín hafi kennt þér mikið í þessum efnum. Finnst ykkur það styrkja mæðgnasambandið að stússa í þessu saman? „Já það gerir það svo sann- arlega,“ segir Elísabet. „Það er yndislegt að vinna saman og spjalla og ég er þakklát fyrir að geta alltaf leitað ráða hjá mömmu.“ Öfugt við mömmu sína hafði El- ísabet þó engan áhuga á garðyrkju þegar hún var krakki. Hann kvikn- aði ekki fyrr en hún fór sjálf að búa í kjallaraíbúðinni við Hringbraut 51, ættaróðalinu sjálfu. Þar hélt hún starfi mömmu sinnar við eftir bestu getu, eða að minnsta kosti hluta af því þar sem restin var komin í svo mikla órækt að það var óvinnandi vegur að ráða bug á illgresinu. Upp úr garðinum við Hringbraut óx áhuginn svo jafnt og þétt og þeg- ar þau Hallvarður fluttu sig um set, yfir að Seilugranda, gátu þau ekki látið það vera að taka blokkargarð- inn þar í gegn. „Sá garður var orðinn virkilega fallegur þegar við svo fluttum út að Víkurströnd árið 2013.“ Grunar að grasið sé að hverfa Spurðar að því hvort þær leiti hugmynda í bókum og blöðum seg- ist Ása Kristín gera töluvert af því. Styrkir mæðgna- sambandið að stússa í þessu saman Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mæðgurnar Elísabet Gerður Þor- kelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir.  SJÁ SÍÐU 18 Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa ein- stakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal fjölskyldunnar á Hringbraut 51. Margrét Hugrún Gústavsdóttir | margret.hugrun@gmail.com Garðurinn er einstaklega fallegur. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.