Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Þ að er nú eiginlega þannig að konan mín, María B. Johnson, var orðin þreytt á að útihúsgögnin voru ýmist fjúkandi um hverfið eða fyrir í geymslunni, þannig að hún kom einn daginn og sagði við mig: „Jón, nú smíðum við okkar eigin húsgögn. Ég nenni þessu ekki leng- ur.“ Eftir nokkra daga kom hún með teikningu og við fórum að smíða borð og bekki sem hent- uðu okkur fullkomlega. Þau voru þung, sterk- byggð og gátu verið úti árið um kring. Ég segi stundum að þau þoli allar árstíðir,“ segir Jón Axel um húsgagnalínuna JAX handverk. -Hefur þú alltaf verið handlaginn? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég er langt því frá að vera eitthvað sérstaklega hand- laginn. Mér finnst þetta gaman og þetta er fyrst og fremst hobbí, en ekki vinna. Ég vil ekki hafa þetta öðruvísi, því ég vil halda ánægjunni við að geta leyft mér að gera þetta þegar mér hentar,“ segir hann. Hann segir að María eiginkona hans eigi þessa hugmynd alveg skuldlaust. „Það er svosem ekkert nýtt undir sólinni. Þorparinn, það er borðið og bekkirnir eins og við erum með heima hjá okkur, og margir vinir okkar eru með einnig, er alveg ferlega praktískt í alla staði.“ Fleira fólk - meiri stemning -Hvers vegna bekkur og borð? Er meiri stemning í því? „Það er bara svo skemmtileg stemming og gleði í kringum þannig sett. Það eru allir frjáls- ir, þú kemur fleira fólki fyrir. Til dæmis kemur þú með góðum vilja 12 manns á borð sem er 2.20 á lengd. Það verður svo mikil partístemning með bekkjum. Svo er auðvitað hægt að nota bekkina með fjölbreyttara móti en stóla. Hafa hlutina hreyfanlega og skemmtilega – svona eins og ítalskt partí!“ -Hvernig komstu þessari línu á markað? „Við höfum svosem ekkert verið að reyna að setja þetta á markað. Við birtum myndir á Fa- cebook og Instagram af borðinu okkar og síðan af borðum vina minna og strax fóru að hrynja inn fyrirspurnir. Við tökum þeim fagnandi og smíðum fyrir vini og kunningja og svo vini þeirra líka. Því miður getum við ekki smíðað fyrir alla og við höfum þurft að vísa fólki frá.“ Engin fjöldaframleiðsla Jón Axel er með mörg járn í eldinum. Hann stýrir morgunþætti K100 ásamt Kristínu Sif og Ásgeiri Páli og svo rekur hann bílaleigu milli þess sem hann smíðar útihúsgögn fyrir vini sína. „Ég er svo heppinn að vinna með skemmti- legu fólki á morgnana, Ásgeiri Páli og Kristínu Björgvins, á K100, en það kemur manni í gang á morgnana. Við byrjum kl. 06.00 og erum til 09.00 með tilheyrandi braki og brestum. Okkar nálgun er að vera aðeins öðruvísi en aðrir þættir á sama tíma. Við erum valkostur og það er bara frábært. Auðvitað fer síðan lunginn úr deginum í að undirbúa næsta dag, þannig að vinnudag- urinn er oft langur. Við hjónin erum einnig í öðrum fjárfestingarverkefnum, fjárfestum við í umbreytingarverkefni fyrir nokkrum árum sem hefur vaxið og dafnað ansi hratt sl. þrjú ár, en það er bílaleiga sem var stofnuð 2014, af tveim- ur ungum eldhugum. Okkur hefur gengið vel og í dag er þetta ein af best reknu bílaleigum landsins, með hæstu einkunn viðskiptavina og spánnýjan bílaflota,“ segir hann. -Þannig að þú smíðar húsgögnin á næturnar? „Nei, ég smíða bara þegar ég nenni! Ég fer á vinnustofuna seinnipartinn, þegar búið er að klára að skipuleggja þáttinn fyrir morguninn eftir. Þá fer ég í tvo til þrjá tíma og dunda eitt- hvað og síðan er gott að taka helgarmorgna í smá smíði. Það er eitthvað notalegt við ilminn af nýsöguðu timbri.“ -Um hvað hugsar þú þegar þú ert að smíða? „Ég er nú ekki viss um að það sé rétt að upp- lýsa það, en oftast er það þakklæti. Ég er virki- lega þakklátur fyrir að geta verið að gera það sem ég er að gera. Eiga góða fjölskyldu, eig- inkonu, börn og vini. Það er svo dýrmætt að vera meðvitaður um allt það góða sem lífið hef- ur fært manni.“ -Smíðar þú húsgögnin í bílskúrnum heima hjá þér? „Nei, ég er með vinnuaðstöðu á verkstæði sem afi minn á, en hann er fyrrverandi bygg- ingameistari og ég er svo heppinn að hafa feng- ið að hreiðra um mig þar. Hann er 94 ára og hef- ur ekki nýtt aðstöðuna mikið síðastliðin ár þannig að það er komið smá líf í hana aftur. Flest tæki þar eru bara í ljómandi ástandi og standast fullkomlega þær kröfur sem gerðar eru og ég er smátt og smátt að læra á þau – ein mistök í einu!“ -Hvað hefur þetta verkefni gefið þér? „Hugarró! Það er kannski það sem skiptir mestu máli. Ég er oft að hugsa um sjálfan mig eins og ég var og fólk í kringum mig, sem stopp- ar aldrei og er í eilífum eltingaleik á eftir ein- hverju sem það sjálft veit ekki hvað er. Hraðinn er svo hættulegur. Kapphlaupið er svo ger- sneytt hamingju. Mér finnst gott að fara að smíða, leika mér og gera tilraunir. Það er bara svo mikið frelsi í því fólgið. Ég er og vil vera frjáls.“ Þjóðin þekkir Jón Axel Ólafs- son, útvarpsstjörnu á K100, en það vita kannski ekki allir að hann er handlagnari en gengur og gerist og er nú kominn með sína eigin hús- gagnalínu. Með því að smíða öðlast hann hugarró og frelsi. Eftir að hafa verið í kapphlaupi lífsins veit hann nú að þar er hamingjuna ekki að finna. Marta María | mm@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Ég er og vil vera frjáls“ Jón Axel Ólafsson fær hugarró þegar hann smíðar. Hugmyndin kviknaði hjá Jóni Axel og eiginkonu hans og hefur síðan þá undið upp á sig. Svo hef ég verið að senda síður til Magga. Það eiga að vera mjög fáar eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.