Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 22
Í garðinum er að finna ýmsa skemmtilega muni eins og þennan gamla smíðabekk. Kolbrún segir að garðurinn sé henni mikið hjartans mál og litla garðhúsið í garðinum þjónar margþættu hlutverki. „Ég er ákaflega þakklát fyrir að eiga garð þar sem ég get fengið útrás fyrir að fegra umhverfi mitt og ég veit fátt betra en að róta í mold, reyta arfa, gróðursetja sumarblómin og dunda mér úti. Ætli það sé ekki útiver- an og tengingin við náttúruna sem gefur þessa vellíðan. Eins og ég sagði hér að ofan höfum við gert allt sjálf og ekki eytt miklum peningum í hann en það er einmitt það sem er svo skapandi og skemmtilegt. Garðhúsið er að mestu smíðað úr afgangstimbri og bjálkum sem maðurinn minn geymdi lengi vel. Í garðhúsinu höfum við haldið matarboð og kaffiboð og fyrir síð- ustu jól var ég með jólaföndur fyrir litlu börnin í fjölskyldunni. Ég á mér þann draum að gera það að hefð og ætla að þróa það eftir því hvað þeim fjölgar og hvað þau stækka,“ segir hún. Þegar Kolbrún er spurð hvað góður garður þurfi að uppfylla segir hún skjól svolítið mikilvægt. „Ætli góður garður sé ekki garður sem uppfyllir þarfir þess sem á hann. Sumir vilja hafa garðana þannig að vinnan sé sem auðveldust og þurfi lítið að hafa fyrir honum. Aðrir vilja brasa og dunda í garðinum, finnst gaman að rækta og leggja á sig þá vinnu. Góður garður er að mínu viti í góðu skjóli, þar er aðstaða til að elda og matast, leika sér og eiga góðar samverustundir, allt annað fer nú bara eftir smekk og efnahag.“ Aðspurð hvert hún sæki innblástur þegar kemur að garðinum segist hún elska tímaritið Í boði náttúrunnar. „Ég sæki innblástur í blað sem ég er áskrifandi að og heitir „Í boði Kolbrún ræktar í pottum í garðhúsinu sínu.  SJÁ SÍÐU 24 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Við kynnum nýjan vef, charbroil.is 100 % jafn hiti ERTU GRILLARI? GERÐU ÞAÐ RÉTT. STAÐREYNDIR UM OKKUR: 30 % minni gas notkun allt að meiri hita stjórnun hindrar eldtungur allt að 50 % safaríkari matur Ertu með lítið pláss fyrir grillið? Eða er fjölskyldan fámenn? Þá er þetta 2 brennara grill einmitt grillið fyrir þig. Kynningarverð á charbroil.is, fullt verð 78.900 kr. CHAR-BROIL GASGRILL 2200S PRO 49.900 kr. Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu. fáðu hugmyndir og kíktu á grill og aukahluti. ÞAR getur þú keypt óskagrillið þitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.