Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 20
G
arðurinn minn er ómissandi hluti af tilverunni og hefur skap-
að ómetanlegar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Við
hjónin höfum gert allt sjálf í garðinum og hann hefur kennt
okkur það sem við kunnum í garðrækt. Við vorum búin að
eiga húsið í nokkur ár þegar við létum setja svalir og stiga
niður í garð og þá varð notkunin á honum miklu meiri og okkur fannst
húsið stækka um helming,“ segir Kolbrún aðspurð um garðinn sinn.
Hún segir að áhugi hennar á garðrækt hafi aukist við þessar fram-
kvæmdir og síðan þá hafi þau prófað að rækta grænmeti, jarðarber og
krydd.
„Við höfum prófað ýmislegt, með misgóðum árangri þó. Garðrækt er
þolinmæðisvinna og ef eitthvað gengur ekki þetta árið þá reynir maður
aftur það næsta og næsta,“ segir hún.
Garðhúsið breytti stemningunni
„Þar sem garðurinn er lítill tókum við þá ákvörðun, þegar við byggðum
lítið garðhús, að ræktunin yrði bara í pottum og kerum, en nú er mig farið
að langa að rækta svolítið meira. Markmið sumarsins að þessu sinni er að
gera pínulitlu grasflötina fallega og berjast við mosann.“
Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík.
Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Fyrir nokkru settu þau
hjónin garðhús í garðinn sem var smíðað úr afgangstimbri og þar á fjöl-
skyldan ævintýralegar stundir en garðhúsið er notað allan ársins hring.
Marta María | mm@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SJÁ SÍÐU 22
Fær útrás fyrir að
fegra umhverfið
í garðinum
Kolbrún segir að þolin-
mæði sé það eina sem
þurfi í garðræktina.
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Heiðmörk 38
810 Hveragerði
Sími 483 4800
Fax 483 4005
floragardyrkjustod.is
flora@floragardyrkjustod.is
GRÓÐURINN Í GARÐINN
Fáið þið hjá okkur:
Sumarblóm
Tré og runnar
Matjurtarplöntur
Rósir
Fjölær blóm
Skógarplöntur