Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
SÍBERÍULERKI
- Aldrei að bera á
Í kjarnvið síberíulerkis er náttúruleg
fúavörn. Því þarf aldrei að bera fúavörn
á viðinn.Viðurinn er sterkur, endinga-
góður og þolir afar vel íslenska veðráttu
Veggklæðningar og pallaefni
E
ftir kalt og blautt sumar í fyrra er
útlit fyrir að viðra muni betur á
grilláhugafólk í ár. Einar Long í
Grillbúðinni segir það greinilegt á
annríkinu í versluninni á vormán-
uðum að myndast hefur upp-
söfnuð þörf á nýjum grillum og varahlutum í
þau gömlu. „Salan fór vel af stað viku fyrir
páska og hefur verið mikið að gera síðan,“ seg-
ir Einar en hann hefur átt og rekið verslunina í
rösklega tólf ár.
Þegar kemur að því að kaupa vandað grill
virðast Íslendingar vita hvað þeir vilja. Grill-
búðin selur langmest af gasgrillum en í
versluninni má einnig finna úrval
kola- og reykgrilla. „Í ár höfum
við bætt við ódýrari línu sem
hefur selst mjög vel en hinn
dæmigerði viðskiptavinur er
umfram allt að leita að vönd-
uðu grilli sem endist,“ út-
skýrir Einar og eru gas-
grillin frá Landmann í
aðalhlutverki í verlsuninni
hans. „Eftir tólf ára rekstur veit
fólk bæði að það má treysta því að
grillin okkar endast vel og að við
bjóðum upp á alla þá varahluti og
þjónustu sem þarf til að halda grill-
unum í toppstandi.“
Hugsað vel um grillið
Landsmenn eru upp til hópa orðnir mjög
meðvitaðir um að kaupa vandaðar vörur sem
stóla má lengi á, og vilja fjárfesta í grilli sem
endist í áraraðir. Einar segir að í því felist
sparnaður og það sé að auki umhverfisvænna
en að kaupa reglulega nýtt
grill og henda því gamla:
„Greinilegt er að fólk hugsar
betur um grillin sín og lagar
hluti eins og brennara og hita-
dreifara þegar þeir gefa sig.
Þannig sparast bæði peningur til
lengri tíma litið og ekki er verið að ganga á
auðlindir náttúrunnar að óþörfu.“
Aðstæður á Íslandi eru krefjandi og kalla á
grill úr vönduðum efnum, sem þola veður og
vind, og eru jafnframt með kröftuga brennara
og góða hitaeinangrun. Einar segir Land-
mann-grill eiga að endast í 12-15 ár með um-
hyggju og réttu viðhaldi. „Almenn þrif skipta
þar miklu máli og koma líka í veg fyrir að
kvikni í fitu við eldamennskuna. Gott er að
setja grillgrindurnar í heitt sápuvatn til að
þrífa þær vel og nota má sérstakt grill-
hreinsiefni innan á grillið en grillbón á ytra
byrðið,“ segir hann og minnir á að grill sem
eru postulíns-emaleruð að innan þoli hitann frá
brennurunum betur, sem lengi endinguna.
„Ýmsir íhlutir gefa sig alltaf á endanum og al-
gengt að skipta þurfi um brennara eftir 5-10
ára notkun.“
Auk þess að halda grillinu hreinu þarf að
verja það gegn náttúruöflunum. „Yfirbreiðuna
má ekki vanta og þarf að gæta þess að hún lofti
svo að rakinn lokist ekki inni. Við höfum til
sölu vatnsheldar yfirbreiður sem anda svo að
rakinn sleppur út og grillið því enn betur varið
en ella.“
Sælustaður fjölskyldunnar
Það virðist alltaf myndast ánægjuleg stemn-
ing þegar grillað er, og varla nokkur til sem
myndi afþakka boð í grillveislu. Segir Einar að
mörgum þyki ánægjustundirnar svo ómissandi
að þeir grilli ekki bara á sumrin heldur árið um
kring, og án þess að þurfi sérstakt tilefni.
„Enda er grillmatur frábær og fjölbreytnin í
grillmatseld mikil.“
Bendir Einar á nokkra aukahluti sem geta
fullkomnað grilldaginn, og er t.d. mjög vinsælt
Fólk vill grill sem endist
Vönduð þjónusta og góður
varahlutalager skiptir kaup-
endur æ meira máli við val
á grilli. Einar Long segir
hvorki gott fyrir jörðina né
veskið að ætla að end-
urnýja heimilisgrillið með
nokkurra ára millibili.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Einar segir grillin frá Landmann eiga að geta enst í 12-15 ár ef rétt er um þau hugsað. Gæta þarf að þrifunum,
skipta um brennara ef þeir gefa sig og breiða yfir grillið til að vernda gegn veðri og vindum.
Einar Long er manna
fróðastur um grill.