Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 F yrir þrjátíu eða fjörutíu árum hefði fáa grunað að hávaxin tré gætu orðið til vandræða í þéttbýli á Ís- landi. En raunin er að víða má núna finna tré og gerði sem valda ama og jafnvel slysahættu. Þau teygja sig hátt til himins og varpa löngum skugga, eða byrgja útsýni yfir fallegt landslag og geta jafnvel fallið um koll og valdið eignatjóni. Hjörleifur Björnsson hjá Garðaþjónustu Íslands segir í sumum tilvikum geta verið bæði flókið og kostnaðarsamt að fella tré en varasamt fyrir þá sem ekki kunna vel til verka að freista þess að magna fram sinn innri skógarhöggsmann og reyna að spara pening með því að fella tréð sjálf. „Að mörgu þarf að huga, s.s. hvernig að- stæður eru umhverfis tréð og hve gott að- gengi er að því. Stundum þarf að nota kranabíl og síðan flytja tréð heilt eða í bút- um yfir á flutningabíl til urðunar. Sú aðgerð að fella tré krefst töluverðrar sérþekkingar og þarf sá sem fellir að átta sig vel á hlut- föllum trésins, vita hvar þyngdarpunktur þess er og kunna viss handtök eins og að saga fláann í stofninn svo að tréð falli í rétta átt.“ Þung, stór og varasöm Verður að sýna fyllstu aðgát því tré geta verið níðþung og ekkert fær þau stöðvað. Segir Hjörleifur þyngdina breytilega eftir tegundum og árstíma, en stærstu tré á höf- uðborgarsvæðinu séu svo mikil um sig að þrjá flutningabíla þurfi til að fjarlægja stofn- inn allan. „Kostnaðurinn getur verið frá nokkrum tugum þúsunda upp í nokkur hundruð þúsund en þegar komið er upp í þann verðflokk er oft samkomulagsatriði á milli nágranna að deila kostnaðinum með sér enda fellingin iðulega gerð til að draga úr skugga sem fellur á garðinn við næsta hús.“ Ef tré sýnir merki þess að vera orðið veikt eða fúið ætti ekki að draga það að hringja í fagmann. Hjörleifur segir einkennin oftast blasa við og nefnir t.d. að rótin kunni að byrja að lyftast upp öðrum megin eða sprungur að koma í ljós í kvikunni á marg- stofna trjám. „Af ýmsum ástæðum hikar fólk við að hringja og telur sér trú um að allt sé í lagi með tréð – finnst það kannski hafa of mikið tilfinningagildi – en hikið þýðir að hætt er við að í næsta roki gefi eitthvað eftir og gerist það á ári hverju á höfuðborgar- svæðinu að tré falla á hús og bifreiðar með tilheyrandi tjóni.“ Best að fella í árslok Það ætti að reyna að forðast að fella tré um hásumarið, bæði til að trufla ekki fugla sem kunna að hafa gert sér hreiður á grein- unum, en líka vegna þess að á sumrin er tréð þungt og fullt af vökva. „Október, nóvember og desember henta best enda engin dýr sem lifa lengur á trénu og vökvastreymið allt nið- ur á við. Stofninn og greinarnar eru þá létt- ari, og ef eitur er borið ofan í skurðinn berst það greiðlega út í rótarkerfið,“ útskýrir Hjörleifur. „Svo á það við um tegundir eins og öspina að ef hún er felld á röngum tíma er hætta á að rótarkerfið sæki í sig veðrið og rótarskot taki að birtast úti um allt.“ Vaninn er að nota plöntueitur eins og Roundup til að drepa rótina en Hjörleifur segir að vega þurfi og meta hvort hætta sé á að eitrið berist yfir í önnur tré enda geta ræt- urnar verið tengdar neðanjarðar. „Á það t.d. við um reynitré sem standa mjög nálægt hvort öðru að ef fella á annað tréð er töluverð hætta á að eitur sem á að drepa rótarkerfið berist yfir í hitt. Það sem við gerum þá í stað- inn er að setja svartan ruslapoka yfir stubb- inn svo að stofninn fái ekkert ljós, og gæta þess að klippa öll rótarskot sem koma í ljós.“ Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* * Litur á palli EJLINGE Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjörleifur og bróðir hans Róbert stofnuðu fyrirtækið fyrir tólf árum. Hjörleifur segir hásumarið versta tímann til að fella tré. Fólk ætti alls ekki að ráðast til atlögu við tré án þess að ráð- færa sig fyrst við fagmann. Hjörleifur Björnsson segir að það að fella voldugt tré á öruggan hátt geti verið ákaf- lega vandasöm aðgerð. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Morgunblaðið/Golli Ekki ætti að draga það að fella tré sem farin eru að sýna merki þess að vera orðin veik eða skemmd. Er hætt við að þau gefi sig í næsta vonsku- veðri. Á þessari mynd úr safni má sjá hvar fagmenn fella tré á Fjölnisvegi sem teygir sig álíka hátt til himins og fimm hæða hús. Ekkert grín að fella tré

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.