Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Í
fallegu og grónu hverfi í Garða-
bænum hefur Sjöfn Hjálm-
arsdóttir hlúð samviskusamlega
að garðinum sínum í rúma þrjá
áratugi. Útkoman er afskaplega
gróinn og notalegur garður þar sem
hver planta fær að njóta sín, og ekki
skrítið að Sjöfn skyldi hljóta sérsaka
viðurkenningu frá umhverfisnefnd
bæjarins árið 2016 fyrir glæsilegan
garð.
Sjöfn og maður hennar Sigurjón
byggðu sér einbýlishús á 9. áratugn-
um í því sem þá var nýtt hverfi aust-
arlega í Garðabæ. Þau fluttu inn árið
1987 og sá Sjöfn strax að það gæti
orðið áskorun að gera garðinn fal-
legan. „Aðalhöfuðverkurinn var að
húsið stendur efst í holti og töluverð-
ur halli er á vesturhluta lóðarinnar,“
segir hún.
Varð úr að fá Pétur Jónsson lands-
lagsarkitekt til að hanna lóðina og
garðyrkjumann til að ganga frá garð-
inum í megindráttum. „Hvað brekk-
una snerti vissum við að þar myndum
við vilja hafa viðhaldið sem minnst og
byrjaði ég á að setja þar niður pínu-
lítil grenitré og reiknaði ekki með
nema að sum þeirra myndu lifa af.
En svo héldu trén öll áfram að vaxa
og breiða úr sér, og höfum við þurft
að grisja brekkuna af og til svo að
þau tré sem stæðu eftir hefðu meira
vaxtarrými. Nú sér brekkan um sig
sjálf að mestu leyti, eins og hugsunin
var í upphafi,“ útskýrir Sjöfn.
Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir
bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir
samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
„Gróðurinn dregur mann til sín“
Horft frá veginum niður í garðinn. Vel er hugsað
um hverja plöntu. Aftast má sjá grenitrén sem hafa
vaxið og dafnað í hallandi svæði neðst á lóðinni.
Sjöfn og Sigurjón (þriðja og fjórði frá vinstri) taka hér við viðurkenningu frá
fulltrúum Garðabæjar árið 2016.
Fyrir framan húsið ákvað Sjöfn
að hafa notalegan reit þar sem
njóta mætti morgunsólarinnar.
SJÁ SÍÐU 14