Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 8
S
em lítil stelpa lagði hún mikið á
sig við að bjarga ánamöðkum sem
hún taldi vera í lífshættu þegar
hún gekk til og frá skóla en öll dýr
og annað sem dregur andann hef-
ur alltaf skipað stóran sess í henn-
ar lífi.
„Ég var yfirleitt með laukplöntu inni í her-
bergi hjá mér þegar ég var barn en þetta fann
ég í grænmetisskúffunni hjá mömmu og
breytti í plöntu. Svo hefur þetta bara stig-
magnast með hverju árinu og aldrinum,“ segir
Sóley.
Andrúmsloftið eins og í Eden
Hún segir kaflaskil hafa orðið í garðyrkju-
ferlinum þegar hún var 22 ára og kynntist
eiginmanni sínum, Frey Frostasyni, og syni
hans og sýndi syni mannsins síns hvernig
hægt væri að taka fræ úr tómötum og papr-
ikum og breyta í plöntur.
„Við settum fullt af fræjum í mold og svo fór
allt að spretta. Plönturnar urðu fljótlega eins
og börnin mín og ég hafði ekki undan að setja
þær í stærri og stærri potta þar til allar
gluggakistur voru yfirfullar og andrúmsloftið
var eins og í gömlu Eden í Hveragerði,“ segir
hún og bætir við að eftir þetta hafi hún alltaf
haft salöt í kerjum á svölunum hjá sér og
kryddjurtir í eldhúsgluggum.
Gróðurhús og upphækkuð beð frá bóndanum
Þegar Sóley varð þrítug flutti hún ásamt
börnum og bónda í rúmgott hús með stórum
garði. Eiginmaðurinn Freyr, sem er arkitekt,
gladdi hana mikið með því að smíða handa
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sóley Kristjánsdóttir,
plötusnúður, fyrirsæta,
vörumerkjastýra og bar-
áttukona í Krafti, er garð-
álfur af guðs náð og elskar
allt sem er grænt og grær.
Margrét Hugrún Gústavsdóttir
margret.hugrun@gmail.com
Sóley segir að það sé
einfalt að rækta kryddjurtir.
SJÁ SÍÐU 10
„Plönturnar
urðu fljót-
lega eins og
börnin mín“
Sóley Kristjánsdóttir
hefur unun af garðrækt.
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400
Grillbúðin
Nr. 12952 - Án gashellu - Svart
•Afl 10,5 KW
Frá Þýskalandi
79.900
• 3 brennarar
• Brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• hitajöfnunarkerfi
• Niðurfellanleg hliðarborð
• Rafkveikja fyrir alla brennara
• Tvöfalt einangrað lok
• Stór posulínshúðuð efri grind
• Hitamælir
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Grillflötur 65 x 44 cm
Sendum frítt
með Flytjanda
Nánari upplýsingar á
www. grillbudin.is
Opið virka daga 11-18
Opið laugardaga 11-16