Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Lyfjalausmeðferð án þekktra aukaverkana.
Bionette er hentugt tæki sem notar ljóstækni til að draga úr einkennumofnæmis-
kvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstíflu og tárvotum augum.
Bionette hentar vel gegn frjókornumúr trjám, grasi, illgresi og blómum.Myglu,
gróum frá plöntum, ryki, rykmaurum, dýrumog öðrum loftbornumofnæmisvökum.
HEILSAÐUVORINU
lgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefs
Fæst í apótekum
Sölustaði má finna á facebook.com/bionetteisland
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is
óB
Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því
og haft þangað til það slokknar (um 4mín.).
Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna.
Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast.
H
ugmyndin á bak við 72 tíma húsið fæddist hjá fimm manneskjum sem allar vinna mjög
stressandi störf. Þau ákváðu að byggja þetta glerhús og bjóða upp á upplifun þar sem
ekkert áreiti er frá umhverfinu, bara þetta glerhús og sænsk náttúra en húsið er á
einkaeyju og því engin truflun frá öðrum mannverum.
Gerðar voru prófanir á húsinu og segir Walter Osika sem sérhæfir sig í rannsóknum
á streitu að fólk hafi minnkað álag sitt um 70% með því að dvelja í 72 klukkutíma í glerhúsinu.
Húsið sjálft er fallega hannað og búið til úr tré og gleri. Uppistaðan er timbur en svo er glært gler
notað í tvo útveggi og loft. Þetta gerir það að verkum að fólk sefur undir stjörnubjörtum himni en í
húsinu er bara rúm, ekkert internet eða neitt sem truflar hugann. Í húsinu eru rúmföt og hand-
klæði, karfa með vatnsflöskum og bollum og höfuðlampi. Á svæðinu er hægt að róa á kajak eða fara
út á bát og veiða. Þannig að þeir sem kaupa sér 72 tíma í glerhúsinu þurfa væntanlega bara að taka
með sér einhvern mat.
Húsið er á Henriksholm við vatnið Ånimmen í Svíþjóð og er hægt að komast þangað með mótor-
bát. Þessir þrír dagar kosta í kringum 100 þúsund krónur íslenskar og hægt er að panta sér gistingu
á síðunni: www.stenebynas.se/book
72 tíma afstressun í glerhúsi
Fagurfræðilega er húsið vel heppnað og
gæti kannski kveikt hugmynd hjá fólki.
Því ekki að fá sér hvíldarhús úti í sveit í
staðinn fyrir hjólhýsi eða sumarbústað?
Húsið stendur við vatnið
á skjólgóðum stað.
Langar þig að afstressa þig í Svíþjóð og koma endurnærð/ur til
baka? Hvernig myndi þér lítast á að njóta 72 tíma í glerhúsi í Svíþjóð?
Marta María | mm@mbl.is
Húsið er
ákaflega
fallegt að
innan.