Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Þ eir eru eflaust margir sem iða í skinninu eftir að koma garðinum í gott horf fyrir sumarið. Síð- asta sumar var jú ekki hægt að koma miklu í verk, enda veðrið með allraleiðinlegasta móti. Helstu spekingar vænta þess að þetta sumar verði töluvert skárra og ættu garðyrkjutólin því vonandi að fá mikla notkun næstu vikurnar og mánuðina. Steinunn Reynisdóttir, garð- yrkjufræðingur hjá Garðheimum, segir að framboð á sumarblómum verði svipað og síðustu árin en veðrið setti svip sinn á framboð og eftirspurn síðasta sumar. „Veð- urfarið setti strik í reikninginn hjá garðyrkjubændum og ýmist haml- aði kuldinn vexti eða vætan drekkti plöntunum. Við erum bjartsýn fyrir sumrinu og eigum von á að veðrið verði okkur hliðhollt í ár og garðar megi blómstra sem aldrei fyrr.“ Greina má ákveðna tískustrauma í garðyrkjunni rétt eins og á öðrum sviðum mannlífsins. Stundum eru ákveðnir litir ríkjandi, eða vissar plöntur þykja svo ómissandi að þær má sjá í öðrum hverjum garði. Um þessar mundir segir Steinunn að margir leggi áherslu á að velja plöntur sem ekki þarf að hafa of mikið fyrir og eru helst fallegar ár- ið um kring. „Kemur t.d. vel út að blanda saman sígrænum plöntum og lauffellandi plöntum sem gefa fallega blómgun. Hortensíur njóta lika mikilla vinsælda og koma vel út bæði innandyra og í görðum og setja sterkan svip á umhverfið sitt,“ útskýrir Steinunn og bætir við að unga fólkið virðist meira tilbúið að gera tilraunir með nýja liti í garðinum. Þó sumir þekki ekkert betra en að verja hálfu sumrinu úti í garði með puttana í moldinni þá vilja margir halda vinnunni við garðinn í lágmarki. Steinunn segir að þurfi alls ekki að vera svo tímafrekt að halda garðinum í horfinu en mik- ilvægt sé þá að sinna garðverk- unum jafnt og þétt. „Gildir þá að fara reglulega út í garð, jafnvel bara í tíu mínútur, og skima eftir því hvort illgresi er tekið að vaxa einhvers staðar. Er þá hægt að grípa inn í áður en ástandið fer úr böndunum. Einnig er hægt að nota jarðvegsdúka eða jafnvel dagblöð til að breiða yfir illgresi í beðum og Hægt að lágmarka fyrirhöfnina Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ein leið til að létta garðverkin er að blanda saman sígrænum og lauffellandi plöntum. Það sparar líka vinnu að fjarlægja arfann strax og hann birtist. setja t.d. sandlag yfir og kæfa þannig illgresið.“ Er brýnt að reyna að ná arfanum upp með rótum því sumar tegundir dreifa sér bæði neðan- og ofanjarð- ar. „Skriðsóley dreifir sér t.d. með rótarkerfinu og gerir því takmark- að gagn að taka bara þann hluta sem stendur upp úr moldinni.“ Lykillinn að góðri uppskeru Þá virðist ekkert lát ætla að verða á áhuga á matjurtarækt. Það heyrir í dag til undantekninga að garðar séu úðaðir hátt og lágt með skordýraeitri. Segir Steinunn að bæði hafi margar eiturtegundir verið bannaðar en eins hafi fólk almennt betri skilning á því í dag að heilbrigð skordýraflóra er góð fyrir garðinn. „Fari skordýr að valda ama þá má nota skaðminni efni eins og sápublöndur sem búnar eru til úr fitusýrum eða Neem-olíu. Einnig eru til sérstök límbönd sem vefja má neðst um stofna að hausti til að stöðva skorkvikindi sem skríða upp plöntuna og hindra að þau nái að verpa við brumin. Dugi það ekki til og tiltekið tré er í hættu má láta nægja að úða bara það tré, frekar en allan garðinn eins og hann leggur sig.“ Hægt að fara aðrar leiðir en að eitra HITALAMPAR Á PALLINN 57.792KR. 50.991KR. Stream & Beam 2000W, IP65, Bluetooth hátalari, Tímastillir, Hægt að stýra með appi, Hitar allt að 16fm². Campos 2000W, IP65, Tímastillir, Hægt að stýra með appi, Hitar allt að 16fm². Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 6070 hitataekni@hitataekni.is - www.hitataekni.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.